Sakar Stjörnuna um að falsa skýrslur Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 14:36 Það hefur áður gerst að breyta þurfi leikskýrslu á vef KSÍ, vegna þess að byrjunarlið Stjörnunnar er ekki rétt í fyrstu útgáfu. vísir/Diego Stjörnumenn hafa oftar en einu sinni breytt byrjunarliði á leikskýrslu skömmu fyrir leik, eftir að leikskýrsla hefur verið birt á vef KSÍ, og virðast gera það vísvitandi til að rugla í mótherjum sínum að mati blaðamanns Fótbolta.net. Þetta gerðist til að mynda í gærkvöld, fyrir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í 18. umferð Bestu deildar karla. Venju samkvæmt var leikskýrsla leiksins birt á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, en uppfæra þurfti þá skýrslu vegna nokkurra breytinga á byrjunarliði Stjörnunnar. Atvikið í gær virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Sæbirni Þór Þórbergssyni Steinke, blaðamanni, sem birti viðhorfspistil á Fótbolta.net í dag undir fyrirsögn sem beint er að þjálfara Stjörnunnar: Jökull, nenniru plís að hætta þessu. Sæbjörn lýsir athæfi Stjörnumanna sem eins konar brellu sem þeir hafi fyrst notað vorið 2023, um það leyti sem Jökull Elísabetarson tók við sem aðalþjálfari Stjörnunnar eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar. Í gær hafi Jökull afsakað sig með því að liðsstjóri Stjörnumanna væri erlendis, og að því hefðu verið gerð mistök þegar leikskýrslunni var fyrst skilað. Vandamálið er hins vegar ekki nýtt heldur hefur hið sama gerst „nokkrum sinnum“, að sögn Sæbjörns. Ljóst er að hann telur Stjörnuna falsa leikskýrslur til að trufla andstæðinga sína rétt fyrir leik. „Mistökin“ geti ekki verið óvart þegar þau verði oftar en einu sinni, og Sæbjörn segir hátternið bæði kjánalegt og óboðlegt. Það bitni meðal annars á blaðamönnum sem fjalli um byrjunarlið í sínum textalýsingum og fréttum, og treysti því að leikskýrslur á vef KSÍ séu réttar. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segir í samtali við Fótbolta.net að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða. Vísir náði tali af Jökli Elísabetarsyni en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um pistil Sæbjörns. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Þetta gerðist til að mynda í gærkvöld, fyrir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í 18. umferð Bestu deildar karla. Venju samkvæmt var leikskýrsla leiksins birt á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, en uppfæra þurfti þá skýrslu vegna nokkurra breytinga á byrjunarliði Stjörnunnar. Atvikið í gær virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Sæbirni Þór Þórbergssyni Steinke, blaðamanni, sem birti viðhorfspistil á Fótbolta.net í dag undir fyrirsögn sem beint er að þjálfara Stjörnunnar: Jökull, nenniru plís að hætta þessu. Sæbjörn lýsir athæfi Stjörnumanna sem eins konar brellu sem þeir hafi fyrst notað vorið 2023, um það leyti sem Jökull Elísabetarson tók við sem aðalþjálfari Stjörnunnar eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar. Í gær hafi Jökull afsakað sig með því að liðsstjóri Stjörnumanna væri erlendis, og að því hefðu verið gerð mistök þegar leikskýrslunni var fyrst skilað. Vandamálið er hins vegar ekki nýtt heldur hefur hið sama gerst „nokkrum sinnum“, að sögn Sæbjörns. Ljóst er að hann telur Stjörnuna falsa leikskýrslur til að trufla andstæðinga sína rétt fyrir leik. „Mistökin“ geti ekki verið óvart þegar þau verði oftar en einu sinni, og Sæbjörn segir hátternið bæði kjánalegt og óboðlegt. Það bitni meðal annars á blaðamönnum sem fjalli um byrjunarlið í sínum textalýsingum og fréttum, og treysti því að leikskýrslur á vef KSÍ séu réttar. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segir í samtali við Fótbolta.net að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða. Vísir náði tali af Jökli Elísabetarsyni en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um pistil Sæbjörns.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann