Hringrás innveggja Perla Dís Kristinsdóttir, Elín Þórólfsdóttir, Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir og Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifa 9. ágúst 2024 06:01 Á Íslandi hefur mikill fjöldi byggingarframkvæmda í för með sér samsvarandi áskoranir í úrgangsmyndun, kolefnisspori og umhverfisáhrifum. Í dag er talsverður fjöldi bygginga rifinn og við það myndast mikið magn úrgangsbyggingarefna, auk þess sem stórir úrgangsstraumar í íslensku samfélagi eru ekki í virkri hringrás í dag. Hringrásarhagkerfi er hagkerfi sem býður upp á sjálfbæra nálgun með því að lágmarka sóun og endurnýta auðlindir. Í stað hefðbundins línulegrar framleiðslu leggur hringrásarhagkerfið áherslu á að lágmarka auðlindanotkun með því að endurnota, endurnýta, endurvinna og lengja líftíma vöru, efna og auðlinda. Þetta dregur ekki aðeins úr sóun heldur opnar einnig ný tækifæri, sem stuðla að aukinni skilvirkni, verðmæta- og nýsköpun. Í dag eru mörg spennandi verkefni í gangi til þess að koma fleiri efnum á Íslandi í virka hringrás. Mynd 1. Endurunnið gler og glerform. Eitt þessara verkefna er Hringrásarveggur sem fékk styrk úr Hringrásarsjóði Umhverfis-, orku- og loftslags ráðuneytisins sumarið 2022. Að verkefninu stóðu EFLA verkfræðistofa, Basalt arkitektar og Jáverk verktakar. Markmið verkefnisins var að hanna léttan innvegg úr úrgangsefnum. Innvegg sem stæðist allar tæknilegar kröfur sem gerðar eru til innveggja á Íslandi án þess að vera of dýr og flókinn í uppsetningu, og að möguleiki væri á fjöldaframleiðslu. Einnig var lögð sérstök áhersla á að veggurinn væri hannaður þannig að hægt væri að taka hann niður og breyta um staðsetningu á honum án þess að byggingarefnin myndu verða fyrir skemmdum. Hringrásarveggurinn er því hannaður sem sveigjanleg lausn og byggingarefnið sem er notað er á að geta nýst áfram og haldist í hringrásinni. Góð innivist er nauðsynleg og því var einnig markmið við hönnun veggjarins að forðast efni sem gætu innihaldið myglugró eða önnur skaðleg efni. Algeng dæmi um innveggi á Íslandi í dag eru gifsveggir á stál- eða timburgrind, hlaðnir veggir úr vikur- eða léttsteypu og timburveggir úr CLT eða timburgrind. Oft er erfitt að endurvinna slíka veggi, en gifs er erfitt að endurnota og endurvinna, og enginn farvegur fyrir það til í dag á Íslandi. Hlaðnir veggir eru múraðir og ekki auðveldir að endurnota, endurvinnsla er takmörkuð en þó möguleg. Timburveggi er hægt að endurnota en oft eru lím og önnur efni notuð í samsetningu veggjanna sem takmarka beina endurnotkun, endurvinnsla er möguleg. Úrgangastraumar á Íslandi voru kortlagðir meðal annars í gegnum samtöl við fyrirtæki með framleiðsluferli hér á landi og fyrirtæki sem meðhöndla úrgang. Í verkefninu voru forhannaðir þrír innveggir, einn úr úrgangspappaplötum, einn úr úrgangsgleri og einn úr úrgangssteypu. Það var Anders Vange, hjá Reykjavík Glass sem var samstarfsaðili verkefnisins við hönnun glerveggs, en Reykjavík Glass er í dag að endurvinna gler úr drykkjarumbúðum á ýmsa vegu. Sighvatur Lárusson hjá Circula var samstarfsaðili við hönnun pappaveggsins og Steypustöðin og Georosion, varðandi steypuvegginn. Niðurstöður verkefnisins eru núna aðgengilegar í tveimur skýrslum sem má finna hér, á heimasíðu Hringvangs. Hringvangur er vettvangur stofnaður sem hluti af Nordic Networks for Circular Construction (NNCC) verkefninu, sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ásamt Grænni byggð hafa umsjón með á Íslandi. Skýringarmynd varðandi framleiðsluferli fyrir endurnýtta steypukubba. Það er gríðarlega mikilvægt að henda ekki verðmætum efnum, heldur finna skynsamlega og góða farvegi fyrir alla efnisstrauma. Niðurstöður verkefnisins voru mjög áhugaverðar og lofandi fyrir næstu skref í markvissari framleiðslu og nýtingu á nýjum sveigjanlegum byggingareiningum úr úrgangs hráefni. Með slíkri nýtingu má draga verulega úr umhverfisáhrifum frá framleiðslu byggingarefna. Endurunnið gler og glerbræðslu má sjá á mynd 1 og á mynd 2 er skýringarmynd varðandi framleiðsluferli fyrir endurnýtta steypukubba. Perla Dís Kristinsdóttir, arkitekt Elín Þórólfsdóttir, arkitekt og umhverfis- og auðlindafræðingur Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir, arkitekt og umhverfissiðfræðingur Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Byggingariðnaður Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur mikill fjöldi byggingarframkvæmda í för með sér samsvarandi áskoranir í úrgangsmyndun, kolefnisspori og umhverfisáhrifum. Í dag er talsverður fjöldi bygginga rifinn og við það myndast mikið magn úrgangsbyggingarefna, auk þess sem stórir úrgangsstraumar í íslensku samfélagi eru ekki í virkri hringrás í dag. Hringrásarhagkerfi er hagkerfi sem býður upp á sjálfbæra nálgun með því að lágmarka sóun og endurnýta auðlindir. Í stað hefðbundins línulegrar framleiðslu leggur hringrásarhagkerfið áherslu á að lágmarka auðlindanotkun með því að endurnota, endurnýta, endurvinna og lengja líftíma vöru, efna og auðlinda. Þetta dregur ekki aðeins úr sóun heldur opnar einnig ný tækifæri, sem stuðla að aukinni skilvirkni, verðmæta- og nýsköpun. Í dag eru mörg spennandi verkefni í gangi til þess að koma fleiri efnum á Íslandi í virka hringrás. Mynd 1. Endurunnið gler og glerform. Eitt þessara verkefna er Hringrásarveggur sem fékk styrk úr Hringrásarsjóði Umhverfis-, orku- og loftslags ráðuneytisins sumarið 2022. Að verkefninu stóðu EFLA verkfræðistofa, Basalt arkitektar og Jáverk verktakar. Markmið verkefnisins var að hanna léttan innvegg úr úrgangsefnum. Innvegg sem stæðist allar tæknilegar kröfur sem gerðar eru til innveggja á Íslandi án þess að vera of dýr og flókinn í uppsetningu, og að möguleiki væri á fjöldaframleiðslu. Einnig var lögð sérstök áhersla á að veggurinn væri hannaður þannig að hægt væri að taka hann niður og breyta um staðsetningu á honum án þess að byggingarefnin myndu verða fyrir skemmdum. Hringrásarveggurinn er því hannaður sem sveigjanleg lausn og byggingarefnið sem er notað er á að geta nýst áfram og haldist í hringrásinni. Góð innivist er nauðsynleg og því var einnig markmið við hönnun veggjarins að forðast efni sem gætu innihaldið myglugró eða önnur skaðleg efni. Algeng dæmi um innveggi á Íslandi í dag eru gifsveggir á stál- eða timburgrind, hlaðnir veggir úr vikur- eða léttsteypu og timburveggir úr CLT eða timburgrind. Oft er erfitt að endurvinna slíka veggi, en gifs er erfitt að endurnota og endurvinna, og enginn farvegur fyrir það til í dag á Íslandi. Hlaðnir veggir eru múraðir og ekki auðveldir að endurnota, endurvinnsla er takmörkuð en þó möguleg. Timburveggi er hægt að endurnota en oft eru lím og önnur efni notuð í samsetningu veggjanna sem takmarka beina endurnotkun, endurvinnsla er möguleg. Úrgangastraumar á Íslandi voru kortlagðir meðal annars í gegnum samtöl við fyrirtæki með framleiðsluferli hér á landi og fyrirtæki sem meðhöndla úrgang. Í verkefninu voru forhannaðir þrír innveggir, einn úr úrgangspappaplötum, einn úr úrgangsgleri og einn úr úrgangssteypu. Það var Anders Vange, hjá Reykjavík Glass sem var samstarfsaðili verkefnisins við hönnun glerveggs, en Reykjavík Glass er í dag að endurvinna gler úr drykkjarumbúðum á ýmsa vegu. Sighvatur Lárusson hjá Circula var samstarfsaðili við hönnun pappaveggsins og Steypustöðin og Georosion, varðandi steypuvegginn. Niðurstöður verkefnisins eru núna aðgengilegar í tveimur skýrslum sem má finna hér, á heimasíðu Hringvangs. Hringvangur er vettvangur stofnaður sem hluti af Nordic Networks for Circular Construction (NNCC) verkefninu, sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ásamt Grænni byggð hafa umsjón með á Íslandi. Skýringarmynd varðandi framleiðsluferli fyrir endurnýtta steypukubba. Það er gríðarlega mikilvægt að henda ekki verðmætum efnum, heldur finna skynsamlega og góða farvegi fyrir alla efnisstrauma. Niðurstöður verkefnisins voru mjög áhugaverðar og lofandi fyrir næstu skref í markvissari framleiðslu og nýtingu á nýjum sveigjanlegum byggingareiningum úr úrgangs hráefni. Með slíkri nýtingu má draga verulega úr umhverfisáhrifum frá framleiðslu byggingarefna. Endurunnið gler og glerbræðslu má sjá á mynd 1 og á mynd 2 er skýringarmynd varðandi framleiðsluferli fyrir endurnýtta steypukubba. Perla Dís Kristinsdóttir, arkitekt Elín Þórólfsdóttir, arkitekt og umhverfis- og auðlindafræðingur Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir, arkitekt og umhverfissiðfræðingur Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, verkfræðingur
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun