Sakar Stjörnuna um að falsa skýrslur Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 14:36 Það hefur áður gerst að breyta þurfi leikskýrslu á vef KSÍ, vegna þess að byrjunarlið Stjörnunnar er ekki rétt í fyrstu útgáfu. vísir/Diego Stjörnumenn hafa oftar en einu sinni breytt byrjunarliði á leikskýrslu skömmu fyrir leik, eftir að leikskýrsla hefur verið birt á vef KSÍ, og virðast gera það vísvitandi til að rugla í mótherjum sínum að mati blaðamanns Fótbolta.net. Þetta gerðist til að mynda í gærkvöld, fyrir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í 18. umferð Bestu deildar karla. Venju samkvæmt var leikskýrsla leiksins birt á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, en uppfæra þurfti þá skýrslu vegna nokkurra breytinga á byrjunarliði Stjörnunnar. Atvikið í gær virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Sæbirni Þór Þórbergssyni Steinke, blaðamanni, sem birti viðhorfspistil á Fótbolta.net í dag undir fyrirsögn sem beint er að þjálfara Stjörnunnar: Jökull, nenniru plís að hætta þessu. Sæbjörn lýsir athæfi Stjörnumanna sem eins konar brellu sem þeir hafi fyrst notað vorið 2023, um það leyti sem Jökull Elísabetarson tók við sem aðalþjálfari Stjörnunnar eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar. Í gær hafi Jökull afsakað sig með því að liðsstjóri Stjörnumanna væri erlendis, og að því hefðu verið gerð mistök þegar leikskýrslunni var fyrst skilað. Vandamálið er hins vegar ekki nýtt heldur hefur hið sama gerst „nokkrum sinnum“, að sögn Sæbjörns. Ljóst er að hann telur Stjörnuna falsa leikskýrslur til að trufla andstæðinga sína rétt fyrir leik. „Mistökin“ geti ekki verið óvart þegar þau verði oftar en einu sinni, og Sæbjörn segir hátternið bæði kjánalegt og óboðlegt. Það bitni meðal annars á blaðamönnum sem fjalli um byrjunarlið í sínum textalýsingum og fréttum, og treysti því að leikskýrslur á vef KSÍ séu réttar. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segir í samtali við Fótbolta.net að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða. Vísir náði tali af Jökli Elísabetarsyni en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um pistil Sæbjörns. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Þetta gerðist til að mynda í gærkvöld, fyrir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í 18. umferð Bestu deildar karla. Venju samkvæmt var leikskýrsla leiksins birt á vef KSÍ klukkutíma fyrir leik, en uppfæra þurfti þá skýrslu vegna nokkurra breytinga á byrjunarliði Stjörnunnar. Atvikið í gær virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Sæbirni Þór Þórbergssyni Steinke, blaðamanni, sem birti viðhorfspistil á Fótbolta.net í dag undir fyrirsögn sem beint er að þjálfara Stjörnunnar: Jökull, nenniru plís að hætta þessu. Sæbjörn lýsir athæfi Stjörnumanna sem eins konar brellu sem þeir hafi fyrst notað vorið 2023, um það leyti sem Jökull Elísabetarson tók við sem aðalþjálfari Stjörnunnar eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar. Í gær hafi Jökull afsakað sig með því að liðsstjóri Stjörnumanna væri erlendis, og að því hefðu verið gerð mistök þegar leikskýrslunni var fyrst skilað. Vandamálið er hins vegar ekki nýtt heldur hefur hið sama gerst „nokkrum sinnum“, að sögn Sæbjörns. Ljóst er að hann telur Stjörnuna falsa leikskýrslur til að trufla andstæðinga sína rétt fyrir leik. „Mistökin“ geti ekki verið óvart þegar þau verði oftar en einu sinni, og Sæbjörn segir hátternið bæði kjánalegt og óboðlegt. Það bitni meðal annars á blaðamönnum sem fjalli um byrjunarlið í sínum textalýsingum og fréttum, og treysti því að leikskýrslur á vef KSÍ séu réttar. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segir í samtali við Fótbolta.net að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða. Vísir náði tali af Jökli Elísabetarsyni en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um pistil Sæbjörns.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira