Kom úr sundi að brotnu tjaldinu Ólafur Björn Sverrisson og Bjarki Sigurðsson skrifa 3. ágúst 2024 19:35 Friðrik Dúi er brattur þrátt fyrir að þjóðhátíðin hafi ekki hafist á neinni óskabyrjun. vísir/bjarki „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. Þegar fréttamaður náði tali af honum var Friðrik búinn að koma sér fyrir í íþróttamiðstöðinni, sem gegnir nú hlutverki einskonar neyðarmiðstöðvar. Þangað getur fólk, sem hefur orðið illa úti í veðrinu, leitað og gist á meðan hátíðinni stendur. Ekkert lát virðist ætla að verða á leiðindaveðrinu. Önnur djúp lægð nálgast Suðurlandið og útlit fyrir að sunnudagurinn verði jafnvel verri en síðustu dagar. Veðurstofan varar við tjaldafoki, líkt og því sem sést á myndböndum úr Herjólfsdal: Friðrik gisti á tjaldsvæðinu fyrstu nóttina, án vandkvæða. Hann segir það svæði hægt og rólega að tæmast. „Fleiri þarna byrjuðu að pakka niður, ætluðu að reyna að bjarga tjöldunum en gáfust síðan bara upp á því.“ Hann fór ásamt félaga sínum í sund í dag og þegar þeir sneru aftur á tjaldsvæðið beið þeim ófögur sjón. „Stangirnar á tjaldinu höfðu bara brotnað og tjaldið lagst niður.“ Veðurbarðir gestir koma sér fyrir á gervigrasinu.vísir/bjarki Það sé því mikill léttir að vera mættur inn í íþróttahús. „Þetta er bara mjög kósý hér, bara þægilegt. Húsaskjólið fer allavega ekki héðan, eða hvað veit maður.“ Hvernig hefur veðrið verið í dag og í gær? „Drulluömurlegt.“ En þú ætlar ekkert heim? „Nei. Ég ætla að klára djammið. Tvö kvöld eftir maður klárar þetta. Nóttin er ung.“ Þjóðhátíð í Eyjum Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Önnur djúp lægð á leiðinni Önnur djúp lægð er á leiðinni til landsins á morgun með tilheyrandi leiðindaveðri um allt land, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. 3. ágúst 2024 18:04 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Þegar fréttamaður náði tali af honum var Friðrik búinn að koma sér fyrir í íþróttamiðstöðinni, sem gegnir nú hlutverki einskonar neyðarmiðstöðvar. Þangað getur fólk, sem hefur orðið illa úti í veðrinu, leitað og gist á meðan hátíðinni stendur. Ekkert lát virðist ætla að verða á leiðindaveðrinu. Önnur djúp lægð nálgast Suðurlandið og útlit fyrir að sunnudagurinn verði jafnvel verri en síðustu dagar. Veðurstofan varar við tjaldafoki, líkt og því sem sést á myndböndum úr Herjólfsdal: Friðrik gisti á tjaldsvæðinu fyrstu nóttina, án vandkvæða. Hann segir það svæði hægt og rólega að tæmast. „Fleiri þarna byrjuðu að pakka niður, ætluðu að reyna að bjarga tjöldunum en gáfust síðan bara upp á því.“ Hann fór ásamt félaga sínum í sund í dag og þegar þeir sneru aftur á tjaldsvæðið beið þeim ófögur sjón. „Stangirnar á tjaldinu höfðu bara brotnað og tjaldið lagst niður.“ Veðurbarðir gestir koma sér fyrir á gervigrasinu.vísir/bjarki Það sé því mikill léttir að vera mættur inn í íþróttahús. „Þetta er bara mjög kósý hér, bara þægilegt. Húsaskjólið fer allavega ekki héðan, eða hvað veit maður.“ Hvernig hefur veðrið verið í dag og í gær? „Drulluömurlegt.“ En þú ætlar ekkert heim? „Nei. Ég ætla að klára djammið. Tvö kvöld eftir maður klárar þetta. Nóttin er ung.“
Þjóðhátíð í Eyjum Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Önnur djúp lægð á leiðinni Önnur djúp lægð er á leiðinni til landsins á morgun með tilheyrandi leiðindaveðri um allt land, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. 3. ágúst 2024 18:04 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51
Önnur djúp lægð á leiðinni Önnur djúp lægð er á leiðinni til landsins á morgun með tilheyrandi leiðindaveðri um allt land, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. 3. ágúst 2024 18:04