Heimilið algjörlega í rúst þegar þau komu heim eftir Þjóðhátíð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2024 21:49 Aðkoman var ekki góð þegar Skæringur kom heim til sín eftir Þjóðhátíð. Vísir Skæringur Óli Þórarinsson lenti vægast sagt illa í því þegar hann leigði heimilið sitt í Vestmannaeyjum út yfir Þjóðhátíðarhelgina, en þegar hann kom heim á mánudeginum var heimilið gjörsamlega í rúst. Hann segist ekki hafa átt orð þegar hann kom heim til sín. „Ég ákvað að taka sénsinn og leigði hóp af tíu strákum sem ég þekkti ekkert heimili mitt og minnar fjölskyldu. Mér þótti auglýsingin þeirra koma vel fyrir og öll mín samskipti við þá báru þess merki að þetta væru fínustu strákar sem langaði að koma skemmta sér á Þjóðhátið,“ segir Skæringur. Um var að ræða hóp fólks sem samanstóð af hljómsveitinni HúbbaBúbba og aðstandendum þeirra. Allt brotið og bramlað Þegar Skæringur kom til baka var ljóst að ýmislegt hafði gengið á í húsinu hans. „Svona til að stikla á stóru var búið að brjóta nokkra myndaramma, veggklukku, einhver glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul, kertastjakar rifnir af veggjum, plata í einum eldhússkápnum brotin, öll gólf og gluggakistur undirlagðar af notuðum nikótínpokum, tuggðum tyggjóklessum, glerbrotum og almennu rusli,“ segir Skæringur. Hann segist þekkja fólk sem hefur leigt fólki sem bendlað er við undirheimana, og aðkoman eftir þá hafi verið mun snyrtilegri en hjá honum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig aðkoman var að húsinu mánudaginn eftir Þjóðhátíð. Hann er ekki búinn að gera við allt sem þarf að gera við, en hann þurfti að fá utanaðkomandi fólk til að þrífa íbúðina, fimm manns. „Það tók sex klukkutíma að þrífa og ganga frá hér og við erum ennþá að rekast á glerbrot hér og þar annað slagið,“ segir Skæringur. Það sé ekki heppilegt að vera með sjö mánaða gamalt barn við þessar aðstæður. Hann segir að tjónið hafi verið upp á minnst 200.000 krónur, en strákarnir hafi prúttað sig niður í 150.000. „En það sem mér þótti mesta óvirðingin í þessu var að þeir sáu sér ekki sómann í því að biðjast afsökunar fyrr en búið var að fallast á þetta. Þá kom ein svona skítleg afsökunarbeiðni í blálokin,“ segir Skæringur. „Maður getur ekki ábyrgst það sem félagar manns gera á Þjóðhátíð“ Eyþór Aron Wöhler, leikmaður KR í knattspyrnu og einn af lykilfólkinu í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur, er meðlimur í hljómsveitinni HúbbaBúbba. Hann segir að málið sé misskilningur. „Ég þekki nú strákana sem voru að gista þarna en ég var ekki þarna. Þetta er leiðindamál og leiðinlegt að vera dreginn inn í þetta,“ segir Eyþór. Hann segist þekkja strákana og segir að hann hafi „rétt þeim tyggjó þarna á föstudaginn.“ Ekki fylgdu frekari útskýringar á þessum tyggjóummælum, en hljómsveit hans heitir eftir tyggjói og nýjasta lag hennar heitir „Miklu meira en bara tyggjó.“ „En þetta er náttúrulega bara misskilningur og málflutningur ekki réttur,“ segir Eyþór. Hann segist ekki geta tekið ábyrgð á því sem félagar hans gera á Þjóðhátíð, en það sé auðvitað leiðinlegt hvernig fór. Athygli Vísis hefur verið vakin á því eftir samtalið við Eyþór að á TikTok reikningi hljómsveitarinnar sést hann annars vegar hoppa niður af vegg fyrir utan húsið og í hinum sprengja konfettísprengju í innkeyrslunni. Umdeilt kosningamyndband Eyþór komst í fréttirnar fyrr í sumar vegna umtalaðs myndbands, þar sem hann kastar bíllyklum í unga konu og hrindir annarri. Hann var lykilmaður í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur og bjó til ótal myndbönd sem birtust á TikTok. Eyþór sagði að ekkert væri á bak við umrætt myndband annað en húmor og léttleiki. „Ekki einhver djúp pæling,“ sagði hann. Grínið hafi bara verið til að fá fólk til að kjósa. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
„Ég ákvað að taka sénsinn og leigði hóp af tíu strákum sem ég þekkti ekkert heimili mitt og minnar fjölskyldu. Mér þótti auglýsingin þeirra koma vel fyrir og öll mín samskipti við þá báru þess merki að þetta væru fínustu strákar sem langaði að koma skemmta sér á Þjóðhátið,“ segir Skæringur. Um var að ræða hóp fólks sem samanstóð af hljómsveitinni HúbbaBúbba og aðstandendum þeirra. Allt brotið og bramlað Þegar Skæringur kom til baka var ljóst að ýmislegt hafði gengið á í húsinu hans. „Svona til að stikla á stóru var búið að brjóta nokkra myndaramma, veggklukku, einhver glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul, kertastjakar rifnir af veggjum, plata í einum eldhússkápnum brotin, öll gólf og gluggakistur undirlagðar af notuðum nikótínpokum, tuggðum tyggjóklessum, glerbrotum og almennu rusli,“ segir Skæringur. Hann segist þekkja fólk sem hefur leigt fólki sem bendlað er við undirheimana, og aðkoman eftir þá hafi verið mun snyrtilegri en hjá honum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig aðkoman var að húsinu mánudaginn eftir Þjóðhátíð. Hann er ekki búinn að gera við allt sem þarf að gera við, en hann þurfti að fá utanaðkomandi fólk til að þrífa íbúðina, fimm manns. „Það tók sex klukkutíma að þrífa og ganga frá hér og við erum ennþá að rekast á glerbrot hér og þar annað slagið,“ segir Skæringur. Það sé ekki heppilegt að vera með sjö mánaða gamalt barn við þessar aðstæður. Hann segir að tjónið hafi verið upp á minnst 200.000 krónur, en strákarnir hafi prúttað sig niður í 150.000. „En það sem mér þótti mesta óvirðingin í þessu var að þeir sáu sér ekki sómann í því að biðjast afsökunar fyrr en búið var að fallast á þetta. Þá kom ein svona skítleg afsökunarbeiðni í blálokin,“ segir Skæringur. „Maður getur ekki ábyrgst það sem félagar manns gera á Þjóðhátíð“ Eyþór Aron Wöhler, leikmaður KR í knattspyrnu og einn af lykilfólkinu í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur, er meðlimur í hljómsveitinni HúbbaBúbba. Hann segir að málið sé misskilningur. „Ég þekki nú strákana sem voru að gista þarna en ég var ekki þarna. Þetta er leiðindamál og leiðinlegt að vera dreginn inn í þetta,“ segir Eyþór. Hann segist þekkja strákana og segir að hann hafi „rétt þeim tyggjó þarna á föstudaginn.“ Ekki fylgdu frekari útskýringar á þessum tyggjóummælum, en hljómsveit hans heitir eftir tyggjói og nýjasta lag hennar heitir „Miklu meira en bara tyggjó.“ „En þetta er náttúrulega bara misskilningur og málflutningur ekki réttur,“ segir Eyþór. Hann segist ekki geta tekið ábyrgð á því sem félagar hans gera á Þjóðhátíð, en það sé auðvitað leiðinlegt hvernig fór. Athygli Vísis hefur verið vakin á því eftir samtalið við Eyþór að á TikTok reikningi hljómsveitarinnar sést hann annars vegar hoppa niður af vegg fyrir utan húsið og í hinum sprengja konfettísprengju í innkeyrslunni. Umdeilt kosningamyndband Eyþór komst í fréttirnar fyrr í sumar vegna umtalaðs myndbands, þar sem hann kastar bíllyklum í unga konu og hrindir annarri. Hann var lykilmaður í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur og bjó til ótal myndbönd sem birtust á TikTok. Eyþór sagði að ekkert væri á bak við umrætt myndband annað en húmor og léttleiki. „Ekki einhver djúp pæling,“ sagði hann. Grínið hafi bara verið til að fá fólk til að kjósa.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira