Ætla að lækka verð með ungverskum tannlæknum Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2024 08:01 Tannlæknarnir Ákos Dávid Mirk (t.v.) og Balazs Szendrei (t.h.) eru tveir fjögurra eigenda nýju tannlæknastofunnar sem verður opnuð í Ármúla 26 í næsta mánuði. Aðsend Fyrirtæki sem hefur staðið fyrir ferðum með Íslendinga til þess að sækja tannlæknaþjónustu til Ungverjalands ætlar að opna stofu á Íslandi í næsta mánuði. Ætlunin er að bjóða upp á lægra verð en tíðkast á Íslandi. Eigendur Orion tannlækninga hyggjast opna stofu sína í Ármúla 26, þar sem nokkrar tannlæknastofur hafa verið reknar, um miðjan september. Á henni munu starfa fjórir ungverskir starfsmenn: tveir tannlæknar og tveir tanntæknar, að sögn Valþórs Arnar Sverrissonar, eins fjögurra eigenda fyrirtækisins. Þeir Alexander Aron Valtýsson hafa rekið fyrirtækið PP Box sem skipuleggur ferðir fyrir Íslendinga til þess að sækja tannlæknaþjónustu til Ungverjalands undanfarin ár. Valþór segir tannlæknaþjónustu á Íslandi dýra og að fyrirtækið sjái sér leik á borði að bjóða upp á betri kjör. Þau eigi ekki að nást með því að greiða tannlæknunum ungversk laun sem séu lægri en þau sem tíðkast í íslenskri tannlæknastétt heldur með því að hafa stofuna aðeins opna þegar tímar eru fullbókaðir. Tannlæknarnir tveir, sem eru einnig eigendur félagsins, koma þá sérstaklega frá Ungverjalandi til þess að sinna viðskiptavinum í nokkra daga í senn en verða ekki í hundrað prósent starfi. „Þau koma bara til þess að taka á móti kúnnum. Þau koma ekki nema það sé fullbókað,“ segir Valþór. Þjónustan hefur aðeins verið auglýst á samfélagsmiðlinum Facebook til þessa en þegar hafa hundruð skráninga borist, að sögn Valþórs. „Það verður alltaf fullt hjá okkur. Við sjáum það bara á skráningum og hver eftirvæntingin er. Ef við fyllum alla tímana þá erum við að borga góð laun,“ segir hann. Valþór Örn Sverrisson og Ákos Dávid Mirk.Aðsend Frí skoðun og kostnaðaráætlun Á þennan hátt á Orion að bjóða upp á lægsta verðið í tannlæknaþjónustu þótt það nái ekki niður í það sem íslenskir viðskiptavinir PP Box greiða í Ungverjalandi, að sögn Valþórs. Stefnt er að því að taka á móti fyrstu viðskiptavinunum í kringum 16. september. Til þess að byrja með reiknar Valþór með að stofan verði opin í viku í mánuði. Í nóvember og desember verði opið í tíu til fimmtán daga. Í framtíðinni verði stofan opin alla daga. Tannlæknarnir og meðeigendurnir tveir, þeir Ákos Dávid Mirk og Balazs Szendrei, eru þegar komnir með íslenska kennitölu og tannlæknaleyfi á Íslandi, að sögn Valþórs. Þeir hafi sex ára reynslu af því að starfa með Íslendinga. Fyrir utan tannlæknaþjónustu stendur viðskiptavinum Orion til boða að fá fría skoðun sem endar með kostnaðaráætlun, annars vegar fyrir aðgerð á Íslandi og hins vegar í Ungverjalandi. Valþór segir að skoðunin skuldbindi fólk ekki til viðskipta ef því líst ekki á blikuna þegar niðurstaða liggur fyrir. Tannheilsa Ungverjaland Heilbrigðismál Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Eigendur Orion tannlækninga hyggjast opna stofu sína í Ármúla 26, þar sem nokkrar tannlæknastofur hafa verið reknar, um miðjan september. Á henni munu starfa fjórir ungverskir starfsmenn: tveir tannlæknar og tveir tanntæknar, að sögn Valþórs Arnar Sverrissonar, eins fjögurra eigenda fyrirtækisins. Þeir Alexander Aron Valtýsson hafa rekið fyrirtækið PP Box sem skipuleggur ferðir fyrir Íslendinga til þess að sækja tannlæknaþjónustu til Ungverjalands undanfarin ár. Valþór segir tannlæknaþjónustu á Íslandi dýra og að fyrirtækið sjái sér leik á borði að bjóða upp á betri kjör. Þau eigi ekki að nást með því að greiða tannlæknunum ungversk laun sem séu lægri en þau sem tíðkast í íslenskri tannlæknastétt heldur með því að hafa stofuna aðeins opna þegar tímar eru fullbókaðir. Tannlæknarnir tveir, sem eru einnig eigendur félagsins, koma þá sérstaklega frá Ungverjalandi til þess að sinna viðskiptavinum í nokkra daga í senn en verða ekki í hundrað prósent starfi. „Þau koma bara til þess að taka á móti kúnnum. Þau koma ekki nema það sé fullbókað,“ segir Valþór. Þjónustan hefur aðeins verið auglýst á samfélagsmiðlinum Facebook til þessa en þegar hafa hundruð skráninga borist, að sögn Valþórs. „Það verður alltaf fullt hjá okkur. Við sjáum það bara á skráningum og hver eftirvæntingin er. Ef við fyllum alla tímana þá erum við að borga góð laun,“ segir hann. Valþór Örn Sverrisson og Ákos Dávid Mirk.Aðsend Frí skoðun og kostnaðaráætlun Á þennan hátt á Orion að bjóða upp á lægsta verðið í tannlæknaþjónustu þótt það nái ekki niður í það sem íslenskir viðskiptavinir PP Box greiða í Ungverjalandi, að sögn Valþórs. Stefnt er að því að taka á móti fyrstu viðskiptavinunum í kringum 16. september. Til þess að byrja með reiknar Valþór með að stofan verði opin í viku í mánuði. Í nóvember og desember verði opið í tíu til fimmtán daga. Í framtíðinni verði stofan opin alla daga. Tannlæknarnir og meðeigendurnir tveir, þeir Ákos Dávid Mirk og Balazs Szendrei, eru þegar komnir með íslenska kennitölu og tannlæknaleyfi á Íslandi, að sögn Valþórs. Þeir hafi sex ára reynslu af því að starfa með Íslendinga. Fyrir utan tannlæknaþjónustu stendur viðskiptavinum Orion til boða að fá fría skoðun sem endar með kostnaðaráætlun, annars vegar fyrir aðgerð á Íslandi og hins vegar í Ungverjalandi. Valþór segir að skoðunin skuldbindi fólk ekki til viðskipta ef því líst ekki á blikuna þegar niðurstaða liggur fyrir.
Tannheilsa Ungverjaland Heilbrigðismál Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent