„Komin í hóp fullorðnu félaganna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. ágúst 2024 14:20 Einar Örn Ólafsson, forstjóri félagsins, segir skráningu Play á aðalmarkað marka tímamót í sögu félagsins. Mynd/Kauphöll Íslands Viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Play á aðalmarkaði í Kauphöll hófust í morgun. Forstjóri félagsins segir skráningu þess á aðalmarkað vera þroskamerki fyrir félagið. Breytingar verða gerðar á leiðakerfi félagsins í haust sem fela meðal annars í sér fækkun ferða til Ameríku. Fram kom í afkomutilkynningu frá Play í febrúar að undirbúningur við að skrá félagið í Kauphöllina væri hafin. Ráðgert væri að yfirfærslan gæti átt sér stað á fyrri helmingi ársins. Það náðist ekki en skráning flugfélagsins Play á aðalmarkað Kauphallar varð að veruleika í morgun. Félagið hefur verið skráð á First North markaðinn en munurinn á First North og aðalmarkaði liggur meðal annars í regluverkinu, en meiri kröfur eru gerðar til félaga á Aðalmarkað. First North er ætlaður minni og meðalstórum fyrirtækjum en fyrirtæki á Aðalmarkaði þurfa að hafa að minnsta kosti þriggja ára rekstrarsögu og gerð er krafa um dreifðara eignarhald. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir skráningu á aðalmarkað marka tímamót í sögu félagsins. „Félagið hefur svo sem verið skráð á markað og löngum hagað sér eins og við værum kannski á stærri markaði en First North. En þetta er þó framfaraskref, það eru meiri kröfur gerðar til okkar á aðalmarkaðnum og við erum þá komin í hóp þessara fullorðnu félaga sem eru einmitt á aðalmarkaðnum og erum ekki lengur í þessum byrjunarfasa sem við höfum verið í síðustu þrjú árin. Þannig það má segja að þetta sé einhvers konar þroskamerki,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Skráningu á aðalmarkað fylgi auknar kröfur sem feli í sér aukna vernd fyrir hluthafa. Þá hefur hann væntingar um að þessi skráning verði til þess að fleiri fjárfestar komi að borðinu. „Mögulega eru einhverjir fjárfestar sem ekki hafa viljað eða getað verið með okkur þegar við höfum verið á þessum minni markaði sem að sjá ástæðu til að endurskoða það núna þegar við erum komin á aðalmarkað,“ segir Einar. Fækka ferðum vestur um haf Play tapaði rúmum milljarði króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs en Einar Örn segir stöðu flugfélagsins engu að síður trausta. Þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða með það fyrir augum að draga úr rekstrarkostnaði. Meðal annars eru breytingar á leiðakerfi fyrirhugaðar í haust. „Félagið hefur auðvitað verið í vaxtarfasa síðustu árin og nú er komið að aðeins meiri stöðugleika hjá okkur og við erum alltaf að skoða hvaða leiðir ganga best og hvaða leiðir ganga verr hjá okkur. Núna undanfarið höfum við séð töluvert mikið framboð á Atlantshafinu þannig að það sem við höfum ákveðið að gera frá og með haustinu er að draga aðeins úr umsvifum okkar á Atlantshafinu en auka þá frekar umsvifin til sólarlanda eða í áttina að Miðjarðarhafinu. Það er áhersla sem við erum aðeins að breyta,“ segir Einar. „Svo erum við auðvitað alltaf að leita leiða til að draga úr kostnaði við rekstur félagsins og núna þegar hinn öri vöxtur er að nokkru leyti að baki þá hefur gefist talsvert ráðrúm til þess að rýna betur í reksturinn og við erum að ná alls konar kostnaðarliðum niður, færa þá til betri vegar,“ segir Einar. Play Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Fram kom í afkomutilkynningu frá Play í febrúar að undirbúningur við að skrá félagið í Kauphöllina væri hafin. Ráðgert væri að yfirfærslan gæti átt sér stað á fyrri helmingi ársins. Það náðist ekki en skráning flugfélagsins Play á aðalmarkað Kauphallar varð að veruleika í morgun. Félagið hefur verið skráð á First North markaðinn en munurinn á First North og aðalmarkaði liggur meðal annars í regluverkinu, en meiri kröfur eru gerðar til félaga á Aðalmarkað. First North er ætlaður minni og meðalstórum fyrirtækjum en fyrirtæki á Aðalmarkaði þurfa að hafa að minnsta kosti þriggja ára rekstrarsögu og gerð er krafa um dreifðara eignarhald. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir skráningu á aðalmarkað marka tímamót í sögu félagsins. „Félagið hefur svo sem verið skráð á markað og löngum hagað sér eins og við værum kannski á stærri markaði en First North. En þetta er þó framfaraskref, það eru meiri kröfur gerðar til okkar á aðalmarkaðnum og við erum þá komin í hóp þessara fullorðnu félaga sem eru einmitt á aðalmarkaðnum og erum ekki lengur í þessum byrjunarfasa sem við höfum verið í síðustu þrjú árin. Þannig það má segja að þetta sé einhvers konar þroskamerki,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Skráningu á aðalmarkað fylgi auknar kröfur sem feli í sér aukna vernd fyrir hluthafa. Þá hefur hann væntingar um að þessi skráning verði til þess að fleiri fjárfestar komi að borðinu. „Mögulega eru einhverjir fjárfestar sem ekki hafa viljað eða getað verið með okkur þegar við höfum verið á þessum minni markaði sem að sjá ástæðu til að endurskoða það núna þegar við erum komin á aðalmarkað,“ segir Einar. Fækka ferðum vestur um haf Play tapaði rúmum milljarði króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs en Einar Örn segir stöðu flugfélagsins engu að síður trausta. Þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða með það fyrir augum að draga úr rekstrarkostnaði. Meðal annars eru breytingar á leiðakerfi fyrirhugaðar í haust. „Félagið hefur auðvitað verið í vaxtarfasa síðustu árin og nú er komið að aðeins meiri stöðugleika hjá okkur og við erum alltaf að skoða hvaða leiðir ganga best og hvaða leiðir ganga verr hjá okkur. Núna undanfarið höfum við séð töluvert mikið framboð á Atlantshafinu þannig að það sem við höfum ákveðið að gera frá og með haustinu er að draga aðeins úr umsvifum okkar á Atlantshafinu en auka þá frekar umsvifin til sólarlanda eða í áttina að Miðjarðarhafinu. Það er áhersla sem við erum aðeins að breyta,“ segir Einar. „Svo erum við auðvitað alltaf að leita leiða til að draga úr kostnaði við rekstur félagsins og núna þegar hinn öri vöxtur er að nokkru leyti að baki þá hefur gefist talsvert ráðrúm til þess að rýna betur í reksturinn og við erum að ná alls konar kostnaðarliðum niður, færa þá til betri vegar,“ segir Einar.
Play Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira