Bóndinn og snákurinn Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 12. ágúst 2024 06:33 Í síðustu viku aflýsti Taylor Swift þrennum tónleikum í Vínarborg vegna hryðjuverkahótana. Í kjölfarið voru þrír ungir menn með tengsl við íslamska ríkið (ISIS) handteknir. Án vafa eru töluvert fleiri sem aðhyllast hugmyndafræði ISIS búsettir á Vesturlöndum. Líkt og áður langar mig að undirstrika muninn á íslam og íslamisma. Íslam er trú en íslamismi er pólitísk hugmyndafræði. Íslamistar gera kröfu um algjöran samruna ríkis og trúar undir kúgandi alræðisstjórn. Sem dæmi um íslamistasamtök má nefna ISIS, Hizbollah og Hamassamtökin. Fjölmörg ríki skilgreina þessi samtök sem hryðjuverkasamtök. Það vakti athygli mína fyrir nokkru þegar fyrrverandi formaður Íslands-Palestínu skrifaði langa færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann syrgði nýfallinn leiðtoga Hamassamtakanna. Eflaust sjá andstæðingar Ísraels meðlimi Hamas sem hentuga bandamenn gegn sameiginlegum óvini þeirra. Auk þess sjá þeir Hamassamtökin sem tapliðið sem þeir verða að styðja. En stuðningsmönnum Hamas væri nær að draga lærdóm af dæmisögunni um bóndann og snákinn. Í henni gengur bóndi einn um akur og sér meðvitundarlausan snák á jörðinni. Bóndinn veit að snákurinn er hættulegur en samúð hans ber hann ofurliði. Hann tekur upp snákinn til að vekja hann til meðvitundar. En þegar snákurinn vaknar bítur hann bóndann og drepur hann. Þeir sem lýsa yfir stuðningi við Hamassamtökin hljóta að gera sér grein fyrir að stuðningurinn er ekki gagnkvæmur. Hlutir sem eru flestum Vesturlandabúum mikilvægir, til dæmis veraldleg menntun, kvenfrelsi og lýðræði eru eitur í beinum Hamassamtakanna. Fyrirætlanir þeirra um Gyðinga, sem bæði stofnsáttmáli samtakanna og ummæli meðlima þeirra vitna um, ættu einnig að vera öllum ljósar. En Hamassamtökin hafa einnig fyrirætlanir um Vesturlönd. Einn leiðtoga samtakanna, Mahmoud Al-Zahar, sagði í viðtali við Reuters að Vesturlönd væru „siðferðislega snauð“ og hampaði í sömu andrá kúgandi gildum Hamassamtakanna. Í sjónvarpsviðtali fyrir tveimur árum sagði hann: „Við erum ekki einungis að tala um að frelsa okkar eigið land.“ Með öðrum orðum munu samtökin ekki láta staðar numið við útrýmingu Ísraels. Það er ekki hægt að ganga að því sem vísu að herskáir íslamistar lúti í lægra haldi fyrir Vesturlöndum. Vesturlandabúar gætu einn daginn vaknað upp við þann vonda draum að búa við kúgandi stjórn þeirra. Þá væri fleira en þrennum Taylor Swift-tónleikum aflýst. Þá væri of seint að hreyfa við mótbárum. Stuðningsmenn Hamassamtakanna mættu því spyrja sig hvort stuðningur þeirra sé of dýru verði keyptur. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Í síðustu viku aflýsti Taylor Swift þrennum tónleikum í Vínarborg vegna hryðjuverkahótana. Í kjölfarið voru þrír ungir menn með tengsl við íslamska ríkið (ISIS) handteknir. Án vafa eru töluvert fleiri sem aðhyllast hugmyndafræði ISIS búsettir á Vesturlöndum. Líkt og áður langar mig að undirstrika muninn á íslam og íslamisma. Íslam er trú en íslamismi er pólitísk hugmyndafræði. Íslamistar gera kröfu um algjöran samruna ríkis og trúar undir kúgandi alræðisstjórn. Sem dæmi um íslamistasamtök má nefna ISIS, Hizbollah og Hamassamtökin. Fjölmörg ríki skilgreina þessi samtök sem hryðjuverkasamtök. Það vakti athygli mína fyrir nokkru þegar fyrrverandi formaður Íslands-Palestínu skrifaði langa færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann syrgði nýfallinn leiðtoga Hamassamtakanna. Eflaust sjá andstæðingar Ísraels meðlimi Hamas sem hentuga bandamenn gegn sameiginlegum óvini þeirra. Auk þess sjá þeir Hamassamtökin sem tapliðið sem þeir verða að styðja. En stuðningsmönnum Hamas væri nær að draga lærdóm af dæmisögunni um bóndann og snákinn. Í henni gengur bóndi einn um akur og sér meðvitundarlausan snák á jörðinni. Bóndinn veit að snákurinn er hættulegur en samúð hans ber hann ofurliði. Hann tekur upp snákinn til að vekja hann til meðvitundar. En þegar snákurinn vaknar bítur hann bóndann og drepur hann. Þeir sem lýsa yfir stuðningi við Hamassamtökin hljóta að gera sér grein fyrir að stuðningurinn er ekki gagnkvæmur. Hlutir sem eru flestum Vesturlandabúum mikilvægir, til dæmis veraldleg menntun, kvenfrelsi og lýðræði eru eitur í beinum Hamassamtakanna. Fyrirætlanir þeirra um Gyðinga, sem bæði stofnsáttmáli samtakanna og ummæli meðlima þeirra vitna um, ættu einnig að vera öllum ljósar. En Hamassamtökin hafa einnig fyrirætlanir um Vesturlönd. Einn leiðtoga samtakanna, Mahmoud Al-Zahar, sagði í viðtali við Reuters að Vesturlönd væru „siðferðislega snauð“ og hampaði í sömu andrá kúgandi gildum Hamassamtakanna. Í sjónvarpsviðtali fyrir tveimur árum sagði hann: „Við erum ekki einungis að tala um að frelsa okkar eigið land.“ Með öðrum orðum munu samtökin ekki láta staðar numið við útrýmingu Ísraels. Það er ekki hægt að ganga að því sem vísu að herskáir íslamistar lúti í lægra haldi fyrir Vesturlöndum. Vesturlandabúar gætu einn daginn vaknað upp við þann vonda draum að búa við kúgandi stjórn þeirra. Þá væri fleira en þrennum Taylor Swift-tónleikum aflýst. Þá væri of seint að hreyfa við mótbárum. Stuðningsmenn Hamassamtakanna mættu því spyrja sig hvort stuðningur þeirra sé of dýru verði keyptur. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun