Sakar Stjörnuna um að falsa skýrslur Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 14:36 Það hefur áður gerst að breyta þurfi leikskýrslu á vef KSÍ, vegna þess að byrjunarlið Stjörnunnar er ekki rétt í fyrstu útgáfu. vísir/Diego Stjörnumenn hafa oftar en einu sinni breytt byrjunarliði á leikskýrslu skömmu fyrir leik, eftir að leikskýrsla hefur verið birt á vef KSÍ, og virðast gera það vísvitandi til að rugla í mótherjum sínum að mati blaðamanns Fótbolta.net. Þetta gerðist til að mynda í gærkvöld, fyrir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í 18. umferð Bestu deildar karla. Venju samkvæmt var leikskýrsla leiksins birt á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, en uppfæra þurfti þá skýrslu vegna nokkurra breytinga á byrjunarliði Stjörnunnar. Atvikið í gær virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Sæbirni Þór Þórbergssyni Steinke, blaðamanni, sem birti viðhorfspistil á Fótbolta.net í dag undir fyrirsögn sem beint er að þjálfara Stjörnunnar: Jökull, nenniru plís að hætta þessu. Sæbjörn lýsir athæfi Stjörnumanna sem eins konar brellu sem þeir hafi fyrst notað vorið 2023, um það leyti sem Jökull Elísabetarson tók við sem aðalþjálfari Stjörnunnar eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar. Í gær hafi Jökull afsakað sig með því að liðsstjóri Stjörnumanna væri erlendis, og að því hefðu verið gerð mistök þegar leikskýrslunni var fyrst skilað. Vandamálið er hins vegar ekki nýtt heldur hefur hið sama gerst „nokkrum sinnum“, að sögn Sæbjörns. Ljóst er að hann telur Stjörnuna falsa leikskýrslur til að trufla andstæðinga sína rétt fyrir leik. „Mistökin“ geti ekki verið óvart þegar þau verði oftar en einu sinni, og Sæbjörn segir hátternið bæði kjánalegt og óboðlegt. Það bitni meðal annars á blaðamönnum sem fjalli um byrjunarlið í sínum textalýsingum og fréttum, og treysti því að leikskýrslur á vef KSÍ séu réttar. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segir í samtali við Fótbolta.net að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða. Vísir náði tali af Jökli Elísabetarsyni en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um pistil Sæbjörns. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Þetta gerðist til að mynda í gærkvöld, fyrir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í 18. umferð Bestu deildar karla. Venju samkvæmt var leikskýrsla leiksins birt á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, en uppfæra þurfti þá skýrslu vegna nokkurra breytinga á byrjunarliði Stjörnunnar. Atvikið í gær virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Sæbirni Þór Þórbergssyni Steinke, blaðamanni, sem birti viðhorfspistil á Fótbolta.net í dag undir fyrirsögn sem beint er að þjálfara Stjörnunnar: Jökull, nenniru plís að hætta þessu. Sæbjörn lýsir athæfi Stjörnumanna sem eins konar brellu sem þeir hafi fyrst notað vorið 2023, um það leyti sem Jökull Elísabetarson tók við sem aðalþjálfari Stjörnunnar eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar. Í gær hafi Jökull afsakað sig með því að liðsstjóri Stjörnumanna væri erlendis, og að því hefðu verið gerð mistök þegar leikskýrslunni var fyrst skilað. Vandamálið er hins vegar ekki nýtt heldur hefur hið sama gerst „nokkrum sinnum“, að sögn Sæbjörns. Ljóst er að hann telur Stjörnuna falsa leikskýrslur til að trufla andstæðinga sína rétt fyrir leik. „Mistökin“ geti ekki verið óvart þegar þau verði oftar en einu sinni, og Sæbjörn segir hátternið bæði kjánalegt og óboðlegt. Það bitni meðal annars á blaðamönnum sem fjalli um byrjunarlið í sínum textalýsingum og fréttum, og treysti því að leikskýrslur á vef KSÍ séu réttar. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segir í samtali við Fótbolta.net að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða. Vísir náði tali af Jökli Elísabetarsyni en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um pistil Sæbjörns.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira