Skammast sín vegna skotárásarinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 30. júlí 2024 16:49 Ronald Rowe gaf skýrslu fyrir Bandaríkjaþingi í dag, minna en viku eftir að hann tók við embætti forstjóra bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service EPA Ronald Rowe, settur forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service, segist skammast sín vegna skotárasar sem beindist að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda. Þetta kom fram í skýrslu sem Rowe gaf fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði skoðað vettvanginn þar sem skotárásin átti sér stað, og prófað að liggja á sama stað og árásarmaðurinn Thomas Matthew Crooks gerði þegar hann hleypti af og hæfði Trump í eyrað og varð einum að bana og særði tvo. „Ég lá á grúfu til að meta sjónlínu hans. Það sem ég sá fékk mig til að skammast mín. Sem maður sem hefur gert löggæslu að lífibrauði sínu og með 25 ára reynslu úr öryggisþjónustunni, þá hreinlega get ég ekki borið varnir fyrir það að þetta þak hafi ekki verið betur varið.“ Rowe tók við forstjórastöðunni af Kimberly Cheatle sem sagði af sér embætti í síðustu viku vegna árásarinnar. Hann segist þegar vera búinn að gefa fyrirskipanir um breytt verklag á viðburðum sem þessum. Á meðal þess sem Rowe ætlast til að tekið verði upp er að drónar verði notaðir til að meta vettvang.Þá segist hann vilja bæta samskipti milli öryggisþjónustunnar og lögreglu. Það tók löggæslu á vettvangi langan tíma að láta örygisþjónustuna vita af Crooks, en lögreglu hafði þótt hann grunsamlegur í um níutíu mínútur áður en árásin átti sér stað. Að mati bandaríska fjölmiðilsins The Hill kveður við nýjan tón í svörum Rowe. Hann er sagður talsvert viljugri til að svara spurningum en forveri sinn, en Cheatle neitaði að svara ýmsum spurningum í sambærilegri skýrslugjöf. „Ég þarf ekki að bíða eftir öllum mögulegum gögnum til þess að geta lagt mat á það sem fór úrskeiðis þennan dag.“ Rowe segir að ef það muni koma í ljós að einhver meðlimur öryggisþjónustunnar hafi brotið verkferla sína muni sá hinn sami þurfa að glíma við afleiðingar þess. Við skýrslutökuna krafðist Ted Cruz, frá Repúblikanaflokknum, þess að Ronald Rowe myndi nafngreina þann meðlim öryggisþjónustunnar sem neitaði teymi Trumps um aukna öryggisgæslu í aðdraganda viðburðarins. Rowe sagðist ekki vilja nefna nein nöfn. Sú ákvörðun hafi verið tekin eftir ferli. Þá hélt Cruz því fram að um pólitíska ákvörðun væri að ræða. Rowe neitaði því. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sprengjur í bíl og á heimili árásarmannsins Erlendir miðlar greina frá því að sprengjur hafi fundist í bíl Thomasar Crooks, sem og á heimili hans. Bíllinn fannst nálægt svæðinu þar sem kosningafundurinn fór fram í gær. 14. júlí 2024 16:56 Svona var vettvangur árásarinnar Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler. 14. júlí 2024 10:04 „Ég ætti að vera dauður“ „Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“ 15. júlí 2024 07:58 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslu sem Rowe gaf fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði skoðað vettvanginn þar sem skotárásin átti sér stað, og prófað að liggja á sama stað og árásarmaðurinn Thomas Matthew Crooks gerði þegar hann hleypti af og hæfði Trump í eyrað og varð einum að bana og særði tvo. „Ég lá á grúfu til að meta sjónlínu hans. Það sem ég sá fékk mig til að skammast mín. Sem maður sem hefur gert löggæslu að lífibrauði sínu og með 25 ára reynslu úr öryggisþjónustunni, þá hreinlega get ég ekki borið varnir fyrir það að þetta þak hafi ekki verið betur varið.“ Rowe tók við forstjórastöðunni af Kimberly Cheatle sem sagði af sér embætti í síðustu viku vegna árásarinnar. Hann segist þegar vera búinn að gefa fyrirskipanir um breytt verklag á viðburðum sem þessum. Á meðal þess sem Rowe ætlast til að tekið verði upp er að drónar verði notaðir til að meta vettvang.Þá segist hann vilja bæta samskipti milli öryggisþjónustunnar og lögreglu. Það tók löggæslu á vettvangi langan tíma að láta örygisþjónustuna vita af Crooks, en lögreglu hafði þótt hann grunsamlegur í um níutíu mínútur áður en árásin átti sér stað. Að mati bandaríska fjölmiðilsins The Hill kveður við nýjan tón í svörum Rowe. Hann er sagður talsvert viljugri til að svara spurningum en forveri sinn, en Cheatle neitaði að svara ýmsum spurningum í sambærilegri skýrslugjöf. „Ég þarf ekki að bíða eftir öllum mögulegum gögnum til þess að geta lagt mat á það sem fór úrskeiðis þennan dag.“ Rowe segir að ef það muni koma í ljós að einhver meðlimur öryggisþjónustunnar hafi brotið verkferla sína muni sá hinn sami þurfa að glíma við afleiðingar þess. Við skýrslutökuna krafðist Ted Cruz, frá Repúblikanaflokknum, þess að Ronald Rowe myndi nafngreina þann meðlim öryggisþjónustunnar sem neitaði teymi Trumps um aukna öryggisgæslu í aðdraganda viðburðarins. Rowe sagðist ekki vilja nefna nein nöfn. Sú ákvörðun hafi verið tekin eftir ferli. Þá hélt Cruz því fram að um pólitíska ákvörðun væri að ræða. Rowe neitaði því.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sprengjur í bíl og á heimili árásarmannsins Erlendir miðlar greina frá því að sprengjur hafi fundist í bíl Thomasar Crooks, sem og á heimili hans. Bíllinn fannst nálægt svæðinu þar sem kosningafundurinn fór fram í gær. 14. júlí 2024 16:56 Svona var vettvangur árásarinnar Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler. 14. júlí 2024 10:04 „Ég ætti að vera dauður“ „Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“ 15. júlí 2024 07:58 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fundu sprengjur í bíl og á heimili árásarmannsins Erlendir miðlar greina frá því að sprengjur hafi fundist í bíl Thomasar Crooks, sem og á heimili hans. Bíllinn fannst nálægt svæðinu þar sem kosningafundurinn fór fram í gær. 14. júlí 2024 16:56
Svona var vettvangur árásarinnar Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler. 14. júlí 2024 10:04
„Ég ætti að vera dauður“ „Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“ 15. júlí 2024 07:58