Gummi Hreiðars og John O'Shea verða Heimi til halds og trausts Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 11:13 Heimir Hallgrímsson er kominn með öflugt teymi sem nýr aðalþjálfari írska landsliðsins. Getty/Seb Daly Heimir Hallgrímsson hefur nú staðfest hvaða aðstoðarmenn hann verður með sem aðalþjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta og hann þekkir einn þeirra alveg sérstaklega vel. Heimir hefur nefnilega fengið Guðmund Hreiðarsson til að vera markmannsþjálfari og þannig sameina þeir Heimir krafta sína á ný, rétt eins og hjá jamaíska og íslenska landsliðinu. Heimir setti það sömuleiðis í forgang að fá John O‘Shea, fyrrverandi leikmann Manchester United til margra ára, í þjálfarateymið. O‘Shea stýrði írska liðinu tímabundið, í leikjum í mars og júní, og verður aðstoðarþjálfari. Paddy McCarthy verður einnig aðstoðarþjálfari en mun áfram sinna starfi sínu sem einn af þjálfurum enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace. Fyrstu leikir Íra undir stjórn þessa teymis verða í Þjóðadeildinni í næsta mánuði, þegar Írland mætir Englandi 7. september og Grikklandi þremur dögum síðar. „Það var algjört forgangsatriði hjá mér þegar ég kom til sambandsins að hafa John í starfsteyminu,“ segir Heimir á heimasíðu írska knattspyrnusambandsins og bætir við: „Ég ferðaðist til Waterford við fyrsta tækifæri til þess að setjast niður mðe honum og ræða um hlutverk hans. Það kom í ljós að hugmyndir okkar og framtíðarsýn ríma mjög vel saman, og það er stórkostlegt að hann hafi samþykkt að verða aðstoðarþjálfari.“ „Paddy hefur líka samþykkt að halda áfram vinnu sinni með liðinu og öll reynslan sem hann býr yfir verður áfram ómetanleg fyrir liðið. Guðmundur hefur verið mikilvægur hlekkur í þjálfarateymi mínu allan minn feril og ég er himinlifandi með það að hann starfi áfram með mér á Írlandi. Vinnan er þegar hafinn og allur fókus er á leikina við England og Grikkland í september,“ segir Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi Sjá meira
Heimir hefur nefnilega fengið Guðmund Hreiðarsson til að vera markmannsþjálfari og þannig sameina þeir Heimir krafta sína á ný, rétt eins og hjá jamaíska og íslenska landsliðinu. Heimir setti það sömuleiðis í forgang að fá John O‘Shea, fyrrverandi leikmann Manchester United til margra ára, í þjálfarateymið. O‘Shea stýrði írska liðinu tímabundið, í leikjum í mars og júní, og verður aðstoðarþjálfari. Paddy McCarthy verður einnig aðstoðarþjálfari en mun áfram sinna starfi sínu sem einn af þjálfurum enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace. Fyrstu leikir Íra undir stjórn þessa teymis verða í Þjóðadeildinni í næsta mánuði, þegar Írland mætir Englandi 7. september og Grikklandi þremur dögum síðar. „Það var algjört forgangsatriði hjá mér þegar ég kom til sambandsins að hafa John í starfsteyminu,“ segir Heimir á heimasíðu írska knattspyrnusambandsins og bætir við: „Ég ferðaðist til Waterford við fyrsta tækifæri til þess að setjast niður mðe honum og ræða um hlutverk hans. Það kom í ljós að hugmyndir okkar og framtíðarsýn ríma mjög vel saman, og það er stórkostlegt að hann hafi samþykkt að verða aðstoðarþjálfari.“ „Paddy hefur líka samþykkt að halda áfram vinnu sinni með liðinu og öll reynslan sem hann býr yfir verður áfram ómetanleg fyrir liðið. Guðmundur hefur verið mikilvægur hlekkur í þjálfarateymi mínu allan minn feril og ég er himinlifandi með það að hann starfi áfram með mér á Írlandi. Vinnan er þegar hafinn og allur fókus er á leikina við England og Grikkland í september,“ segir Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi Sjá meira