Eftir jafnar upphafsmínútur áttu Slóvenar góðan kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og létu forystuna aldrei af hendi eftir það.
Slóvenra búa yfir gríðarsterkri vörn sem Norðmönnum reyndist erfitt að brjóta á bak aftur þrátt fyrir að hafa ógnarsterka sóknarmenn innanborðs.
Norðmenn minnkuðu muninn mest niður í tvö mörk en sigurinn var í raun aldrei innan seilingar.
Miðjumaðurinn Aleks Vlah sem leikur með Aalborg og hægri skyttan Blaz Janc sem spilar með Barcelona voru allt í öllu hjá Slóvenum. Aleks með 11 mörk og Blaz með 9 mörk.
Slóvenar halda áfram í undanúrslit og mæta þar Danmörku, sem sigraði Svíþjóð fyrr í dag.
Hinum megin mætast Spánn og Þýskaland. Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir næsta föstudag.