Innlent

Ekið á bú­fé og keyrt ofan í læk

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Mikil umferð er á vegum landsins vegna landsmanna á leið sinni heim eftir ferðalög um verslunarmannahelgina.
Mikil umferð er á vegum landsins vegna landsmanna á leið sinni heim eftir ferðalög um verslunarmannahelgina. Vísir/Viktor Freyr

Frá hádegi í gær til hádegis í dag hafa sex ökumenn verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og níu fyrir ölvun við akstur á Suðurlandi en mikil umferð er á vegum þar vegna ferðalanga á leið sinni heim í bæinn eftir verslunarmannahelgina.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að þrjú umferðaróhöpp hafi orðið síðastliðinn sólarhring. Ekið var á búfé á Þingvallavegi og ökumaður missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann hafnaði ofan í læk. Ökumaður slapp þó ómeiddur.

Þá fauk húsbíll einnig á hliðina með ökumanni og fjórum farþegum innanborðs en lögregla segir að betur hafi farið en á horfðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×