Neytendur

Orð­rómur um Appel­sín ó­sannur

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Að sögn forsvarsmanna Ölgerðarinnar hefur uppskrift Appelsíns ekkert breyst.
Að sögn forsvarsmanna Ölgerðarinnar hefur uppskrift Appelsíns ekkert breyst. Vísir/Vilhelm

Orðrómur um að uppskriftinni að Appelsíni hafi verið breytt og sykurmagn minnkað er ósannur. Uppskriftin er hin sama og frá því að gosdrykkurinn kom fyrst á markað árið 1955.

Þetta kemur fram í svari Ölgerðarinnar við fyrirspurn Vísis. Tilefnið eru umræður inni á Facebook hópnum Matartips. Þar velta neytendur því fyrir sér hvort uppskriftinni að gosdrykknum hafi verið breytt.

Leggja ýmsir orð í belg og virðast sannfærðir um að svo sé, þá einna helst að sykurmagnið í drykknum hafi verið minnkað líkt og gert hefur verið við Pepsí. Eins og greint var frá hefur sætuefni að mestu komið í stað sykurs í þeim drykk.

„Appelsín hefur ekkert breyst frá því það kom á markað,“ segir Guðni Þór Sigurjónsson forstöðumaður vaxtar og þróunar hjá Ölgerðinni í skriflegu svari til Vísis. Hann segir að innihaldi vara sætuefni beri framleiðanda skylda til þess að merkja slíkt á innihaldslýsingum.

„Sykurlaust appelsín er hinsvegar í mikilli sókn, neytendur virðast kunna að meta að „það eina sanna“ sé til sykurlaust og hafa þannig valið hvort hentar, skrifar Guðni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×