Hægt að koma í veg fyrir næstum helming tilfella heilabilunar Guðlaugur Eyjólfsson skrifar 7. ágúst 2024 14:00 Á dögunum birti Lancet sem er eitt elsta og virtasta læknatímarit í heimi skýrslu nefndar sem fjallar um heilabilun. Frá stofnun nefndarinnar árið 2017 hefur nefndin metið vísbendingar um mögulega áhættuþætti heilabilunar. Skýrslan í ár staðfestir að mögulega er hægt að draga úr áhættu á heilabilun með því að koma í veg fyrir 12 áhættuþætti yfir lífsleiðina: lágt menntunarstig, heyrnartap, háþrýstingur, reykingar, offita, þunglyndi, hreyfingarleysi, sykursýki, óhófleg áfengisneysla, höfuðáverkar, loftmengun og félagsleg einangrun. Byggt á nýjum niðurstöðum rannsókna bætir nefndin nú tveimur áhættuþáttum við, annars vegar háu LDL kólesteróli og hins vegar ómeðhöndlaðri sjónskerðingu. Hlutfallsleg áhrif áhættuþáttanna hafa verið reiknuð og er mögulega hægt að fækka framtíðartilfellum heilabilunar um 45% ef komið er í veg fyrir alla þessa 14 áhættuþætti. Alzheimersamtökin á Íslandi fagna þessari uppfærðu skýrslu og hvetja alla þá aðila sem koma að stefnumótandi ákvörðunum er varða þessa áhættuþætti til þess að nýta þessar niðurstöður og bregðast við þeim, því tækifærin eru gríðarleg! Hvernig höfum við áhrif á þessa fjórtán áhættuþætti? 1. Tryggja jafnan aðgang að góðri menntun og stuðla að vitrænni virkni á fullorðinsárum. 2. Tryggja aðgang að hjálpartækjum vegna heyrnarskerðingar og draga úr hávaðamengun. 3. Tryggja aðstoð og meðhöndlun vegna þunglyndis. 4. Hvetja til notkunar hjálma og annars búnaðar sem minnka líkur á höfuðáverkum í íþróttum og daglegu lífi. 5. Hvetja til líkamlegrar hreyfingar og skipuleggja umhverfið á þann hátt að það hvetji til hreyfingar í daglegu lífi. 6. Stunda öflugt forvarnarstarf, minnka aðgengi og fækka stöðum sem leyfa reykingar. 7. Stunda reglulegt eftirlit á blóðþrýstingi. 8. Greina og meðhöndla hátt LDL-kólesteról frá miðjum aldri. 9. Viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd og meðhöndla offitu eins snemma og mögulegt er. 10. Minnkar líkur á áunninni sykursýki með því að huga að mataræði og hreyfingu. 11. Draga úr mikilli áfengisneyslu með verð- og aðgangsstýringu og aukinni vitund um áhættu ofneyslu. 12. Draga úr félagslegri einangrun á eldri árum með því að búa með öðrum og auðvelda þátttöku í félagsstarfi. 13. Skima fyrir og meðhöndla sjónskerðingu. 14. Draga úr loftmengun. Hér má sjá niðurstöður skýrslunnar myndrænt. Höfundur er framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Á dögunum birti Lancet sem er eitt elsta og virtasta læknatímarit í heimi skýrslu nefndar sem fjallar um heilabilun. Frá stofnun nefndarinnar árið 2017 hefur nefndin metið vísbendingar um mögulega áhættuþætti heilabilunar. Skýrslan í ár staðfestir að mögulega er hægt að draga úr áhættu á heilabilun með því að koma í veg fyrir 12 áhættuþætti yfir lífsleiðina: lágt menntunarstig, heyrnartap, háþrýstingur, reykingar, offita, þunglyndi, hreyfingarleysi, sykursýki, óhófleg áfengisneysla, höfuðáverkar, loftmengun og félagsleg einangrun. Byggt á nýjum niðurstöðum rannsókna bætir nefndin nú tveimur áhættuþáttum við, annars vegar háu LDL kólesteróli og hins vegar ómeðhöndlaðri sjónskerðingu. Hlutfallsleg áhrif áhættuþáttanna hafa verið reiknuð og er mögulega hægt að fækka framtíðartilfellum heilabilunar um 45% ef komið er í veg fyrir alla þessa 14 áhættuþætti. Alzheimersamtökin á Íslandi fagna þessari uppfærðu skýrslu og hvetja alla þá aðila sem koma að stefnumótandi ákvörðunum er varða þessa áhættuþætti til þess að nýta þessar niðurstöður og bregðast við þeim, því tækifærin eru gríðarleg! Hvernig höfum við áhrif á þessa fjórtán áhættuþætti? 1. Tryggja jafnan aðgang að góðri menntun og stuðla að vitrænni virkni á fullorðinsárum. 2. Tryggja aðgang að hjálpartækjum vegna heyrnarskerðingar og draga úr hávaðamengun. 3. Tryggja aðstoð og meðhöndlun vegna þunglyndis. 4. Hvetja til notkunar hjálma og annars búnaðar sem minnka líkur á höfuðáverkum í íþróttum og daglegu lífi. 5. Hvetja til líkamlegrar hreyfingar og skipuleggja umhverfið á þann hátt að það hvetji til hreyfingar í daglegu lífi. 6. Stunda öflugt forvarnarstarf, minnka aðgengi og fækka stöðum sem leyfa reykingar. 7. Stunda reglulegt eftirlit á blóðþrýstingi. 8. Greina og meðhöndla hátt LDL-kólesteról frá miðjum aldri. 9. Viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd og meðhöndla offitu eins snemma og mögulegt er. 10. Minnkar líkur á áunninni sykursýki með því að huga að mataræði og hreyfingu. 11. Draga úr mikilli áfengisneyslu með verð- og aðgangsstýringu og aukinni vitund um áhættu ofneyslu. 12. Draga úr félagslegri einangrun á eldri árum með því að búa með öðrum og auðvelda þátttöku í félagsstarfi. 13. Skima fyrir og meðhöndla sjónskerðingu. 14. Draga úr loftmengun. Hér má sjá niðurstöður skýrslunnar myndrænt. Höfundur er framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar