Fordæmalaust mál á borði KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2024 10:04 Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ. Vísir/Ívar Fordæmalaus staða er uppi vegna aflýsingar á leik HK og KR í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld. Mótastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir málið í ferli. Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi þar sem leikurinn átti að fara fram. Framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu vikur í Kórnum og kom í ljós skömmu fyrir leik að annað markið reyndist brotið. Ekki gekk að koma nýju upp og leiknum því aflýst. Mótastjóri KSÍ segir þetta einsdæmi. „Ég er búinn að starfa hérna í þónokkur ár en man ekki eftir að svona atvik hafi komið upp. Við höfum oft þurft að fresta leikjum vegna veðurs eða samgöngutruflana. Ég man ekki svona atviki,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri sambandsins. Málið tæklað eftir helgi Líkt og Birkir nefnir hafa náttúruöflin oft haft með frestun leikja að gera og þá er fundinn nýr leiktími. Í þessu tilviki tekst framkvæmdaraðila leiksins, HK, hins vegar ekki að tryggja það að völlurinn sé leikfær. Samkvæmt reglugerð er heimalið ábyrgt fyrir því að völlurinn sé í lagi. Þar á meðal eiga varamörk sem uppfylla kröfur að vera til staðar. Því þykir líklegt að HK hljóti einhverskonar refsingu og verði í versta falli dæmdur ósigur. Ljóst er að hver sem refsing KSÍ verður, mun sú verða fordæmisgefandi, enda mál sem þetta ekki komið upp áður. Birkir segir málið í ferli og það verði tekið upp á fundi aga- og úrskurðarnefndar eftir helgi. „Við erum að afla gagna, bæði frá félögunum og svo höfum við fengið skýrslu eftirlitsmanns og dómara um þetta atvik. Það fer sína leið inn í mótanefndina og væntanlega inn í aga- og úrskurðarnefnd líka sem hefur sinn reglulega fund á þriðjudeginum. Að öðru leyti get ég ekki talað mikið um þetta akkúrat núna,“ segir Birkir. Það er sem sagt ekkert svart á hvítu um svona atvik í reglugerðinni? „Þú getur rétt ímyndað þér þegar að fordæmin eru með þessum hætti, þá hafa menn ekki séð fyrir öll atvik. Þetta er mjög sérstakt atvik. Það verður að segjast eins og er,“ segir Birkir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. KSÍ HK Besta deild karla KR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50 Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11 Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi þar sem leikurinn átti að fara fram. Framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu vikur í Kórnum og kom í ljós skömmu fyrir leik að annað markið reyndist brotið. Ekki gekk að koma nýju upp og leiknum því aflýst. Mótastjóri KSÍ segir þetta einsdæmi. „Ég er búinn að starfa hérna í þónokkur ár en man ekki eftir að svona atvik hafi komið upp. Við höfum oft þurft að fresta leikjum vegna veðurs eða samgöngutruflana. Ég man ekki svona atviki,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri sambandsins. Málið tæklað eftir helgi Líkt og Birkir nefnir hafa náttúruöflin oft haft með frestun leikja að gera og þá er fundinn nýr leiktími. Í þessu tilviki tekst framkvæmdaraðila leiksins, HK, hins vegar ekki að tryggja það að völlurinn sé leikfær. Samkvæmt reglugerð er heimalið ábyrgt fyrir því að völlurinn sé í lagi. Þar á meðal eiga varamörk sem uppfylla kröfur að vera til staðar. Því þykir líklegt að HK hljóti einhverskonar refsingu og verði í versta falli dæmdur ósigur. Ljóst er að hver sem refsing KSÍ verður, mun sú verða fordæmisgefandi, enda mál sem þetta ekki komið upp áður. Birkir segir málið í ferli og það verði tekið upp á fundi aga- og úrskurðarnefndar eftir helgi. „Við erum að afla gagna, bæði frá félögunum og svo höfum við fengið skýrslu eftirlitsmanns og dómara um þetta atvik. Það fer sína leið inn í mótanefndina og væntanlega inn í aga- og úrskurðarnefnd líka sem hefur sinn reglulega fund á þriðjudeginum. Að öðru leyti get ég ekki talað mikið um þetta akkúrat núna,“ segir Birkir. Það er sem sagt ekkert svart á hvítu um svona atvik í reglugerðinni? „Þú getur rétt ímyndað þér þegar að fordæmin eru með þessum hætti, þá hafa menn ekki séð fyrir öll atvik. Þetta er mjög sérstakt atvik. Það verður að segjast eins og er,“ segir Birkir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
KSÍ HK Besta deild karla KR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50 Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11 Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50
Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11
Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34