Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson í samtali við fréttastofu.
Að hans sögn óskaði lögreglan á Vesturlandi eftir aðstoðar þyrlu. Ferðamaður hafi slasast í fjallshlíðinni, sennilega beinbrot, segir Jón Þór.
„Fyrstu sveitir eru að mæta á svæðið í þessum töluðu orðum,“ bætir hann við.
Björgunarsveitir hafa haft í nægu að snúast í kvöld. Um hálf ellefu voru allar sveitir vestan Þjórsár kallaðar út vegna ferðamanna sem höfðu lokast inni í helli í Kerlingafjöllum: