Kvenfrelsi og umönnunarhagkerfið Björg Sveinsdóttir skrifar 8. ágúst 2024 15:02 Árið 1979 þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn var ekki í boði að fá leikskólapláss þar sem ég var gift kona, nema ef eiginmaðurinn færi í nám og ég yrði fyrirvinna heimilisins. Fyrir vikið var ég heima í um 8 ár þar sem eiginmaðurinn var á sjó. Það gerir um 20% af meðal starfsæfi (sem í ESB-ríkjum er nálægt því að vera 40 ár) Það er því hlutskipti margra kvenna á mínum aldri að eiga lægri lífeyrisréttindi en makinn. Mér er þetta hugleikið þegar ungar mæður velja að vera heimavinnandi. Margt hefur áunnist til að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu-og atvinnulíf, t.d. rétturinn til launaðs fæðingarorlofs í 6 mánuði hvort, rétturinn til ólaunaðs foreldraorlofs, sem býðst í allt að 4 mánuði fyrir hvort foreldri til 8 ára aldurs barns, orlofsréttur, og rétturinn til launa í fjarvistum vegna veikinda barna undir 13 ára sem er 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Jafnvel þar sem allir fjölskyldumeðlimir eru við góða heilsu duga þessi réttindi þó skammt, þar sem skólafrísdagar vegna sumarfría og starfsdagar eru fleiri en orlofsdagar. Í Svíþjóð geta nú foreldrar framselt allt að þremur mánuðum til afa og ömmu á fysta ári barnsins. Ef til vill mætti vinna þá hugmynd áfram til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla sem sveitarfélög virðast ekki hafa getu til að brúa, eða lengja fæðingarorlof í 12 mánuði fyrir hvort foreldri. Nokkur stór sveitafélög hafa nýverið breytt leikskólastarfi í grunnatriðum þannig að kostar meira en áður að vera með barn á leikskóla fullan dag. Það er þvi aukið hlutverk aðstandenda að sækja og skutla og hafa ungviðið í fríum að hluta, en ekki allir eiga ömmur og afa á svæðinu, auk þess sem margar ömmur og afar eru að vinna í krefjandi vinnu og jafnvel yfirvinnu. Þeim foreldrum sem ekki geta sótt börnin fyrir lok vinnudags eða eiga ekki nákomna til að sinna því hlutverki finnst að sér vegið. Bæði að verið sé að koma inn samviskubiti yfir þeim tíma sem barnið er umfram 6 klst. og bitnar fjárhagslega á þeim sem hafa minnstansveigjanleika í vinnu og lítið eða ekkert bakland. Útvíkka mætti réttindi afa og ömmu til fjarvista vegna veikinda barnabarna eða einfaldlega eins og víða er að rétturinn nái almennt til launþega vegna fjarvista til umönnunar vegna veikinda nákomins t.d. maka, uppkomins barns, eða aldraðra foreldra? Í nýrri stefnu Sameinuðu þjóðanna um umönnunarkerfi segir: Umönnunarstörf, sem eru að mestu unnin af konum og eru annað hvort ólaunuð eða láglaunastörf, eru áfram óformleg og ósýnileg. Þrátt fyrir ótvírætt gildi þeirra fyrir byggðir, samfélög og fjölskyldur eru ólaunuð umönnunarstörf undanskilin hagfræðilegum útreikningum og enda þannig með því að viðhalda ójöfnuði. Nú þegar öldruðum fjölgar, elliheimili eru ekki lengur til í þeirri mynd sem þau voru, dvarlarheimilisrými af skornum skammti og langur biðtími á hjúkrunarheimili sýna tölur Eurostat að skipting umönnunarbyrðar vegna ættingja á Íslandi árið 2018 fyrir 55-64 ára var 20% karlar og 26% konur og hæst á Íslandi af Evrópulöndum. Óformlegir umönnunaraðilar eldra fólks eru iðulega ættingjar þess hér á landi, oftar en ekki maki eða dóttir. Í nýlegri frétt kom fram að TR er að undirbúa rannsókn á ástæðum þess að í aldurshópnum 63 – 66 ára eru 25% kvenna á Íslandi á öroku. Er hugsanlegt að þetta tengist? Sameinuðu þjóðirnar hafa vakið athygli á að óformleg ummönnun ættingja hvíli meira á herðum kvenna en karla í heiminum, og fyrirséð að sú ólaunaða vinna aukist með hækkandi lífaldri. Mælt er með að komið sé upp kerfum sem heimili fjarvistir frá vinnu vegna umönnunar nákominna um tiltekið tímabil, sérstaklega til að koma í veg fyrir að konur detti út af vinnumarkaði vegna bugunar og fundnar leiðir til að að koma til móts við óformlega umönnunaraðila til að minnka einangrun og auka upplýsingagjöf um leiðir til að fá aðstoð. Höfundur er félagi í Vinstri grænum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Leikskólar Skóla- og menntamál Lífeyrissjóðir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 1979 þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn var ekki í boði að fá leikskólapláss þar sem ég var gift kona, nema ef eiginmaðurinn færi í nám og ég yrði fyrirvinna heimilisins. Fyrir vikið var ég heima í um 8 ár þar sem eiginmaðurinn var á sjó. Það gerir um 20% af meðal starfsæfi (sem í ESB-ríkjum er nálægt því að vera 40 ár) Það er því hlutskipti margra kvenna á mínum aldri að eiga lægri lífeyrisréttindi en makinn. Mér er þetta hugleikið þegar ungar mæður velja að vera heimavinnandi. Margt hefur áunnist til að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu-og atvinnulíf, t.d. rétturinn til launaðs fæðingarorlofs í 6 mánuði hvort, rétturinn til ólaunaðs foreldraorlofs, sem býðst í allt að 4 mánuði fyrir hvort foreldri til 8 ára aldurs barns, orlofsréttur, og rétturinn til launa í fjarvistum vegna veikinda barna undir 13 ára sem er 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Jafnvel þar sem allir fjölskyldumeðlimir eru við góða heilsu duga þessi réttindi þó skammt, þar sem skólafrísdagar vegna sumarfría og starfsdagar eru fleiri en orlofsdagar. Í Svíþjóð geta nú foreldrar framselt allt að þremur mánuðum til afa og ömmu á fysta ári barnsins. Ef til vill mætti vinna þá hugmynd áfram til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla sem sveitarfélög virðast ekki hafa getu til að brúa, eða lengja fæðingarorlof í 12 mánuði fyrir hvort foreldri. Nokkur stór sveitafélög hafa nýverið breytt leikskólastarfi í grunnatriðum þannig að kostar meira en áður að vera með barn á leikskóla fullan dag. Það er þvi aukið hlutverk aðstandenda að sækja og skutla og hafa ungviðið í fríum að hluta, en ekki allir eiga ömmur og afa á svæðinu, auk þess sem margar ömmur og afar eru að vinna í krefjandi vinnu og jafnvel yfirvinnu. Þeim foreldrum sem ekki geta sótt börnin fyrir lok vinnudags eða eiga ekki nákomna til að sinna því hlutverki finnst að sér vegið. Bæði að verið sé að koma inn samviskubiti yfir þeim tíma sem barnið er umfram 6 klst. og bitnar fjárhagslega á þeim sem hafa minnstansveigjanleika í vinnu og lítið eða ekkert bakland. Útvíkka mætti réttindi afa og ömmu til fjarvista vegna veikinda barnabarna eða einfaldlega eins og víða er að rétturinn nái almennt til launþega vegna fjarvista til umönnunar vegna veikinda nákomins t.d. maka, uppkomins barns, eða aldraðra foreldra? Í nýrri stefnu Sameinuðu þjóðanna um umönnunarkerfi segir: Umönnunarstörf, sem eru að mestu unnin af konum og eru annað hvort ólaunuð eða láglaunastörf, eru áfram óformleg og ósýnileg. Þrátt fyrir ótvírætt gildi þeirra fyrir byggðir, samfélög og fjölskyldur eru ólaunuð umönnunarstörf undanskilin hagfræðilegum útreikningum og enda þannig með því að viðhalda ójöfnuði. Nú þegar öldruðum fjölgar, elliheimili eru ekki lengur til í þeirri mynd sem þau voru, dvarlarheimilisrými af skornum skammti og langur biðtími á hjúkrunarheimili sýna tölur Eurostat að skipting umönnunarbyrðar vegna ættingja á Íslandi árið 2018 fyrir 55-64 ára var 20% karlar og 26% konur og hæst á Íslandi af Evrópulöndum. Óformlegir umönnunaraðilar eldra fólks eru iðulega ættingjar þess hér á landi, oftar en ekki maki eða dóttir. Í nýlegri frétt kom fram að TR er að undirbúa rannsókn á ástæðum þess að í aldurshópnum 63 – 66 ára eru 25% kvenna á Íslandi á öroku. Er hugsanlegt að þetta tengist? Sameinuðu þjóðirnar hafa vakið athygli á að óformleg ummönnun ættingja hvíli meira á herðum kvenna en karla í heiminum, og fyrirséð að sú ólaunaða vinna aukist með hækkandi lífaldri. Mælt er með að komið sé upp kerfum sem heimili fjarvistir frá vinnu vegna umönnunar nákominna um tiltekið tímabil, sérstaklega til að koma í veg fyrir að konur detti út af vinnumarkaði vegna bugunar og fundnar leiðir til að að koma til móts við óformlega umönnunaraðila til að minnka einangrun og auka upplýsingagjöf um leiðir til að fá aðstoð. Höfundur er félagi í Vinstri grænum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun