Árásum gegn opinberum starfsmönnum fari fjölgandi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. ágúst 2024 12:18 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir hótunum í garð opinberra starfsmanna ekki hafa fjölgað svo um muni en tekur þó fram að árásir gegn þeim hafi aukist. Þessari þróun sé tekin alvarlega og unnið sé að því að tryggja öryggi lögreglumanna og annarra starfsmanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikið gert til að tryggja öryggi opinberra starfsmanna sem þurfa að sitja undir hótunum. Hún bendir á verklag frá árinu 2011 en þá hafi hótunum í garð löggæslufólks farið aukandi. Þetta kemur fram í Bítinu en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara var hótað ítrekað yfir þriggja ára skeið og kvartaði hann undan því að þurfa tryggja öryggi sitt sjálfur. Sigríður gat ekki tjáð sig um einstök mál. „Það skiptir alltaf máli að meta hættuna. Síðan höfum við undanfarin ár verið að passa betur upp á öryggi lögreglumanna og saksóknara, þeim er líka hótað. Þá eru einmitt oft settar upp myndavélar tímabundið, lögreglan vaktar húsin, það er sérstaklega fylgst með símtölum sem koma frá þessum aðilum.“ Lögreglumönnum hótað á samfélagsmiðlum Sigríður segir að undanfarið hafi orðið döpur þróun á samfélagsmiðlum í garð lögreglumanna þar sem ýmist eru birtar myndir af þeim eða þeir nafngreindir. Það sé brýnt að fjölga lögreglumönnum til að tryggja öryggi en búið er að tvöfalda fjölda lögreglunema í menntakerfinu á síðustu árum. „Þá er sagt við skulum fara heim til þessa og kenna honum lexíu. Þetta er ekki bara hjá okkur heldur alls staðar. Þannig er auðvitað öryggi lögreglumanna okkar, okkur mjög ofarlega í huga.“ Hótunum tekið alvarlegra en áður Útköll vegna vopnaburðar hefur margfaldast undanfarin ár en sérsveitin var kölluð út 450 sinnum á síðasta. Þjálfun lögreglunnar hefur tekið stakkaskiptum vegna þessarar þróunar. „Við höfum verið að þjálfa hana meira og þau eru í meiri þjálfun og lögreglan getur gripið til vopna. Þau þurfa að taka sérstaka ákvörðun um það svo það er kannski aðeins lengri ferill. En sum liðin hafa virkilega verið að efla sitt fólk í þessu.“ Hún tekur fram að hótanir í sjálfu sér fari ekki fjölgandi en að því fari aukandi að þeim sé framfylgt og lögreglan taki því hótunum alvarlegar en áður. „Ég man eftir gömlu máli þar sem saksóknara var hótað og farið heim til hans og allt þetta. Þetta er ekkert nýtt en þetta er vaxandi.“ Lögreglan Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikið gert til að tryggja öryggi opinberra starfsmanna sem þurfa að sitja undir hótunum. Hún bendir á verklag frá árinu 2011 en þá hafi hótunum í garð löggæslufólks farið aukandi. Þetta kemur fram í Bítinu en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara var hótað ítrekað yfir þriggja ára skeið og kvartaði hann undan því að þurfa tryggja öryggi sitt sjálfur. Sigríður gat ekki tjáð sig um einstök mál. „Það skiptir alltaf máli að meta hættuna. Síðan höfum við undanfarin ár verið að passa betur upp á öryggi lögreglumanna og saksóknara, þeim er líka hótað. Þá eru einmitt oft settar upp myndavélar tímabundið, lögreglan vaktar húsin, það er sérstaklega fylgst með símtölum sem koma frá þessum aðilum.“ Lögreglumönnum hótað á samfélagsmiðlum Sigríður segir að undanfarið hafi orðið döpur þróun á samfélagsmiðlum í garð lögreglumanna þar sem ýmist eru birtar myndir af þeim eða þeir nafngreindir. Það sé brýnt að fjölga lögreglumönnum til að tryggja öryggi en búið er að tvöfalda fjölda lögreglunema í menntakerfinu á síðustu árum. „Þá er sagt við skulum fara heim til þessa og kenna honum lexíu. Þetta er ekki bara hjá okkur heldur alls staðar. Þannig er auðvitað öryggi lögreglumanna okkar, okkur mjög ofarlega í huga.“ Hótunum tekið alvarlegra en áður Útköll vegna vopnaburðar hefur margfaldast undanfarin ár en sérsveitin var kölluð út 450 sinnum á síðasta. Þjálfun lögreglunnar hefur tekið stakkaskiptum vegna þessarar þróunar. „Við höfum verið að þjálfa hana meira og þau eru í meiri þjálfun og lögreglan getur gripið til vopna. Þau þurfa að taka sérstaka ákvörðun um það svo það er kannski aðeins lengri ferill. En sum liðin hafa virkilega verið að efla sitt fólk í þessu.“ Hún tekur fram að hótanir í sjálfu sér fari ekki fjölgandi en að því fari aukandi að þeim sé framfylgt og lögreglan taki því hótunum alvarlegar en áður. „Ég man eftir gömlu máli þar sem saksóknara var hótað og farið heim til hans og allt þetta. Þetta er ekkert nýtt en þetta er vaxandi.“
Lögreglan Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent