Vara við væntanlegum fjölda netsvika um helgina Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. ágúst 2024 17:40 Lögreglan hvetur fólk til að hafa varann á gagnvart netsvikum um komandi helgi, en fjölmörg slík mál hafa komið á hennar borð undanfarið. vísir/Arnar Fjölmörg netbrotamál hafa verið kærð til lögreglu undanfarið, og lögreglan hefur hvatt fólk sérstaklega til að hafa varann á um komandi helgi. Brotin séu algengari um helgar en á virkum dögum. Lögreglan segir enga skömm í því að lenda í netsvikum, og hvetur fólk til að veigra sér ekki við að tilkynna brotin. „Um er að ræða mál þar sem brotamenn hafa tekið yfir Facebook Messenger aðganga fólks og sent grunlausum vinum þeirra upplýsingar um leik þar sem hægt sé að vinna pening. Fólk er beðið um að gefa upp símanúmer sitt og samþykkja svo innskráningu með rafrænum skilríkjum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þannig komist brotamenn inn á einkabanka fólks og framkvæmi þaðan millifærslur. Fólk veigri sér að tilkynna brotin Þá segir lögreglan að við rannsókn málanna hafi hún orðið vör við að fólk veigri sér að tilkynna brotin, lendi fólk í þessu. „Á bak við brotin eru skipulagðir brotahópar og engin skömm felst í að verða fyrir brotum sem þessum - ekki frekar en öðrum brotum,“ segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Hún hvetur fólk til að hafa strax samband við sinn viðskiptabanka, hafi það grun um að það hafi orðið fyrir netbroti. Þetta eigi við ef fólk sér millifærslu á netbanka sínum til aðila sem það þekkir ekki, og ef það móttekur inn á sinn reikning millifærslu sem það ekki kannast við. Tækni Tengdar fréttir Svíkja milljónir af grandalausum Íslendingum í nafni Auðkennis Nokkur fjöldi Íslendinga situr eftir með sárt ennið eftir að hafa orðið fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum síðustu helgi. Svindlarar þóttust vera á vegum Auðkennis, nýttu sér hakkaða Facebook-reikninga Íslendinga og komust með klækjum inn í heimabanka fólksins. Sérfræðingur segir Auðkenni fórnarlamb en geti þó teygt sig lengra varðandi öryggi. 20. júní 2024 18:43 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Um er að ræða mál þar sem brotamenn hafa tekið yfir Facebook Messenger aðganga fólks og sent grunlausum vinum þeirra upplýsingar um leik þar sem hægt sé að vinna pening. Fólk er beðið um að gefa upp símanúmer sitt og samþykkja svo innskráningu með rafrænum skilríkjum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þannig komist brotamenn inn á einkabanka fólks og framkvæmi þaðan millifærslur. Fólk veigri sér að tilkynna brotin Þá segir lögreglan að við rannsókn málanna hafi hún orðið vör við að fólk veigri sér að tilkynna brotin, lendi fólk í þessu. „Á bak við brotin eru skipulagðir brotahópar og engin skömm felst í að verða fyrir brotum sem þessum - ekki frekar en öðrum brotum,“ segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Hún hvetur fólk til að hafa strax samband við sinn viðskiptabanka, hafi það grun um að það hafi orðið fyrir netbroti. Þetta eigi við ef fólk sér millifærslu á netbanka sínum til aðila sem það þekkir ekki, og ef það móttekur inn á sinn reikning millifærslu sem það ekki kannast við.
Tækni Tengdar fréttir Svíkja milljónir af grandalausum Íslendingum í nafni Auðkennis Nokkur fjöldi Íslendinga situr eftir með sárt ennið eftir að hafa orðið fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum síðustu helgi. Svindlarar þóttust vera á vegum Auðkennis, nýttu sér hakkaða Facebook-reikninga Íslendinga og komust með klækjum inn í heimabanka fólksins. Sérfræðingur segir Auðkenni fórnarlamb en geti þó teygt sig lengra varðandi öryggi. 20. júní 2024 18:43 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Svíkja milljónir af grandalausum Íslendingum í nafni Auðkennis Nokkur fjöldi Íslendinga situr eftir með sárt ennið eftir að hafa orðið fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum síðustu helgi. Svindlarar þóttust vera á vegum Auðkennis, nýttu sér hakkaða Facebook-reikninga Íslendinga og komust með klækjum inn í heimabanka fólksins. Sérfræðingur segir Auðkenni fórnarlamb en geti þó teygt sig lengra varðandi öryggi. 20. júní 2024 18:43