Ein og hálf milljón í sekt vegna leyfislausrar Airbnb útleigu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 16:13 Nokkrar íbúðir voru leigðar út í gegnum Airbnb árin 2019 til 2021 án tilskilinna leyfa. Getty Maður þarf að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 1.471.500 króna, eftir að hafa leigt út fjórar íbúðir í gegnum Airbnb án tilskilins rekstrarleyfis á árunum 2019-2021. Við ákvörðun sektar var tillit tekið til þess að hann hefði ekki gerst brotlegur gegn reglunum áður, og hefði endurnýjað leyfið eftir ábendingar sýslumanns. Sektin var lækkuð í málsmeðferð ráðuneytisins, en hún var upphaflega 4.960.000 krónur. Úrskurðurinn var kveðinn upp í menningar- og viðskiptaráðuneytinu 31. júlí. Ráðuneytið tók til meðferðar kæru mannsins sem sektin var lögð á. Maðurinn krafðist þess að ákvörðun sýslumannsins, sem kvað á um sekt að fjárhæð 4.960.000 króna, yrði felld úr gildi. Rekstrarleyfið útrunnið Upphaf málsins má rekja til þess að í eftirliti sýslumanns komu fram vísbendingar um að starfrækt væri óskráð heimagisting eða rekstrarleyfisskyld gististarfsemi án tilskilins leyfis að fjórum stöðum í Reykjavík. Sumarið 2015 gaf sýslumaður út rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II í einu húsnæðinu. Leyfið rann út fjórum árum síðar sumarið 2019, og var ekki endurnýjað fyrr en vorið 2021. Eignin var svo áfram skráð á síðu Airbnb. Eftir rannsókn sýslumanns var það mat hans að eignin hefði verið leigð út í að minnsta kosti 74 gistinætur án tilskilins rekstrarleyfis, og var það miðað m.a. út frá umsögnum á síðunni frá þeim sem höfðu bókað eignina. Báru fyrir sig leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu Þá var jafnframt hægt að sjá að húsnæðið hefði verið skráð sem gististaður sem gæti tekið á móti gestum sem þyrftu að fara í sóttkví, þrátt fyrir að rekstrarleyfið lægi ekki fyrir. Sýslumaður sendi erindi til eigenda hússins þann 11. september þar sem athygli var vakin á því að áðurnefnt rekstrarleyfi væri útrunnið. Athygli var vakin á því að embættið gæti lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem rekur leyfisskylda gististarfsemi án rekstrarleyfis. Íbúðirnar voru allar í Reykjavík.Vísir/Arnar Þann sama dag barst sýslumanni svar, þar sem sjá mátti starfsleyfi heilbrigðiseftirlits vegna gististaðar í húsnæðinu. Sýslumaður benti á að umrætt leyfi væri frá heilbrigðiseftirliti og áréttaði að rekstrarleyfið sjálft væri útrunnið. Þá var sótt um endurnýjun rekstrarleyfis 25. nóvember 2020, og var umrætt leyfi gefið út þann 25. mars 2021. Höfðu aldrei leyfi á hinum stöðunum Í erindi frá þeim sem leigðu fasteignirnar út þann 7. desember 2020, sögðu þau að allar eignir félaganna hefðu verið skráðar á bókunarsíðum til 31 dags í einu eða lengur, að undanskildu einu húsnæðinu, sem hefði haft rekstrarleyfi. Eignirnar væru því í langtímaleigu og yrðu það til framtíðar. Vettvangsrannsóknir sýslumanns sýndu fram á annað. Þann 15. febrúar 2019 fóru starfsmenn sýslumanns í vettvangseftirlit að einni fasteigninni og knúðu dyra. Þar hittu þeir ferðamann sem kvaðst hafa leigt rými í fasteigninni í 2-3 nætur í gegnum bókunarvefinn Airbnb. Ferðamaðurinn undirritaði upplýsingaskýrslu þessum upplýsingum til staðfestu. Sektin lækkuð Í niðurstöðu ráðuneytisins var það metið kæranda til málsbóta að hafa ekki áður gerst brotlegur gegn umræddum ákvæðum laga, og því hafi ekki verið um ítrekunaráhrif að ræða. Auk þess var það metið honum til málsbóta að hafa endurnýjað rekstrarleyfið fyrir eitt húsnæðið, sem og að hafa hætt skammtímaleigu að hinum þremur fasteignunum. Þá var það einnig talið sannað að kærandi hafi greitt 11 prósenta virðisaukaskatt af leyfislausu starfseminni, og tók sektarfjárhæðin mið af því. Stjórnvaldssekt var hæfilega ákvörðuð 1.471.500 krónur. Úrskurðinn má finna hér. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Úrskurðurinn var kveðinn upp í menningar- og viðskiptaráðuneytinu 31. júlí. Ráðuneytið tók til meðferðar kæru mannsins sem sektin var lögð á. Maðurinn krafðist þess að ákvörðun sýslumannsins, sem kvað á um sekt að fjárhæð 4.960.000 króna, yrði felld úr gildi. Rekstrarleyfið útrunnið Upphaf málsins má rekja til þess að í eftirliti sýslumanns komu fram vísbendingar um að starfrækt væri óskráð heimagisting eða rekstrarleyfisskyld gististarfsemi án tilskilins leyfis að fjórum stöðum í Reykjavík. Sumarið 2015 gaf sýslumaður út rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II í einu húsnæðinu. Leyfið rann út fjórum árum síðar sumarið 2019, og var ekki endurnýjað fyrr en vorið 2021. Eignin var svo áfram skráð á síðu Airbnb. Eftir rannsókn sýslumanns var það mat hans að eignin hefði verið leigð út í að minnsta kosti 74 gistinætur án tilskilins rekstrarleyfis, og var það miðað m.a. út frá umsögnum á síðunni frá þeim sem höfðu bókað eignina. Báru fyrir sig leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu Þá var jafnframt hægt að sjá að húsnæðið hefði verið skráð sem gististaður sem gæti tekið á móti gestum sem þyrftu að fara í sóttkví, þrátt fyrir að rekstrarleyfið lægi ekki fyrir. Sýslumaður sendi erindi til eigenda hússins þann 11. september þar sem athygli var vakin á því að áðurnefnt rekstrarleyfi væri útrunnið. Athygli var vakin á því að embættið gæti lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem rekur leyfisskylda gististarfsemi án rekstrarleyfis. Íbúðirnar voru allar í Reykjavík.Vísir/Arnar Þann sama dag barst sýslumanni svar, þar sem sjá mátti starfsleyfi heilbrigðiseftirlits vegna gististaðar í húsnæðinu. Sýslumaður benti á að umrætt leyfi væri frá heilbrigðiseftirliti og áréttaði að rekstrarleyfið sjálft væri útrunnið. Þá var sótt um endurnýjun rekstrarleyfis 25. nóvember 2020, og var umrætt leyfi gefið út þann 25. mars 2021. Höfðu aldrei leyfi á hinum stöðunum Í erindi frá þeim sem leigðu fasteignirnar út þann 7. desember 2020, sögðu þau að allar eignir félaganna hefðu verið skráðar á bókunarsíðum til 31 dags í einu eða lengur, að undanskildu einu húsnæðinu, sem hefði haft rekstrarleyfi. Eignirnar væru því í langtímaleigu og yrðu það til framtíðar. Vettvangsrannsóknir sýslumanns sýndu fram á annað. Þann 15. febrúar 2019 fóru starfsmenn sýslumanns í vettvangseftirlit að einni fasteigninni og knúðu dyra. Þar hittu þeir ferðamann sem kvaðst hafa leigt rými í fasteigninni í 2-3 nætur í gegnum bókunarvefinn Airbnb. Ferðamaðurinn undirritaði upplýsingaskýrslu þessum upplýsingum til staðfestu. Sektin lækkuð Í niðurstöðu ráðuneytisins var það metið kæranda til málsbóta að hafa ekki áður gerst brotlegur gegn umræddum ákvæðum laga, og því hafi ekki verið um ítrekunaráhrif að ræða. Auk þess var það metið honum til málsbóta að hafa endurnýjað rekstrarleyfið fyrir eitt húsnæðið, sem og að hafa hætt skammtímaleigu að hinum þremur fasteignunum. Þá var það einnig talið sannað að kærandi hafi greitt 11 prósenta virðisaukaskatt af leyfislausu starfseminni, og tók sektarfjárhæðin mið af því. Stjórnvaldssekt var hæfilega ákvörðuð 1.471.500 krónur. Úrskurðinn má finna hér.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira