Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að þrjú umferðaróhöpp hafi orðið síðastliðinn sólarhring. Ekið var á búfé á Þingvallavegi og ökumaður missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann hafnaði ofan í læk. Ökumaður slapp þó ómeiddur.
Þá fauk húsbíll einnig á hliðina með ökumanni og fjórum farþegum innanborðs en lögregla segir að betur hafi farið en á horfðist.