Eins og fram hefur komið tryggði BFI sér nýverið rekstrarrétt Starbucks-kaffihúsa á Íslandi, Danmörku og Finnlandi. Fyrirtækið segist ætla sér stóra hluti.
Alia Emira Binti Ismail, upplýsingafulltrúi Berjaya Food International, staðfestir í samtali við fréttastofu að verið sé að leggja lokahönd á skipulagninguna og að stefnt sé á að opna kaffihús í miðbæ Reykjavíkur.
Fram kom um helgina að fyrirtækið malasíska hefði keypt réttinn á rekstri Starbucks-kaffihúsa en það er stærsta keðja kaffihúsa í heimi og lesendum flestum eflaust kunnug.