Skaðsemi krónunnar umfram evruna fyrir unga fólkið, miðaldra fólkið, eldra fólkið og þjóðina alla Guðmundur Ragnarsson skrifar 1. ágúst 2024 13:31 Krónan, íslenski gjaldmiðillinn er einn hættulegasti og dýrasti gjaldmiðill Vesturlanda og hefur valdið okkur umtalsverðum skaða og gerir enn, fyrir einstaklinga atvinnulífið og þjóðina alla, umfram það sem væri með evru. Upptaka evrunnar væri því gríðarlegur ávinningur fyrir íslenskt samfélag. Krónan veldur mikilli áhættu hér á landi, vegna smæðar sinnar, í gengissveiflum, miklu hærri vöxtum (þrefalt) til langs tíma en eru innan evrunnar. Áhætta krónunnar kemur einnig skýrt fram í því að hún er ekki skráð á erlendum fjármálamörkuðum, sem sýnir álit annarra landa á krónunni, eiginlega einskonar ruslgjaldmiðill samkvæmt erlendu mati. Síðan verðum við að vera meðvituð hvaða kostnað við höfum af krónunni umfram evru fyrir alla og allt samfélagið. Við skulum því skoða hvernig krónan hefur neikvæð áhrif á þrjá aldurshópa: unga fólkið, miðaldra fólkið og eldra fólkið. Unga fólkið 1. Áhætta, óstöðugleiki og kostnaður krónunnar vegna smæðar: Allt sem á undan er talið skapar óvissu í fjármálum ungs fólks og um leið óbærilegum vaxtakostnaði umfram það sem væri innan evrunnar. Þannig eru vextir núna 7% hærri inna krónu en evru sem þýðir að af 50 milljóna kr. láni borgar ungt fólk 50 x 0,07 = 3,5 milljónir á ári (eftir skatta) hærri vexti á ári en væri innan evrunnar, sem er um 290 þúsund á mánuði!!!! Til viðbótar er verð á matvælum hærra en er innan ESB, vegna lægri tolla o.fl. sem skerðir kaupmátt um 30% samkvæmt mati ASÍ. Þegar gengi krónunnar fellur, hækkar verð á innfluttum vörum og þjónustu, sem hefur bein áhrif á daglegt líf unga fólksins. Þetta getur leitt til aukins kostnaðar við kaup á nauðsynjavörum, fatnaði og raftækjum, sem getur verið erfitt fyrir ungt fólk sem oft hefur lágar tekjur. 2. Námslán og kostnaður við menntun: Ungt fólk á Íslandi treystir oft á námslán til að fjármagna háskólanám sitt, en vextir á námslánum og verðtrygging, eru miklu hærri en væri innan evrunnar. Sveiflur í gengi krónunnar geta einnig haft áhrif á kaupmátt námslána, sérstaklega ef ungt fólk fer í nám erlendis. Ef krónan veikist mikið, getur það leitt til þess að námslánin dugi ekki til að standa undir kostnaði við nám og framfærslu erlendis. Þennan mikla kostnað krónunnar umfram evru, tekur síðan unga fólkið með sér sem sérstakan krónuskatt og krónubyrgðar þegar það fer að kaupa íbúð eða leigja, mörg ár fram í tímann. 3. Aðgengi að lánum og húsnæðiskaupum: Vegna smæðar krónunnar, veldur hún mikilli áhættu sem m.a. kemur fram í miklu hærri vöxtum en er innan evrunnar sem verða um leið viðbótar krónuskattur og krónubyrgðar fyrir unga fólkið sem skerðir kaupmátt verulega (30% ASÍ). Þessi krónuskattur veldur seinkun á fjárhagslegu sjálfstæði og gerir ungu fólki erfitt fyrir, þar sem sparnaður byrjar ekki fyrr en löngu seinna á ævinni. Þannig rænir króna í raun sparnaðartækifærum ungs fólks í 30 – 40 ár á meðan verið er að borga af lánum. Það er sorglegt að sjá sparnaðinn sem einstaklingar eiga að vera að leggja fyrir, fara í að halda niðri lánum á íslenskum okurvöxtum. Auk þess hefur krónan margföldunaráhrif á byggingarkostnað (sem og alla aðra þjónustu og vörur), þar sem kostnaður krónunnar umfram evru, hleðst á alla byggingarstarfsemi og hækkar verð á íbúðum. Það hefur verið metið að á Íslandi borgi fólk eina til tvær aukaíbúðir umfram það sem væri með evru sem skerðir sparnað um sömu upphæð vegna miklu hærri vaxtakostnaðar krónunnar umfram evru. 4. Atvinnumöguleikar og störf: Óstöðugleiki og kostnaður krónunnar hefur einnig áhrif á atvinnulífið sem getur haft áhrif á atvinnumöguleika ungs fólks. Krónan skaðar þannig samkeppnishæfni atvinnulífsins og framtíðar atvinnuuppbyggingu, sem og uppbyggingu nýrra atvinnugreina, sem festir um leið landið í meira mæli auðlindatengdum atvinnugreinum, sem oft hafa minni framleiðni en hátæknigreinar. Þær þurfa stöðugleika og samkeppnishæft starfsumhverfi sem krónan býður ekki upp á. Af þessum ástæðum hafa fyrirtæki farið í að skrá hlutabréf á erlendum mörkuðum. Þegar krónan sveiflast mikið, getur það valdið óstöðugleika í atvinnulífinu og dregið úr atvinnuöryggi. Fyrirtæki gætu verið tregari til að ráða nýtt fólk þegar óvissa ríkir um efnahagsástandið, sem getur haft áhrif á framtíðarmöguleika ungs fólks á vinnumarkaði. Miðaldra fólkið 1. Atvinnuöryggi og fyrirtækjarekstur: Miðaldra fólk, sem oft er á hátindi starfsferils síns, getur fundið fyrir áhrifum óstöðugleika og kostnaðar krónunnar á atvinnulífið. Fyrirtæki þurfa að takast á við gengissveiflur og vaxtakostnað, sem geta haft áhrif á rekstur þeirra. Þar sem starfsumhverfi byggt á krónu skaðar samkeppnishæfni og þar með afkomu og verðmætasköpun fyrirtækja og um leið hlutabréfamarkaðinn og lífeyrissjóði. Sveiflur í krónunni geta haft áhrif á innflutningskostnað hráefna og útflutningsverðmæti afurða. Þetta getur leitt til óstöðugleika á vinnumarkaði og hugsanlegs atvinnumissis. 2. Verðbólga, kaupmáttur og vaxtabyrði: Miðaldra fólk hefur oft háar skuldbindingar, svo sem húsnæðislán og fjölskyldu til að sjá fyrir. Verðbólga, sem fylgir oft óstöðugleika krónunnar, getur rýrt kaupmátt launa um tugi prósenta. Hærra verðlag á nauðsynjavörum, þjónustu getur gert það erfiðara að halda uppi lífskjörum og tryggja fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar. Auk þess getur verðbólga haft áhrif á fjárhagslega áætlanagerð og sparnað, sem er sérstaklega mikilvægt fyrir miðaldra fólk. Ef vextir hækka vegna óvissu í efnahagslífinu, getur það aukið kostnaðinn við að greiða af lánum, sem getur haft neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu heimilanna og getu til að spara fyrir framtíðina. 3. Sparnaður og fjárfestingar: Sveiflur í gengi krónunnar hafa einnig áhrif á sparnað og fjárfestingar. Miðaldra fólk, sem er að byggja upp sparnað fyrir framtíðina, getur orðið fyrir fjárhagslegum áföllum ef verðmæti innistæðna og verðbréfa rýrnar vegna verðbólgu og óstöðugleika í hagkerfinu. Þetta getur haft áhrif á langtímafjárhagsáætlanir og getu til að safna nægilegum sparnaði fyrir eftirlaunaárin. Auk þess geta sveiflur í genginu haft áhrif á ávöxtun erlendra fjárfestinga og dregið úr möguleikum á fjölbreyttum fjárfestingarkostum. Þannig að draumurinn um áhyggjulaust ævikvöld gæti verið í hættu. Eldra fólkið 1. Lífeyrir og verðgildi sparnaðar: Eldra fólk, sem treystir á lífeyri og sparnað til framfærslu, getur orðið fyrir miklum áhrifum af óstöðugleika krónunnar. Ef krónan veikist, þá getur verðgildi lífeyrisins og sparnaðarins rýrnað, sem þýðir að eldra fólk hefur minna ráðstöfunarfé. Þetta getur leitt til þess að eldra fólk þurfi að skerða lífskjör sín eða leita leiða til að auka tekjur, sem er oft erfitt á eftirlaunaaldri. Eldra fólk getur einnig lent í því að lífeyrissjóðir þeirra beri minni ávöxtun vegna óstöðugleika í efnahagslífinu. Gjaldeyrishöft (vegna krónunnar) skerða einnig ávöxtunartækifæri lífeyrissjóða og krónan hefur einnig verulega áhrif á hlutabréfamarkaðinn, sem er megin uppistaða í ávöxtum lífeyrissjóða þar sem háir vextir, draga niður afkomu fyrirtækja og verð á hlutabréfamörkuðum. 2. Heilsugæslu- og lyfjakostnaður: Eldra fólk er oft háð heilbrigðisþjónustu og lyfjum, sem eru oftast innflutt. Sveiflur í gengi krónunnar geta haft áhrif á verð á þessum nauðsynjum, sem getur aukið fjárhagslega byrði eldra fólks og gert það erfiðara að ná endum saman. Þetta getur haft áhrif á heilsu og lífsgæði eldra fólks, þar sem þeir þurfa að velja á milli nauðsynja. 3. Fjárhagslegt öryggi: Eldra fólk er oftast með fastar tekjur úr lífeyrisjóði og tryggingarstofnun og hefur ekki sömu möguleika á að auka tekjur sínar og yngra fólk. Því er fjárhagslegt öryggi þeirra háð stöðugleika krónunnar. Óstöðugleiki og verðbólga geta gert það erfiðara fyrir eldra fólk að halda uppi lífsgæðum sínum og tryggja sér fjárhagslegt öryggi til langframa. Kaupmáttarskerðing vegna krónunnar (30% ASÍ) umfram það sem væri með evru, skaða einnig afkomu eldra fólks verulega. Það getur einnig haft áhrif á möguleika þeirra til að aðstoða fjölskyldumeðlimi fjárhagslega eða að njóta eftirlauna með meiri frjálsræði og að láta gamla drauma rætast. 4. Eftirlaunaferðir og alþjóðlegur kostnaður: Eldra fólk sem nýtur eftirlauna fer oft í ferðalög og notar alþjóðlega þjónustu, eins og lyf og læknisþjónustu. Sveiflur í gengi krónunnar geta haft áhrif á kostnað við þessar ferðir og þjónustu. Ef krónan veikist, getur það leitt til þess að ferðalög og önnur alþjóðleg útgjöld verði mun dýrari, sem getur skert möguleika eldra fólks til að njóta eftirlaunaáranna. Niðurstaða - ESB og evra stærsti ávinningur þjóðarinnar Krónan hefur verulega neikvæð áhrif umfram það sem væri með evru, á unga fólkið, miðaldra fólkið og eldra fólkið. Fyrir unga fólkið skapar óstöðugleiki krónunnar óvissu og erfiðleika við fjármögnun menntunar og húsnæðiskaupa, ásamt því að draga úr atvinnumöguleikum. Miðaldra fólkið finnur fyrir áhrifum á atvinnuöryggi, kaupmátt og sparnað, auk þess sem óstöðugleiki getur aukið vaxtabyrði skulda þeirra. Eldra fólkið verður fyrir barðinu á rýrnuðu verðgildi lífeyris, auknum heilbrigðiskostnaði og almennu fjárhagslegu óöryggi. Af hverju þarf gjaldmiðill sem sumir kalla heilbrigðan gjaldmiðil að þurfa að vera með gjaldeyrishöft sem hindrar lífeyrisjóðina okkar að ná sem bestri ávöxtun fyrir komandi kynslóðir. Af hverju þarf sparnaður okkar að vera notaður til að halda flotkrónunni á þeim stað sem hún er svo hún falli ekki og fái raunvirði sitt og hvað er það að kosta okkur? Upptaka evrunnar og aðild að ESB er besta lausnin fyrir okkur og myndi auka kaupmátt um 30%. Þar sem Ísland er þegar innan EES sem er 80% aðild að ESB er aðild að ESB því lítið skref frá EES en eins og margsinnis hefur komið fram hefur EES samningurinn verið grunnur að bættum lífskjörum sl. 30 ár. Með aðild myndi Ísland einnig fá sæti við borðið og gæti þannig haft áhrif á lög og reglur sem þjóðin tekur upp hvort sem er innan EES. Ávinningur af aðild að ESB og evru er því stærsti ávinningur sem þjóðin hefur nokkru sinni átt kost á. Það er engu að tapa þar sem þjóðin ræður hvort samningurinn er samþykktur eða ekki. Þetta er eins og sagt er, draumastaða að vera í og forréttindi að eiga þennan möguleika til að bæta lífskjör okkar. Það er ekki lengur hægt að leggja ofurþungar byrðar krónunnar, umfram evru á kynslóðir þjóðarinnar, unga, miðaldra og eldri. Hvenær verður nóg nóg og við segjum hingað og ekki lengra við að henda öllum þessum óheyrilegu fjármunum á fórnaraltari Krónunnar? Nú þarf hugrekki og fagmennsku, eins og í öllum öðrum aðgerðum og störfum. Samfélagið, við og komandi kynslóðir eiga það skilið. Hér má svo sjá tillögur Viðreisnar í efnahagsmálum. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar og fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna og stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum Gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Krónan, íslenski gjaldmiðillinn er einn hættulegasti og dýrasti gjaldmiðill Vesturlanda og hefur valdið okkur umtalsverðum skaða og gerir enn, fyrir einstaklinga atvinnulífið og þjóðina alla, umfram það sem væri með evru. Upptaka evrunnar væri því gríðarlegur ávinningur fyrir íslenskt samfélag. Krónan veldur mikilli áhættu hér á landi, vegna smæðar sinnar, í gengissveiflum, miklu hærri vöxtum (þrefalt) til langs tíma en eru innan evrunnar. Áhætta krónunnar kemur einnig skýrt fram í því að hún er ekki skráð á erlendum fjármálamörkuðum, sem sýnir álit annarra landa á krónunni, eiginlega einskonar ruslgjaldmiðill samkvæmt erlendu mati. Síðan verðum við að vera meðvituð hvaða kostnað við höfum af krónunni umfram evru fyrir alla og allt samfélagið. Við skulum því skoða hvernig krónan hefur neikvæð áhrif á þrjá aldurshópa: unga fólkið, miðaldra fólkið og eldra fólkið. Unga fólkið 1. Áhætta, óstöðugleiki og kostnaður krónunnar vegna smæðar: Allt sem á undan er talið skapar óvissu í fjármálum ungs fólks og um leið óbærilegum vaxtakostnaði umfram það sem væri innan evrunnar. Þannig eru vextir núna 7% hærri inna krónu en evru sem þýðir að af 50 milljóna kr. láni borgar ungt fólk 50 x 0,07 = 3,5 milljónir á ári (eftir skatta) hærri vexti á ári en væri innan evrunnar, sem er um 290 þúsund á mánuði!!!! Til viðbótar er verð á matvælum hærra en er innan ESB, vegna lægri tolla o.fl. sem skerðir kaupmátt um 30% samkvæmt mati ASÍ. Þegar gengi krónunnar fellur, hækkar verð á innfluttum vörum og þjónustu, sem hefur bein áhrif á daglegt líf unga fólksins. Þetta getur leitt til aukins kostnaðar við kaup á nauðsynjavörum, fatnaði og raftækjum, sem getur verið erfitt fyrir ungt fólk sem oft hefur lágar tekjur. 2. Námslán og kostnaður við menntun: Ungt fólk á Íslandi treystir oft á námslán til að fjármagna háskólanám sitt, en vextir á námslánum og verðtrygging, eru miklu hærri en væri innan evrunnar. Sveiflur í gengi krónunnar geta einnig haft áhrif á kaupmátt námslána, sérstaklega ef ungt fólk fer í nám erlendis. Ef krónan veikist mikið, getur það leitt til þess að námslánin dugi ekki til að standa undir kostnaði við nám og framfærslu erlendis. Þennan mikla kostnað krónunnar umfram evru, tekur síðan unga fólkið með sér sem sérstakan krónuskatt og krónubyrgðar þegar það fer að kaupa íbúð eða leigja, mörg ár fram í tímann. 3. Aðgengi að lánum og húsnæðiskaupum: Vegna smæðar krónunnar, veldur hún mikilli áhættu sem m.a. kemur fram í miklu hærri vöxtum en er innan evrunnar sem verða um leið viðbótar krónuskattur og krónubyrgðar fyrir unga fólkið sem skerðir kaupmátt verulega (30% ASÍ). Þessi krónuskattur veldur seinkun á fjárhagslegu sjálfstæði og gerir ungu fólki erfitt fyrir, þar sem sparnaður byrjar ekki fyrr en löngu seinna á ævinni. Þannig rænir króna í raun sparnaðartækifærum ungs fólks í 30 – 40 ár á meðan verið er að borga af lánum. Það er sorglegt að sjá sparnaðinn sem einstaklingar eiga að vera að leggja fyrir, fara í að halda niðri lánum á íslenskum okurvöxtum. Auk þess hefur krónan margföldunaráhrif á byggingarkostnað (sem og alla aðra þjónustu og vörur), þar sem kostnaður krónunnar umfram evru, hleðst á alla byggingarstarfsemi og hækkar verð á íbúðum. Það hefur verið metið að á Íslandi borgi fólk eina til tvær aukaíbúðir umfram það sem væri með evru sem skerðir sparnað um sömu upphæð vegna miklu hærri vaxtakostnaðar krónunnar umfram evru. 4. Atvinnumöguleikar og störf: Óstöðugleiki og kostnaður krónunnar hefur einnig áhrif á atvinnulífið sem getur haft áhrif á atvinnumöguleika ungs fólks. Krónan skaðar þannig samkeppnishæfni atvinnulífsins og framtíðar atvinnuuppbyggingu, sem og uppbyggingu nýrra atvinnugreina, sem festir um leið landið í meira mæli auðlindatengdum atvinnugreinum, sem oft hafa minni framleiðni en hátæknigreinar. Þær þurfa stöðugleika og samkeppnishæft starfsumhverfi sem krónan býður ekki upp á. Af þessum ástæðum hafa fyrirtæki farið í að skrá hlutabréf á erlendum mörkuðum. Þegar krónan sveiflast mikið, getur það valdið óstöðugleika í atvinnulífinu og dregið úr atvinnuöryggi. Fyrirtæki gætu verið tregari til að ráða nýtt fólk þegar óvissa ríkir um efnahagsástandið, sem getur haft áhrif á framtíðarmöguleika ungs fólks á vinnumarkaði. Miðaldra fólkið 1. Atvinnuöryggi og fyrirtækjarekstur: Miðaldra fólk, sem oft er á hátindi starfsferils síns, getur fundið fyrir áhrifum óstöðugleika og kostnaðar krónunnar á atvinnulífið. Fyrirtæki þurfa að takast á við gengissveiflur og vaxtakostnað, sem geta haft áhrif á rekstur þeirra. Þar sem starfsumhverfi byggt á krónu skaðar samkeppnishæfni og þar með afkomu og verðmætasköpun fyrirtækja og um leið hlutabréfamarkaðinn og lífeyrissjóði. Sveiflur í krónunni geta haft áhrif á innflutningskostnað hráefna og útflutningsverðmæti afurða. Þetta getur leitt til óstöðugleika á vinnumarkaði og hugsanlegs atvinnumissis. 2. Verðbólga, kaupmáttur og vaxtabyrði: Miðaldra fólk hefur oft háar skuldbindingar, svo sem húsnæðislán og fjölskyldu til að sjá fyrir. Verðbólga, sem fylgir oft óstöðugleika krónunnar, getur rýrt kaupmátt launa um tugi prósenta. Hærra verðlag á nauðsynjavörum, þjónustu getur gert það erfiðara að halda uppi lífskjörum og tryggja fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar. Auk þess getur verðbólga haft áhrif á fjárhagslega áætlanagerð og sparnað, sem er sérstaklega mikilvægt fyrir miðaldra fólk. Ef vextir hækka vegna óvissu í efnahagslífinu, getur það aukið kostnaðinn við að greiða af lánum, sem getur haft neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu heimilanna og getu til að spara fyrir framtíðina. 3. Sparnaður og fjárfestingar: Sveiflur í gengi krónunnar hafa einnig áhrif á sparnað og fjárfestingar. Miðaldra fólk, sem er að byggja upp sparnað fyrir framtíðina, getur orðið fyrir fjárhagslegum áföllum ef verðmæti innistæðna og verðbréfa rýrnar vegna verðbólgu og óstöðugleika í hagkerfinu. Þetta getur haft áhrif á langtímafjárhagsáætlanir og getu til að safna nægilegum sparnaði fyrir eftirlaunaárin. Auk þess geta sveiflur í genginu haft áhrif á ávöxtun erlendra fjárfestinga og dregið úr möguleikum á fjölbreyttum fjárfestingarkostum. Þannig að draumurinn um áhyggjulaust ævikvöld gæti verið í hættu. Eldra fólkið 1. Lífeyrir og verðgildi sparnaðar: Eldra fólk, sem treystir á lífeyri og sparnað til framfærslu, getur orðið fyrir miklum áhrifum af óstöðugleika krónunnar. Ef krónan veikist, þá getur verðgildi lífeyrisins og sparnaðarins rýrnað, sem þýðir að eldra fólk hefur minna ráðstöfunarfé. Þetta getur leitt til þess að eldra fólk þurfi að skerða lífskjör sín eða leita leiða til að auka tekjur, sem er oft erfitt á eftirlaunaaldri. Eldra fólk getur einnig lent í því að lífeyrissjóðir þeirra beri minni ávöxtun vegna óstöðugleika í efnahagslífinu. Gjaldeyrishöft (vegna krónunnar) skerða einnig ávöxtunartækifæri lífeyrissjóða og krónan hefur einnig verulega áhrif á hlutabréfamarkaðinn, sem er megin uppistaða í ávöxtum lífeyrissjóða þar sem háir vextir, draga niður afkomu fyrirtækja og verð á hlutabréfamörkuðum. 2. Heilsugæslu- og lyfjakostnaður: Eldra fólk er oft háð heilbrigðisþjónustu og lyfjum, sem eru oftast innflutt. Sveiflur í gengi krónunnar geta haft áhrif á verð á þessum nauðsynjum, sem getur aukið fjárhagslega byrði eldra fólks og gert það erfiðara að ná endum saman. Þetta getur haft áhrif á heilsu og lífsgæði eldra fólks, þar sem þeir þurfa að velja á milli nauðsynja. 3. Fjárhagslegt öryggi: Eldra fólk er oftast með fastar tekjur úr lífeyrisjóði og tryggingarstofnun og hefur ekki sömu möguleika á að auka tekjur sínar og yngra fólk. Því er fjárhagslegt öryggi þeirra háð stöðugleika krónunnar. Óstöðugleiki og verðbólga geta gert það erfiðara fyrir eldra fólk að halda uppi lífsgæðum sínum og tryggja sér fjárhagslegt öryggi til langframa. Kaupmáttarskerðing vegna krónunnar (30% ASÍ) umfram það sem væri með evru, skaða einnig afkomu eldra fólks verulega. Það getur einnig haft áhrif á möguleika þeirra til að aðstoða fjölskyldumeðlimi fjárhagslega eða að njóta eftirlauna með meiri frjálsræði og að láta gamla drauma rætast. 4. Eftirlaunaferðir og alþjóðlegur kostnaður: Eldra fólk sem nýtur eftirlauna fer oft í ferðalög og notar alþjóðlega þjónustu, eins og lyf og læknisþjónustu. Sveiflur í gengi krónunnar geta haft áhrif á kostnað við þessar ferðir og þjónustu. Ef krónan veikist, getur það leitt til þess að ferðalög og önnur alþjóðleg útgjöld verði mun dýrari, sem getur skert möguleika eldra fólks til að njóta eftirlaunaáranna. Niðurstaða - ESB og evra stærsti ávinningur þjóðarinnar Krónan hefur verulega neikvæð áhrif umfram það sem væri með evru, á unga fólkið, miðaldra fólkið og eldra fólkið. Fyrir unga fólkið skapar óstöðugleiki krónunnar óvissu og erfiðleika við fjármögnun menntunar og húsnæðiskaupa, ásamt því að draga úr atvinnumöguleikum. Miðaldra fólkið finnur fyrir áhrifum á atvinnuöryggi, kaupmátt og sparnað, auk þess sem óstöðugleiki getur aukið vaxtabyrði skulda þeirra. Eldra fólkið verður fyrir barðinu á rýrnuðu verðgildi lífeyris, auknum heilbrigðiskostnaði og almennu fjárhagslegu óöryggi. Af hverju þarf gjaldmiðill sem sumir kalla heilbrigðan gjaldmiðil að þurfa að vera með gjaldeyrishöft sem hindrar lífeyrisjóðina okkar að ná sem bestri ávöxtun fyrir komandi kynslóðir. Af hverju þarf sparnaður okkar að vera notaður til að halda flotkrónunni á þeim stað sem hún er svo hún falli ekki og fái raunvirði sitt og hvað er það að kosta okkur? Upptaka evrunnar og aðild að ESB er besta lausnin fyrir okkur og myndi auka kaupmátt um 30%. Þar sem Ísland er þegar innan EES sem er 80% aðild að ESB er aðild að ESB því lítið skref frá EES en eins og margsinnis hefur komið fram hefur EES samningurinn verið grunnur að bættum lífskjörum sl. 30 ár. Með aðild myndi Ísland einnig fá sæti við borðið og gæti þannig haft áhrif á lög og reglur sem þjóðin tekur upp hvort sem er innan EES. Ávinningur af aðild að ESB og evru er því stærsti ávinningur sem þjóðin hefur nokkru sinni átt kost á. Það er engu að tapa þar sem þjóðin ræður hvort samningurinn er samþykktur eða ekki. Þetta er eins og sagt er, draumastaða að vera í og forréttindi að eiga þennan möguleika til að bæta lífskjör okkar. Það er ekki lengur hægt að leggja ofurþungar byrðar krónunnar, umfram evru á kynslóðir þjóðarinnar, unga, miðaldra og eldri. Hvenær verður nóg nóg og við segjum hingað og ekki lengra við að henda öllum þessum óheyrilegu fjármunum á fórnaraltari Krónunnar? Nú þarf hugrekki og fagmennsku, eins og í öllum öðrum aðgerðum og störfum. Samfélagið, við og komandi kynslóðir eiga það skilið. Hér má svo sjá tillögur Viðreisnar í efnahagsmálum. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar og fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna og stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum Gildi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun