Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. júlí 2024 22:31 Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands ræddi atburði helgarinnar í Kvöldfréttum. Vísir/Arnar Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. „Það er ennþá svolítið hlaupvatn í ánni, og það tekur einhverja daga fyrir hana að jafna sig alveg en það er eiginlega búið,“ segir Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Benedikt segir að búast megi við að jökulhlaupið marki upphaf á aukinni virkni í Kötlu. „Það hefur gert það áður, 2011 var einmitt svona stórt hlaup, reyndar í Múlakvísl. En í kjölfarið á því var mjög mikil virkni í Kötlu marga mánuði á eftir.“ Aðspurður segist hann ekki vita hvers vegna slík virkni á það til aukast eftir jökulhlaup. „Kannski farbreytingin sem verður við svona stórt hlaup gæti komið að stað einhverri meiri virkni. En það eru bara ágiskanir.“ Skjálftavirkni á svæðinu jókst eftir jökulhlaupið en síðan hefur dregið úr henni. Benedikt segir daginn hafa verið rólegan hvað varðar skjálftavirkni og skýr tengsl séu á milli hlaupsins og jarðskjálftavirkninnar. „Farbreytingarnar sem verða undir jöklinum þegar hlaupvatnið fer af stað, þær geta komið af stað skjálftavirkni og við sjáum það mjög oft. Það er í raun ein af aðferðunum sem við notum til að vara við yfirvofandi hlaupi, það er merki á skjálftamælum.“ Ætti að vera búið næstu helgi „Það er fljótt að sjatna í ánum, ég held að til að taka ákvörðun um ferðalög næstu helgi ætti að bíða þangað til líður nær helgi. Það segir okkur frekar hvernig ástandið verður þá,“ segir Benedikt aðspurður hvort fólk sem hyggst ferðast á hálendið næstu helgi ætti að horfa til vatnavaxtar í ám. Miklar rigningar á hálendinu settu strik í reikning einhverra ferðamanna um liðna helgi. „Þetta sem er í gangi núna ætti nú að vera búið þá.“ Mýrdalshreppur Náttúruhamfarir Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Sjá meira
„Það er ennþá svolítið hlaupvatn í ánni, og það tekur einhverja daga fyrir hana að jafna sig alveg en það er eiginlega búið,“ segir Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Benedikt segir að búast megi við að jökulhlaupið marki upphaf á aukinni virkni í Kötlu. „Það hefur gert það áður, 2011 var einmitt svona stórt hlaup, reyndar í Múlakvísl. En í kjölfarið á því var mjög mikil virkni í Kötlu marga mánuði á eftir.“ Aðspurður segist hann ekki vita hvers vegna slík virkni á það til aukast eftir jökulhlaup. „Kannski farbreytingin sem verður við svona stórt hlaup gæti komið að stað einhverri meiri virkni. En það eru bara ágiskanir.“ Skjálftavirkni á svæðinu jókst eftir jökulhlaupið en síðan hefur dregið úr henni. Benedikt segir daginn hafa verið rólegan hvað varðar skjálftavirkni og skýr tengsl séu á milli hlaupsins og jarðskjálftavirkninnar. „Farbreytingarnar sem verða undir jöklinum þegar hlaupvatnið fer af stað, þær geta komið af stað skjálftavirkni og við sjáum það mjög oft. Það er í raun ein af aðferðunum sem við notum til að vara við yfirvofandi hlaupi, það er merki á skjálftamælum.“ Ætti að vera búið næstu helgi „Það er fljótt að sjatna í ánum, ég held að til að taka ákvörðun um ferðalög næstu helgi ætti að bíða þangað til líður nær helgi. Það segir okkur frekar hvernig ástandið verður þá,“ segir Benedikt aðspurður hvort fólk sem hyggst ferðast á hálendið næstu helgi ætti að horfa til vatnavaxtar í ám. Miklar rigningar á hálendinu settu strik í reikning einhverra ferðamanna um liðna helgi. „Þetta sem er í gangi núna ætti nú að vera búið þá.“
Mýrdalshreppur Náttúruhamfarir Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Sjá meira