„Sorglegt og alvarlegt“ hvernig málum er komið í grunnskólum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 11:35 Björn segir óvissu ríkja í málaflokki grunnskólanna undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar. Vísir/Vilhelm Björn Bjarnason segir óvissu ríkja í málaflokki grunnskólanna undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar. Á einföldu máli megi segja að hann sé að „redda grunnskólastarfi fyrir horn.“ Það sé sorglegt og alvarlegt að málum sé þannig komið í málaflokknum. Þetta segir Björn í grein sem hann birti á heimasíðu sinni í gær. Björn var sjálfur menntamálaráðherra á árunum 1995 til 2002. „Nú er lokið umsagnarferli um áform mennta- og barnamálaráðherra um frumvarp til breytinga á grunnskólalögum sem festir í sessi hugmyndir um að svonefndur matsferill komi í stað samræmdra prófa. Smíði þessa verkfæris til að mæla árangur grunnskólanema hefur staðið síðan 2020 og enn veit enginn hvenær það sér dagsins ljós,“ skrifar Björn. Frá árinu 2021 hafi ekkert samræmt mat á námsstöðu eða námsárangri verið í boði á grunnskólastigi, og ekki horfi á að það breytist á næstunni. Þyrftu að breyta grunnskólalögum á næsta þingi „Sagt var að tæknilegar ástæður gerðu ókleift að framkvæma samræmt mat. Þá var lögfest að frestað yrði út árið 2024 að leggja fyrir samræmd könnunarpróf,“ segir Björn. Verði lögum ekki breytt í haust verði skylt að taka upp slík próf að nýju frá og með 1. janúar 2025, en til að losna undan þeirri skyldu þurfi að breyta grunnskólalögum á þingi haustið 2024. „Á einföldu máli má segja að ráðherra málaflokksins sé nú að „redda grunnskólastarfi fyrir horn“. Að málum sé þannig komið í þessum mikilvæga málaflokki er í senn sorglegt og alvarlegt,“ segir Björn. Óvissan mikil Björn segir að ráðist hafi verið í ýmsar skipulagsbreytingar í menntamálaráðuneytinu við stjórnarmyndun 2021. Menntamálastofnun hafi verið lögð niður, og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu komið á laggirnar. Þetta hafi allt dregið dilk á eftir sér, en sé „engin afsökun fyrir að láta grunnskólastarf gjalda þess á þann hátt sem við blasir.“ Þá segir hann að óvissan sé svo mikil að umboðsmaður barna hafi séð ástæðu til að senda Ásmundi bréf, og óska eftir upplýsingum um það hvort til staðar sé skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati. „Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gefur mennta- og barnamálaráðherra frest til 19. ágúst til að svara bréfi sínu. Í svarinu gefst yfirvöldum menntamála færi á að gera hreint fyrir sínum dyrum og eyða óvissu sem snertir tugi þúsunda barna og fjölskyldur þeirra,“ segir Björn Bjarnason. Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Hefur áhyggjur af viðhorfi Viðskiptaráðs Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir neyðarástand ríkja í grunnskólakerfinu enda hafi námsárangur barna hrunið hér á landi. Leynd um námsárangur í grunnskólum gangi ekki. Formaður skólastjórnarfélags Íslands segir málflutning ráðsins ekki á rökum reistan. 28. júlí 2024 14:59 Segir Menntamálastofnun ekki hafa ráðið við stafræn samræmd próf „Menntamálastofnun réð ekki við framkvæmdina þrátt fyrir að við værum búin að aðstoða þá, koma með leiðbeiningar og tillögur að framkvæmd um hvernig væri hægt að gera þetta – þær bara gengu ekki upp.“ 25. júlí 2024 06:41 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Þetta segir Björn í grein sem hann birti á heimasíðu sinni í gær. Björn var sjálfur menntamálaráðherra á árunum 1995 til 2002. „Nú er lokið umsagnarferli um áform mennta- og barnamálaráðherra um frumvarp til breytinga á grunnskólalögum sem festir í sessi hugmyndir um að svonefndur matsferill komi í stað samræmdra prófa. Smíði þessa verkfæris til að mæla árangur grunnskólanema hefur staðið síðan 2020 og enn veit enginn hvenær það sér dagsins ljós,“ skrifar Björn. Frá árinu 2021 hafi ekkert samræmt mat á námsstöðu eða námsárangri verið í boði á grunnskólastigi, og ekki horfi á að það breytist á næstunni. Þyrftu að breyta grunnskólalögum á næsta þingi „Sagt var að tæknilegar ástæður gerðu ókleift að framkvæma samræmt mat. Þá var lögfest að frestað yrði út árið 2024 að leggja fyrir samræmd könnunarpróf,“ segir Björn. Verði lögum ekki breytt í haust verði skylt að taka upp slík próf að nýju frá og með 1. janúar 2025, en til að losna undan þeirri skyldu þurfi að breyta grunnskólalögum á þingi haustið 2024. „Á einföldu máli má segja að ráðherra málaflokksins sé nú að „redda grunnskólastarfi fyrir horn“. Að málum sé þannig komið í þessum mikilvæga málaflokki er í senn sorglegt og alvarlegt,“ segir Björn. Óvissan mikil Björn segir að ráðist hafi verið í ýmsar skipulagsbreytingar í menntamálaráðuneytinu við stjórnarmyndun 2021. Menntamálastofnun hafi verið lögð niður, og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu komið á laggirnar. Þetta hafi allt dregið dilk á eftir sér, en sé „engin afsökun fyrir að láta grunnskólastarf gjalda þess á þann hátt sem við blasir.“ Þá segir hann að óvissan sé svo mikil að umboðsmaður barna hafi séð ástæðu til að senda Ásmundi bréf, og óska eftir upplýsingum um það hvort til staðar sé skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati. „Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gefur mennta- og barnamálaráðherra frest til 19. ágúst til að svara bréfi sínu. Í svarinu gefst yfirvöldum menntamála færi á að gera hreint fyrir sínum dyrum og eyða óvissu sem snertir tugi þúsunda barna og fjölskyldur þeirra,“ segir Björn Bjarnason.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Hefur áhyggjur af viðhorfi Viðskiptaráðs Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir neyðarástand ríkja í grunnskólakerfinu enda hafi námsárangur barna hrunið hér á landi. Leynd um námsárangur í grunnskólum gangi ekki. Formaður skólastjórnarfélags Íslands segir málflutning ráðsins ekki á rökum reistan. 28. júlí 2024 14:59 Segir Menntamálastofnun ekki hafa ráðið við stafræn samræmd próf „Menntamálastofnun réð ekki við framkvæmdina þrátt fyrir að við værum búin að aðstoða þá, koma með leiðbeiningar og tillögur að framkvæmd um hvernig væri hægt að gera þetta – þær bara gengu ekki upp.“ 25. júlí 2024 06:41 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44
Hefur áhyggjur af viðhorfi Viðskiptaráðs Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir neyðarástand ríkja í grunnskólakerfinu enda hafi námsárangur barna hrunið hér á landi. Leynd um námsárangur í grunnskólum gangi ekki. Formaður skólastjórnarfélags Íslands segir málflutning ráðsins ekki á rökum reistan. 28. júlí 2024 14:59
Segir Menntamálastofnun ekki hafa ráðið við stafræn samræmd próf „Menntamálastofnun réð ekki við framkvæmdina þrátt fyrir að við værum búin að aðstoða þá, koma með leiðbeiningar og tillögur að framkvæmd um hvernig væri hægt að gera þetta – þær bara gengu ekki upp.“ 25. júlí 2024 06:41