Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. ágúst 2024 23:15 Trump fór mikinn á samfélagsmiðli sínum Truth Social í dag. Hann ætlar ekki að mæta í kappræður sem hann hafði áður samþykkt. getty Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. Það kveður við nýjan tón í baráttunni um Hvíta húsið, eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti dró framboð sitt til baka og Kamala Harris varaforseti kom í hans stað. Auknum áhuga hefur orðið vart á framboði Demókrata, eftir að Kamala bauð sig fram og niðurstöður skoðanakannana sýna vænlegri stöðu Demókrata. Þá hefur sjálfboðaliðum fjölgað ásamt áheitum. Á meðan Biden var enn í framboði hafði Trump samþykkt að mæta honum í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC þann 10. september. Trump virðist hins vegar hafa skipt um skoðun á þessum kappræðum og segir í tilkynningu á samfélagsmiðli sínum Truth Social að kappræðurnar skuli haldnar þann 4. september í barátturíkinu Pennsylvaníu að áhorfendum viðstöddum. Ástæðu þessarar kröfu segir Trump vera hagsmunaárekstur vegna meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað gegn sjónvarpsmanni ABC George Stephanopoulos, sem hélt því fram að Trump hefði verið fundinn sekur um nauðgun í máli E. Jean Carroll. Trump var gert að greiða Carroll 83 milljónir bandaríkjadala fyrr á þessu ári vegna meiðandi ummæla gegn henni. Það var eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn Carroll. Trump segir að í ljósi þess að Biden hafi dregið framboð sitt til baka falli kappræðurnar á ABC um sjálfar sig. Þá standi hann einnig í fyrrgreindum málaferlum sem skapi hagsmunaárekstur. Teymi Harris hefur látið það skýrt í ljós að hún sé ekki samþykk þessum breytingartillögum sem Trump leggur fram og vill halda sig við fyrra plan. „Trump er logandi hræddur og að reyna að bakka út úr kappræðunum sem hann hafði áður samþykkt að taka þátt í og hleypur beint til Fox news í von um að þau skeri hann úr snörunni,“ sagði Michael Tyler talsmaður framboðs Harris við fréttaveitu NBC. „Herra „hvenær sem er, hvar sem er“ ætti ekki að eiga í neinum vandræðum með að mæta til leiks, nema ef hann er of hræddur við að mæta þann tíunda.“ Harris sjálf tók í sama streng á X. „Það er áhugavert að sjá hvernig „hvenær sem er, hvar sem er“ verður að „tiltekinn tími, tiltekinn öruggur staður,“ skrifaði Harris. It’s interesting how “any time, any place” becomes “one specific time, one specific safe space.”I’ll be there on September 10th, like he agreed to. I hope to see him there. https://t.co/zqng89X8QD— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 3, 2024 Í dag skrifaði svaraði Trump á sínum miðli og sagði Harris sjálfa of hrædda fyrir „ALVÖRU kappræður“. „Ég mun mæta Harris 4. september, að öðrum kosti mun ég ekki mæta henni“. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Það kveður við nýjan tón í baráttunni um Hvíta húsið, eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti dró framboð sitt til baka og Kamala Harris varaforseti kom í hans stað. Auknum áhuga hefur orðið vart á framboði Demókrata, eftir að Kamala bauð sig fram og niðurstöður skoðanakannana sýna vænlegri stöðu Demókrata. Þá hefur sjálfboðaliðum fjölgað ásamt áheitum. Á meðan Biden var enn í framboði hafði Trump samþykkt að mæta honum í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC þann 10. september. Trump virðist hins vegar hafa skipt um skoðun á þessum kappræðum og segir í tilkynningu á samfélagsmiðli sínum Truth Social að kappræðurnar skuli haldnar þann 4. september í barátturíkinu Pennsylvaníu að áhorfendum viðstöddum. Ástæðu þessarar kröfu segir Trump vera hagsmunaárekstur vegna meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað gegn sjónvarpsmanni ABC George Stephanopoulos, sem hélt því fram að Trump hefði verið fundinn sekur um nauðgun í máli E. Jean Carroll. Trump var gert að greiða Carroll 83 milljónir bandaríkjadala fyrr á þessu ári vegna meiðandi ummæla gegn henni. Það var eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn Carroll. Trump segir að í ljósi þess að Biden hafi dregið framboð sitt til baka falli kappræðurnar á ABC um sjálfar sig. Þá standi hann einnig í fyrrgreindum málaferlum sem skapi hagsmunaárekstur. Teymi Harris hefur látið það skýrt í ljós að hún sé ekki samþykk þessum breytingartillögum sem Trump leggur fram og vill halda sig við fyrra plan. „Trump er logandi hræddur og að reyna að bakka út úr kappræðunum sem hann hafði áður samþykkt að taka þátt í og hleypur beint til Fox news í von um að þau skeri hann úr snörunni,“ sagði Michael Tyler talsmaður framboðs Harris við fréttaveitu NBC. „Herra „hvenær sem er, hvar sem er“ ætti ekki að eiga í neinum vandræðum með að mæta til leiks, nema ef hann er of hræddur við að mæta þann tíunda.“ Harris sjálf tók í sama streng á X. „Það er áhugavert að sjá hvernig „hvenær sem er, hvar sem er“ verður að „tiltekinn tími, tiltekinn öruggur staður,“ skrifaði Harris. It’s interesting how “any time, any place” becomes “one specific time, one specific safe space.”I’ll be there on September 10th, like he agreed to. I hope to see him there. https://t.co/zqng89X8QD— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 3, 2024 Í dag skrifaði svaraði Trump á sínum miðli og sagði Harris sjálfa of hrædda fyrir „ALVÖRU kappræður“. „Ég mun mæta Harris 4. september, að öðrum kosti mun ég ekki mæta henni“.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira