Áframhaldandi meiðslavandræði KR: Stefán tognaður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2024 21:15 Stefán Árni á hækjum eftir leik. Valur/Vísir Stefán Árni Geirsson var í byrjunarliði KR þegar liðið tók á móti KR í Bestu deild karla í kvöld. Það var hins vegar stutt gaman þar sem þessi skemmtilegi leikmaður fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. KR gerði jafntefli við KA á Meistaravöllum í kvöld. Það stefndi allt í sigur gestanna frá Akureyri en Finnur Tómas Pálmason jafnaði metin í uppbótartíma, lokatölur 2-2. Stigið gerir ekki mikið fyrir heimamenn sem eru nú án sigurs síðan 20. maí síðastliðinn. Stefán Árni var í byrjunarliði KR og sýndi skemmtilega takta meðan hans naut við. Hann meiddist hins vegar aftan í læri og var tekinn af velli á 36. mínútu. Þetta var aðeins fimmti leikur hans á leiktíðinni en hann var í námi í Madríd á Spáni og missti því af upphafi leiktíðar. Nú er ljóst að KR-ingar verða einnig án hans í næstu leikjum. Þetta voru ekki einu slæmu tíðindin fyrir KR-inga í kvöld þar sem markaskorarinn og fyrirliðinn í kvöld, Finnur Tómas, nældi sér í gult spjald og verður því ekki með þegar KR heimsækir HK í Kórinn þann 7. ágúst næstkomandi. Meiðsli Stefáns Árna gætu vart komið á verri tíma en leikmannahópur KR er heldur þunnskipaður þessa dagana. Fyrir á meiðslalistanum eru þeir Birgir Steinn Styrmisson, Aron Kristófer Lárusson, Theódór Elmar Bjarnason og Kristján Flóki Finnbogason. Þá er Lúkas Magni Magnason í námi í Bandaríkjunum og leikur því ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Jákvæðu fréttirnar eru hins vegar þær að Jóhannes Kristinn Bjarnason sneri til baka í síðari hálfleik eftir að hafa ristarbrotnað fyrr á leiktíðinni. Þetta var aðeins hans fjórði leikur í deildinni í ár. Fótbolti KR Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
KR gerði jafntefli við KA á Meistaravöllum í kvöld. Það stefndi allt í sigur gestanna frá Akureyri en Finnur Tómas Pálmason jafnaði metin í uppbótartíma, lokatölur 2-2. Stigið gerir ekki mikið fyrir heimamenn sem eru nú án sigurs síðan 20. maí síðastliðinn. Stefán Árni var í byrjunarliði KR og sýndi skemmtilega takta meðan hans naut við. Hann meiddist hins vegar aftan í læri og var tekinn af velli á 36. mínútu. Þetta var aðeins fimmti leikur hans á leiktíðinni en hann var í námi í Madríd á Spáni og missti því af upphafi leiktíðar. Nú er ljóst að KR-ingar verða einnig án hans í næstu leikjum. Þetta voru ekki einu slæmu tíðindin fyrir KR-inga í kvöld þar sem markaskorarinn og fyrirliðinn í kvöld, Finnur Tómas, nældi sér í gult spjald og verður því ekki með þegar KR heimsækir HK í Kórinn þann 7. ágúst næstkomandi. Meiðsli Stefáns Árna gætu vart komið á verri tíma en leikmannahópur KR er heldur þunnskipaður þessa dagana. Fyrir á meiðslalistanum eru þeir Birgir Steinn Styrmisson, Aron Kristófer Lárusson, Theódór Elmar Bjarnason og Kristján Flóki Finnbogason. Þá er Lúkas Magni Magnason í námi í Bandaríkjunum og leikur því ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Jákvæðu fréttirnar eru hins vegar þær að Jóhannes Kristinn Bjarnason sneri til baka í síðari hálfleik eftir að hafa ristarbrotnað fyrr á leiktíðinni. Þetta var aðeins hans fjórði leikur í deildinni í ár.
Fótbolti KR Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira