Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, talar um erindi kirkjunnar í nútímanum, pólitíkina, hneykslunargirni sanntrúaðra og margt fleira. Meðal annars segist hún ekki hafa með neinum hætti hafa tekið nærri sér atriði á opnunarhátíð Ólympíuleikanna sem mjög hefur verið til umræðu, segir kirkjuna eiga að taka sér pólitíska stöðu með þeim sem minnst mega sín í lífinu.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ræðir loftslagsmálin og svarar meðal annars gagnrýni frá eigin flokksmönnum um að ríkisstjórnin sé að sólunda fé í verkefni á þessu sviði sem engin ástæða sé til að vinna á meðan aðrar þjóðir halda áfram að auka sína losun. Hann ræðir einnig stuðning sinn við Running Tide fyrirtækið og stöðu ríkisstjórnar og Sjálfstæðisflokksins í dag.