Eldur í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu Eiður Þór Árnason skrifar 11. ágúst 2024 21:05 Mynd úr eftirlitsmyndavél sem deilt var af embætti Úkraínuforseta sýnir reyk stíga upp úr kæliturni orkuversins í borginni Energodar. Fjölmiðlaskrifstofa úkraínska forsetaembættisins Eldur braust út í kæliturni Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðurhluta Úkraínu í dag. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu og hafa Rússar og Úkraínumenn kennt hvor öðrum um atvikið. Að sögn þeirra hefur ekki mælst aukin geislavirkni í kringum orkuverið sem hefur verið undir stjórn rússneskra hersveita frá því fljótlega eftir upphaf allsherjarinnrár í Úkraínu árið 2022. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir sérfræðinga á vegum hennar hafa séð svartan reyk frá norðurhluta kjarnorkuversins eftir að hafa heyrt nokkrar sprengingar. Starfsmenn versins eru sagðir hafa tilkynnt drónaárás á einn kæliturninn. Stofnunin segir atvikið ekki hafa áhrif á öryggi kjarnorkuversins. „Í kjölfar sprengiárásar úkraínska hersins á bæinn Energodar kviknaði eldur í kælikerfi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins,“ segir Yevgeny Balitsky, héraðsstjóri Zaporizhzhia-héraðs á samskiptamiðlinum Telegram. Rússar útnefndu hann héraðsstjóra eftir að þeir náðu svæðinu á sitt vald. Enerhodar. We have recorded from Nikopol that the Russian occupiers have started a fire on the territory of the Zaporizhzhia Nuclear Power Plant.Currently, radiation levels are within norm. However, as long as the Russian terrorists maintain control over the nuclear plant, the… pic.twitter.com/TQUi3BJg4J— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 11, 2024 Geislun sögð mælast eðlileg Volodímír Selenskí Úkraínuforseti segir að „rússneskir hernámsmenn hafi kveikt eld“ í orkuverinu. Í færslu sem hann birti um klukkan 19 segir hann mælingar sýna að geislunarstig sé eðlilegt. Hann birtir myndskeið úr eftirlitsmyndavél sem sýnir svartan reyk streyma úr einum kæliturnunum og eld loga fyrir neðan. Balitsky segir sömuleiðis að geislun í kringum orkuverið hafi mælst eðlileg, að því er fram kemur í frétt France24. Innanríkisráðherra Úkraínu segist fylgjast náið með ástandinu og gögnum frá mælistöðvum nálægt kjarnorkuverinu. Að sögn héraðsstjórans Balitsky er búið að slökkva á öllum sex einingum versins. „Það er engin hætta á gufusprengingu eða öðrum afleiðingum,“ segir hann og bættir við að slökkviliðsmenn séu á staðnum að berjast við eldinn. Kjarnorkuverið stendur við austurbakka Dnipro-árinnar þar sem átakalína Rússa og Úkraínumanna liggur en Úkraínuher hefur hinn árbakkann undir sinni stjórn. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ítrekað hvatt til stillingar á svæðinu og óttast að kærulausar hernaðaraðgerðir gætu leitt til umfangsmikils kjarnorkuslyss. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44 Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Að sögn þeirra hefur ekki mælst aukin geislavirkni í kringum orkuverið sem hefur verið undir stjórn rússneskra hersveita frá því fljótlega eftir upphaf allsherjarinnrár í Úkraínu árið 2022. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir sérfræðinga á vegum hennar hafa séð svartan reyk frá norðurhluta kjarnorkuversins eftir að hafa heyrt nokkrar sprengingar. Starfsmenn versins eru sagðir hafa tilkynnt drónaárás á einn kæliturninn. Stofnunin segir atvikið ekki hafa áhrif á öryggi kjarnorkuversins. „Í kjölfar sprengiárásar úkraínska hersins á bæinn Energodar kviknaði eldur í kælikerfi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins,“ segir Yevgeny Balitsky, héraðsstjóri Zaporizhzhia-héraðs á samskiptamiðlinum Telegram. Rússar útnefndu hann héraðsstjóra eftir að þeir náðu svæðinu á sitt vald. Enerhodar. We have recorded from Nikopol that the Russian occupiers have started a fire on the territory of the Zaporizhzhia Nuclear Power Plant.Currently, radiation levels are within norm. However, as long as the Russian terrorists maintain control over the nuclear plant, the… pic.twitter.com/TQUi3BJg4J— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 11, 2024 Geislun sögð mælast eðlileg Volodímír Selenskí Úkraínuforseti segir að „rússneskir hernámsmenn hafi kveikt eld“ í orkuverinu. Í færslu sem hann birti um klukkan 19 segir hann mælingar sýna að geislunarstig sé eðlilegt. Hann birtir myndskeið úr eftirlitsmyndavél sem sýnir svartan reyk streyma úr einum kæliturnunum og eld loga fyrir neðan. Balitsky segir sömuleiðis að geislun í kringum orkuverið hafi mælst eðlileg, að því er fram kemur í frétt France24. Innanríkisráðherra Úkraínu segist fylgjast náið með ástandinu og gögnum frá mælistöðvum nálægt kjarnorkuverinu. Að sögn héraðsstjórans Balitsky er búið að slökkva á öllum sex einingum versins. „Það er engin hætta á gufusprengingu eða öðrum afleiðingum,“ segir hann og bættir við að slökkviliðsmenn séu á staðnum að berjast við eldinn. Kjarnorkuverið stendur við austurbakka Dnipro-árinnar þar sem átakalína Rússa og Úkraínumanna liggur en Úkraínuher hefur hinn árbakkann undir sinni stjórn. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ítrekað hvatt til stillingar á svæðinu og óttast að kærulausar hernaðaraðgerðir gætu leitt til umfangsmikils kjarnorkuslyss. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44 Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44
Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01
Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18