Hundurinn í hættu eftir að súkkulaði var sett inn um lúguna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2024 10:01 Hundur Jóns Bergs, Berlín, komst í súkkulaði frá tryggingarfélaginu Verði Vísir Eigandi hunds sem veiktist alvarlega, eftir að hafa étið sendingu frá tryggingafélagi sem kom inn um bréfalúguna, bendir á að fólk viti aldrei hver sé hinu megin við dyrnar, hvort sem það er gæludýr eða barn með bráðaofnæmi. Því sé ekki ráðlegt að senda fólki mat í pósti. Berlín er sex ára labrador-tík sem komst á dögunum í sendingu sem var ekki ætluð henni, heldur eiganda hennar, og afleiðingarnar voru ansi alvarlegar. Berlín var ein heima síðastliðinn þriðjudag, þar sem eigandi hennar, Jón Bergur Helgason, brá sér af bæ með börnin. „Síðan kem ég heim og þá tek ég eftir að það er rifið súkkulaðistykki, umbúðir af súkkulaði á gólfinu,“ segir Jón. Hann hélt í fyrstu að Berlín hefði fundið tómt súkkulaðibréf og farið að leika sér með það. Fljótlega hafi þó farið að renna á hann tvær grímur. „Ég fór að skoða þetta betur og ég sá að það var borði utan um þetta, merktur Verði tryggingafélagi. Þá fattaði ég að þetta hafði verið einhvers konar þakkargjöf frá Verði, því ég var að tryggja mig hjá þeim.“ Hann hafi hringt strax á næsta dýraspítala og tjáð starfsfólki að Berlín hafi borðað um 150 grömm af súkkulaði. „Þau segja: Þetta er ekki spurning, komdu með hana núna að æla, og segja mér að ég hafi í raun bara tvo og hálfan tíma.“ Þrátt fyrir vandræði við að komast á staðinn hafi Berlín komist undir læknishendur á elleftu stundu. Í kjölfarið hafi Jón hringt í Vörð vegna málsins. „Maður veit aldrei hver er þarna hinu megin“ „Ég bara benti þeim á það að mér fyndist alls ekki eiga að setja mat inn um bréfalúgur hjá fólki, maður veit aldrei hver er þarna hinu megin,“ segir Jón. „Hver veit, það getur líka gerst að barn með bráðaofnæmi verði þarna hinumegin að taka við þessu.“ Vörður hafi tekið vel í athugasemdirnar, beðist afsökunar, borgað dýralækniskostnað og sagst ætla að hætta öllum súkkulaðisendingum. Þannig að þú ert ekkert að fara að skipta um tryggingafélag þrátt fyrir þetta? „Nei, ég held að þau hafi unnið mig til baka. Það geta allir gert mistök.“ Hundar Dýr Tryggingar Sælgæti Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Berlín er sex ára labrador-tík sem komst á dögunum í sendingu sem var ekki ætluð henni, heldur eiganda hennar, og afleiðingarnar voru ansi alvarlegar. Berlín var ein heima síðastliðinn þriðjudag, þar sem eigandi hennar, Jón Bergur Helgason, brá sér af bæ með börnin. „Síðan kem ég heim og þá tek ég eftir að það er rifið súkkulaðistykki, umbúðir af súkkulaði á gólfinu,“ segir Jón. Hann hélt í fyrstu að Berlín hefði fundið tómt súkkulaðibréf og farið að leika sér með það. Fljótlega hafi þó farið að renna á hann tvær grímur. „Ég fór að skoða þetta betur og ég sá að það var borði utan um þetta, merktur Verði tryggingafélagi. Þá fattaði ég að þetta hafði verið einhvers konar þakkargjöf frá Verði, því ég var að tryggja mig hjá þeim.“ Hann hafi hringt strax á næsta dýraspítala og tjáð starfsfólki að Berlín hafi borðað um 150 grömm af súkkulaði. „Þau segja: Þetta er ekki spurning, komdu með hana núna að æla, og segja mér að ég hafi í raun bara tvo og hálfan tíma.“ Þrátt fyrir vandræði við að komast á staðinn hafi Berlín komist undir læknishendur á elleftu stundu. Í kjölfarið hafi Jón hringt í Vörð vegna málsins. „Maður veit aldrei hver er þarna hinu megin“ „Ég bara benti þeim á það að mér fyndist alls ekki eiga að setja mat inn um bréfalúgur hjá fólki, maður veit aldrei hver er þarna hinu megin,“ segir Jón. „Hver veit, það getur líka gerst að barn með bráðaofnæmi verði þarna hinumegin að taka við þessu.“ Vörður hafi tekið vel í athugasemdirnar, beðist afsökunar, borgað dýralækniskostnað og sagst ætla að hætta öllum súkkulaðisendingum. Þannig að þú ert ekkert að fara að skipta um tryggingafélag þrátt fyrir þetta? „Nei, ég held að þau hafi unnið mig til baka. Það geta allir gert mistök.“
Hundar Dýr Tryggingar Sælgæti Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira