Starbucks kemur til Íslands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 11:54 Starbucks er stærsta kaffihúsakeðja heims. Getty Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt. Í morgun sendi íslenskur listamaður að nafni Oddur Eysteinn Friðriksson frá sér frétt um að Starbucks-kaffihús myndi innan tíðar opna á Íslandi væri hluti af gjörningi á hans vegum en það reyndist ekki vera rétt. Samskiptafulltrúi hjá Berjaya Food Berhad staðfestir í samtali við mbl.is að tilkynningin hafi verið send frá félaginu. Í tilkynningunni segist fyrirtækið ætla sér stóra hluti á Norðurlöndunum, en það tryggði sér einnig réttinn á að starfrækja Starbucks í Danmörku og Finnlandi. „Það gleður okkur að auka umsvif okkar á norrænum mörkuðum samhliða trausta viðskiptafélaga okkar til langs tíma, Berjaya Food Berhad, og að stuðla að öflugu kaffisamfélagi í heimshlutanum,“ er haft eftir Duncan Moir, forstjóra Starbucks í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, í tilkynningunni. Áður hrekkt fjölmiðla Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Oddur Eysteinn tekur upp á slíku. Árið 2010 kærði forstjóri Sláturfélags Suðurlands, Steinþór Skúlason, hann fyrir að halda úti vefsíðu í nafni SS þar sem ærumeiðandi fullyrðingum um forstjórann var haldið fram. Árið 2020 stofnaði hann vefsíðuna MOM Air sem gerði sig út fyrir að vera nýtt íslenskt flugfélag. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar bárust honum þúsundir bókana og á einum tímapunkti barst honum tilboð um kaup á flugvélaflota. Oddur vakti einnig mikla athygli á síðasta ári þegar hann birti skálda afsökunarbeiðni í nafni Samherja sem útskriftarverkefni við Listaháskóla Íslands. Samherji höfðaði mál á hendur honum í kjölfarið. Matur Veitingastaðir Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Í morgun sendi íslenskur listamaður að nafni Oddur Eysteinn Friðriksson frá sér frétt um að Starbucks-kaffihús myndi innan tíðar opna á Íslandi væri hluti af gjörningi á hans vegum en það reyndist ekki vera rétt. Samskiptafulltrúi hjá Berjaya Food Berhad staðfestir í samtali við mbl.is að tilkynningin hafi verið send frá félaginu. Í tilkynningunni segist fyrirtækið ætla sér stóra hluti á Norðurlöndunum, en það tryggði sér einnig réttinn á að starfrækja Starbucks í Danmörku og Finnlandi. „Það gleður okkur að auka umsvif okkar á norrænum mörkuðum samhliða trausta viðskiptafélaga okkar til langs tíma, Berjaya Food Berhad, og að stuðla að öflugu kaffisamfélagi í heimshlutanum,“ er haft eftir Duncan Moir, forstjóra Starbucks í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, í tilkynningunni. Áður hrekkt fjölmiðla Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Oddur Eysteinn tekur upp á slíku. Árið 2010 kærði forstjóri Sláturfélags Suðurlands, Steinþór Skúlason, hann fyrir að halda úti vefsíðu í nafni SS þar sem ærumeiðandi fullyrðingum um forstjórann var haldið fram. Árið 2020 stofnaði hann vefsíðuna MOM Air sem gerði sig út fyrir að vera nýtt íslenskt flugfélag. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar bárust honum þúsundir bókana og á einum tímapunkti barst honum tilboð um kaup á flugvélaflota. Oddur vakti einnig mikla athygli á síðasta ári þegar hann birti skálda afsökunarbeiðni í nafni Samherja sem útskriftarverkefni við Listaháskóla Íslands. Samherji höfðaði mál á hendur honum í kjölfarið.
Matur Veitingastaðir Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira