Füllkrug skrifaði undir fjögurra ára samning við West Ham. Talið er að félagið hafi greitt um 27,5 milljónir punda fyrir framherjann marksækna.
East London’s newest forward, Niclas Füllkrug ⚒️ pic.twitter.com/QyGGR4WZfR
— West Ham United (@WestHam) August 5, 2024
West Ham reyndi að kaupa Füllkrug í fyrra en hann fór þess í stað til Dortmund. Hann skoraði fimmtán mörk fyrir liðið í öllum keppnum og átti stóran þátt í að það komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Füllkrug, sem er 31 árs, skoraði tvö mörk fyrir Þýskaland á EM í sumar. Hann hefur alls gert þrettán mörk í 21 landsleik.
Füllkrug er fimmti leikmaðurinn sem West Ham kaupir í sumar. Áður voru Max Kilman, Luis Guilherme, Wes Foderingham og Crysencio Summerville komnir til félagsins.