Lokað vegna linnulausrar rigningar Eiður Þór Árnason skrifar 7. ágúst 2024 12:47 Tjaldsvæðið á góðum degi í fyrra. Nú eru um þrjú hjólhýsi á svæðinu. Reykholt Campsite Tjaldsvæðinu í Reykholti hefur verið lokað vegna mikilla rigninga. Framkvæmdastjóri segir þetta gert til að verja grasið og jarðveginn en nær linnulaus væta hefur verið þar að undanförnu. Tjaldsvæðinu var lokað í gær en búið var að girða af hluta svæðisins í síðustu viku og var um helmingur þess lokaður um verslunarmannahelgina til þess að takmarka fjölda gesta. „Það hefur verið að rigna á hverjum degi og jarðvegurinn hefur ekki tíma til að þorna upp. Þetta er erfitt landslag með leir sem heldur vatninu á yfirborðinu,“ segir Iulian Tabara sem rekur tjaldsvæðið. Ekki fengið tvo góða daga í langan tíma Óvenju mikil úrkoma mældist á landinu í júlí og voru slegin met á vestanverðu landinu. Iulian bendir á að hjól- og fellihýsi séu þung og sömuleiðis bílarnir sem þeim fylgi. Síðast rigndi á tjaldsvæðinu í nótt en nokkrir gestir sem voru á svæðinu fá að vera þar áfram, einkum þeir sem eru með langtímasamning. „Við viljum lágmarka skemmdirnar á grasinu og það tekur tíma að jafna sig.“ Yfirleitt þurfi svæðið tvo til þrjá þurra og sólríka daga eftir að það hefur rignt en tjaldsvæðið hafi ekki fengið það andrými í nokkurn tíma. Vinna að lagfæringum Þetta er annað sumarið sem Iulian rekur tjaldsvæðið og hann segir þetta mikil viðbrigði. „Þetta hefur ekki verið gott sumar.“ Til samanburðar hafi júlí á síðasta ári verið mjög hlýr og sumarið heilt yfir mjög gott. „Við bjuggumst ekki við því að það myndi rigna svona mikið og að við myndum sjá svona miklar skemmdir. En við erum að vinna að því að lagfæra vegi og annað svo þeir þoli meiri þyngd.“ Opna mögulega ekki aftur í sumar „Við ákváðum að loka í nokkra daga til að sjá hvort veðrið skáni og ef jarðvegurinn lítur vel út munum við opna eftir nokkra daga,“ segir Iulian. Ef það gerist ekki muni tjaldsvæðið líklega ekki verða opnað aftur í sumar. Síðustu ár hafi verið hægt að leggja hjól- og fellihýsum þar fram í lok september. „Það hafa líka verið að koma mikið af útlendingum og við buðum þeim að vera á bílastæðinu ef þeir þurfa að nota eldhús og klósettaðstöðuna hjá okkur,“ segir Iulian. Ekki allir ferðamenn hafi þegið þann valkost. Veðurfarið í sumar hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstur tjaldsvæðisins í Reykholti. „Ef veðrið er gott þá koma Íslendingarnir og þeir höfðu ekki tækifæri til þess í júlí vegna veðurs. Þetta er að sjálfsögðu fjárhagslegt tap en hvað getum við gert? Við getum ekki stjórnað veðrinu,“ segir Iulian Tabara sem hefur lært það af eigin raun hversu áhættusamt það er að stóla á íslenska veðrið. Veður Bláskógabyggð Tjaldsvæði Tengdar fréttir Úrkoman í júlí sló met Óvenjublautt var á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum var úrkoman sú mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfarið í júlí. 2. ágúst 2024 09:55 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Tjaldsvæðinu var lokað í gær en búið var að girða af hluta svæðisins í síðustu viku og var um helmingur þess lokaður um verslunarmannahelgina til þess að takmarka fjölda gesta. „Það hefur verið að rigna á hverjum degi og jarðvegurinn hefur ekki tíma til að þorna upp. Þetta er erfitt landslag með leir sem heldur vatninu á yfirborðinu,“ segir Iulian Tabara sem rekur tjaldsvæðið. Ekki fengið tvo góða daga í langan tíma Óvenju mikil úrkoma mældist á landinu í júlí og voru slegin met á vestanverðu landinu. Iulian bendir á að hjól- og fellihýsi séu þung og sömuleiðis bílarnir sem þeim fylgi. Síðast rigndi á tjaldsvæðinu í nótt en nokkrir gestir sem voru á svæðinu fá að vera þar áfram, einkum þeir sem eru með langtímasamning. „Við viljum lágmarka skemmdirnar á grasinu og það tekur tíma að jafna sig.“ Yfirleitt þurfi svæðið tvo til þrjá þurra og sólríka daga eftir að það hefur rignt en tjaldsvæðið hafi ekki fengið það andrými í nokkurn tíma. Vinna að lagfæringum Þetta er annað sumarið sem Iulian rekur tjaldsvæðið og hann segir þetta mikil viðbrigði. „Þetta hefur ekki verið gott sumar.“ Til samanburðar hafi júlí á síðasta ári verið mjög hlýr og sumarið heilt yfir mjög gott. „Við bjuggumst ekki við því að það myndi rigna svona mikið og að við myndum sjá svona miklar skemmdir. En við erum að vinna að því að lagfæra vegi og annað svo þeir þoli meiri þyngd.“ Opna mögulega ekki aftur í sumar „Við ákváðum að loka í nokkra daga til að sjá hvort veðrið skáni og ef jarðvegurinn lítur vel út munum við opna eftir nokkra daga,“ segir Iulian. Ef það gerist ekki muni tjaldsvæðið líklega ekki verða opnað aftur í sumar. Síðustu ár hafi verið hægt að leggja hjól- og fellihýsum þar fram í lok september. „Það hafa líka verið að koma mikið af útlendingum og við buðum þeim að vera á bílastæðinu ef þeir þurfa að nota eldhús og klósettaðstöðuna hjá okkur,“ segir Iulian. Ekki allir ferðamenn hafi þegið þann valkost. Veðurfarið í sumar hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstur tjaldsvæðisins í Reykholti. „Ef veðrið er gott þá koma Íslendingarnir og þeir höfðu ekki tækifæri til þess í júlí vegna veðurs. Þetta er að sjálfsögðu fjárhagslegt tap en hvað getum við gert? Við getum ekki stjórnað veðrinu,“ segir Iulian Tabara sem hefur lært það af eigin raun hversu áhættusamt það er að stóla á íslenska veðrið.
Veður Bláskógabyggð Tjaldsvæði Tengdar fréttir Úrkoman í júlí sló met Óvenjublautt var á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum var úrkoman sú mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfarið í júlí. 2. ágúst 2024 09:55 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Úrkoman í júlí sló met Óvenjublautt var á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum var úrkoman sú mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfarið í júlí. 2. ágúst 2024 09:55