Ætla aftur til Íslands til að græða sárin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 11:23 Strákarnir trúlofuðu sig á Íslandi á meðan Elliot lá á sjúkrabeði. Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim. „Við ætlum að koma aftur til Íslands! Það er rétt, við erum búnir að bóka flug til Íslands. Hvers vegna myndum við gera það, gætuð þið spurt. Við spurðum okkur að þeirri spurningu nokkrum sinnum og líka eftir að hafa bókað ferðina,“ segir Zak á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Fréttastofa ræddi við þá félaga sem komust ekki heim fyrr en eftir fimm vikur á sjúkrahúsi. Þeir sögðu kraftaverk að þeir hefðu verið á lífi en bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist. Vilja þakka fyrir sig Zak segir meginmarkmiðið vera að græða andleg sár. „Við teljum að það sé mikilvægt að mæta aftur þangað sem þetta gerðist til þess að komast yfir þetta andlega áfall. Að Ísland sé slæmur staður, sem það er ekki.“ Elliot slasaðist alvarlega og fékk því aldrei að sjá Reykjavík né Ísland almennilega, heldur dvaldi hann á Landspítalanum. „Ég fékk að sjá Reykjavík í þrjár og hálfar vikur. Elliot fékk ekki að sjá neitt og við viljum sýna honum það.“ Þá segir Zak að þeir vilji mæta aftur á Landspítalann. Hitta starfsfólkið og koma því á óvart. „Kasta kveðju á alla yndislegu hjúkrunarfræðingana og læknana,“ segir Zak sem bætir því við að þeir félagar muni ekki hætta sér á veginn sjálfir að þessu sinni, heldur nýta sér almenningssamgöngur. @busman_zak we're coming back to Iceland! #iceland #ísland #rtc #mva #carcrash #crash #survivor #survivors #fyp #fyf #mentalhealth #healing ♬ Wonderful Day - Satria Petir Ferðamennska á Íslandi Bretland Ástin og lífið Geðheilbrigði Tengdar fréttir Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Sjá meira
„Við ætlum að koma aftur til Íslands! Það er rétt, við erum búnir að bóka flug til Íslands. Hvers vegna myndum við gera það, gætuð þið spurt. Við spurðum okkur að þeirri spurningu nokkrum sinnum og líka eftir að hafa bókað ferðina,“ segir Zak á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Fréttastofa ræddi við þá félaga sem komust ekki heim fyrr en eftir fimm vikur á sjúkrahúsi. Þeir sögðu kraftaverk að þeir hefðu verið á lífi en bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist. Vilja þakka fyrir sig Zak segir meginmarkmiðið vera að græða andleg sár. „Við teljum að það sé mikilvægt að mæta aftur þangað sem þetta gerðist til þess að komast yfir þetta andlega áfall. Að Ísland sé slæmur staður, sem það er ekki.“ Elliot slasaðist alvarlega og fékk því aldrei að sjá Reykjavík né Ísland almennilega, heldur dvaldi hann á Landspítalanum. „Ég fékk að sjá Reykjavík í þrjár og hálfar vikur. Elliot fékk ekki að sjá neitt og við viljum sýna honum það.“ Þá segir Zak að þeir vilji mæta aftur á Landspítalann. Hitta starfsfólkið og koma því á óvart. „Kasta kveðju á alla yndislegu hjúkrunarfræðingana og læknana,“ segir Zak sem bætir því við að þeir félagar muni ekki hætta sér á veginn sjálfir að þessu sinni, heldur nýta sér almenningssamgöngur. @busman_zak we're coming back to Iceland! #iceland #ísland #rtc #mva #carcrash #crash #survivor #survivors #fyp #fyf #mentalhealth #healing ♬ Wonderful Day - Satria Petir
Ferðamennska á Íslandi Bretland Ástin og lífið Geðheilbrigði Tengdar fréttir Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Sjá meira
Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51
Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47