Sopið marga fjöruna saman: „Ég vil ekki losna við hann, ekki strax“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2024 08:01 Ástbjörn og Gyrðir hafa fylgst vel að. Mynd/KR Æskufélagarnir Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson eru mættir í heimahagana í Vestubæ Reykjavíkur og munu taka slaginn með KR í Bestu deild karla. Þeir fagna því báðir að vera komnir heim. Báðir hafa leikið með FH síðustu misseri en fóru í skiptum frá Hafnafjarðarfélaginu til KR í stað Kristjáns Flóka Finnbogasonar sem fór í hina áttina. Þeir kveðja Kaplakrika með söknuði á sama tíma og þeir fagna heimkomunni. „Tilfinningin er virkilega góð. Frábært að vera komnir heim en á sama tíma var þetta erfið ákvörðun og maður saknar FH líka. Það var erfitt að fara en ég er virkilega ánægður að vera kominn í svarthvíta liðið mitt,“ segir Gyrðir Hrafn og Ástbjörn tekur undir: „FH er góður klúbbur og fólk sem maður mun sakna þaðan en ég er virkilega ánægður með þetta.“ Klippa: Kátir KR-ingar komnir heim Orðrómarnir trufluðu ekki mikið Skiptin höfðu legið í loftinu um hríð en Ástbjörn segir talið um þau hafa verið meira úti í bæ heldur en við þá beint. „Maður las mikið á miðlum og heyrði annarsstaðar frá en það var ekki alltaf verið að tala við mig varðandi þessi skipti. Það er búinn að vera smá aðdragandi en gott að þetta er klárt,“ segir Ástbjörn. En eru engin óþægindi sem fylgja slíkum orðrómum? „Þegar við vorum í FH vorum við bara 100 prósent fókuseraðir á FH. Svo þegar okkur var tilkynnt að þetta væri að fara að gerast og að ganga í gegn þá komum við hingað, fórum á fundi og stöndum með KR í þeim markmiðum sem á að ná,“ segir Gyrðir. Standa saman Þeir félagar hafa marga fjöruna sopið saman og fóru saman upp yngri flokkana hjá KR. Þeir hafa verið saman hjá FH undanfarið og fara nú saman í pakkadíl þaðan til KR. Nú tekur því enn eitt verkefni þeirra saman við. Gyrðir Hrafn fagnar heimkomunni.Mynd/KR „Gott að við séum saman í þessu. Við erum búnir að fylgjast í gegnum margt í gegnum lífið og það er bara enn sætara að gera þetta með Gyrði,“ segir Ástbjörn. „Við erum búnir að fara í gegnum yngri flokkana og skólann saman. Við höfum tapað saman og unnið titla saman og þekkjum hvorn annan mjög vel,“ bætir Ástbjörn við. Þeir losna aldrei við hvorn annan, félagarnir. „Ég vil ekki losna við hann. Ekki strax,“ segir Gyrðir og hlær. Verk að vinna í Vesturbæ KR hefur verið í miklum vandræðum í sumar og dregist í fallbaráttu. KR átti að mæta HK í gær þar sem Gyrðir hefði spilað sinn fyrsta leik ef aðstæður hefðu verið í lagi í Kórnum. Það er verk að vinna vestur í bæ. „Auðvitað vilja allir KR-ingar vera ofar. Allir KR-ingar horfa upp töfluna en ekki niður. Auðvitað erum við ekki á góðum stað. Það er nóg eftir, við ætlum að ná í þessi stig sem eru í boði,“ segir Gyrðir. Ástbjörn með KR-treyjuna.Mynd/KR Ástbjörn gat ekki tekið þátt í fyrirhuguðum leik gærkvöldsins vegna meiðsla en segist á réttri leið. „Ég er búinn að vera meiddur í nokkrar vikur í ökklanum. Ég fer í segulómun á föstudaginn. Þá kannski sér maður þetta aðeins betur. Þetta er vonandi ekkert alvarlegt og það styttist í mig,“ segir Ástbjörn. Mikilvægt að KR-hjartað slái Í Vesturbæ hefur sú stefna verið mörkuð að fá uppalda KR-inga heim og þeir félagar segja það mikilvægt fyrir liðið. „Það er ákveðin stemning sem fylgir þessu en það þýðir ekki að maður fari beint í liðið því maður sé uppalinn. Ég ætla að vona að við höfum líka verið fengnir því við erum góðir leikmenn. Það að maður þekki hvað er að vera KR-ingur (er mikilvægt) og það er sú stemning sem er verið að skapa,“ segir Ástbjörn. „Það er líka bara búa til alvöru kjarna hérna. Ég held að KR þurfi að gera það. Búa til alvöru KR-lið, KR kjarna. Það er bara þannig,“ segir Gyrðir að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Báðir hafa leikið með FH síðustu misseri en fóru í skiptum frá Hafnafjarðarfélaginu til KR í stað Kristjáns Flóka Finnbogasonar sem fór í hina áttina. Þeir kveðja Kaplakrika með söknuði á sama tíma og þeir fagna heimkomunni. „Tilfinningin er virkilega góð. Frábært að vera komnir heim en á sama tíma var þetta erfið ákvörðun og maður saknar FH líka. Það var erfitt að fara en ég er virkilega ánægður að vera kominn í svarthvíta liðið mitt,“ segir Gyrðir Hrafn og Ástbjörn tekur undir: „FH er góður klúbbur og fólk sem maður mun sakna þaðan en ég er virkilega ánægður með þetta.“ Klippa: Kátir KR-ingar komnir heim Orðrómarnir trufluðu ekki mikið Skiptin höfðu legið í loftinu um hríð en Ástbjörn segir talið um þau hafa verið meira úti í bæ heldur en við þá beint. „Maður las mikið á miðlum og heyrði annarsstaðar frá en það var ekki alltaf verið að tala við mig varðandi þessi skipti. Það er búinn að vera smá aðdragandi en gott að þetta er klárt,“ segir Ástbjörn. En eru engin óþægindi sem fylgja slíkum orðrómum? „Þegar við vorum í FH vorum við bara 100 prósent fókuseraðir á FH. Svo þegar okkur var tilkynnt að þetta væri að fara að gerast og að ganga í gegn þá komum við hingað, fórum á fundi og stöndum með KR í þeim markmiðum sem á að ná,“ segir Gyrðir. Standa saman Þeir félagar hafa marga fjöruna sopið saman og fóru saman upp yngri flokkana hjá KR. Þeir hafa verið saman hjá FH undanfarið og fara nú saman í pakkadíl þaðan til KR. Nú tekur því enn eitt verkefni þeirra saman við. Gyrðir Hrafn fagnar heimkomunni.Mynd/KR „Gott að við séum saman í þessu. Við erum búnir að fylgjast í gegnum margt í gegnum lífið og það er bara enn sætara að gera þetta með Gyrði,“ segir Ástbjörn. „Við erum búnir að fara í gegnum yngri flokkana og skólann saman. Við höfum tapað saman og unnið titla saman og þekkjum hvorn annan mjög vel,“ bætir Ástbjörn við. Þeir losna aldrei við hvorn annan, félagarnir. „Ég vil ekki losna við hann. Ekki strax,“ segir Gyrðir og hlær. Verk að vinna í Vesturbæ KR hefur verið í miklum vandræðum í sumar og dregist í fallbaráttu. KR átti að mæta HK í gær þar sem Gyrðir hefði spilað sinn fyrsta leik ef aðstæður hefðu verið í lagi í Kórnum. Það er verk að vinna vestur í bæ. „Auðvitað vilja allir KR-ingar vera ofar. Allir KR-ingar horfa upp töfluna en ekki niður. Auðvitað erum við ekki á góðum stað. Það er nóg eftir, við ætlum að ná í þessi stig sem eru í boði,“ segir Gyrðir. Ástbjörn með KR-treyjuna.Mynd/KR Ástbjörn gat ekki tekið þátt í fyrirhuguðum leik gærkvöldsins vegna meiðsla en segist á réttri leið. „Ég er búinn að vera meiddur í nokkrar vikur í ökklanum. Ég fer í segulómun á föstudaginn. Þá kannski sér maður þetta aðeins betur. Þetta er vonandi ekkert alvarlegt og það styttist í mig,“ segir Ástbjörn. Mikilvægt að KR-hjartað slái Í Vesturbæ hefur sú stefna verið mörkuð að fá uppalda KR-inga heim og þeir félagar segja það mikilvægt fyrir liðið. „Það er ákveðin stemning sem fylgir þessu en það þýðir ekki að maður fari beint í liðið því maður sé uppalinn. Ég ætla að vona að við höfum líka verið fengnir því við erum góðir leikmenn. Það að maður þekki hvað er að vera KR-ingur (er mikilvægt) og það er sú stemning sem er verið að skapa,“ segir Ástbjörn. „Það er líka bara búa til alvöru kjarna hérna. Ég held að KR þurfi að gera það. Búa til alvöru KR-lið, KR kjarna. Það er bara þannig,“ segir Gyrðir að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira