Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. júlí 2024 22:31 Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands ræddi atburði helgarinnar í Kvöldfréttum. Vísir/Arnar Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. „Það er ennþá svolítið hlaupvatn í ánni, og það tekur einhverja daga fyrir hana að jafna sig alveg en það er eiginlega búið,“ segir Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Benedikt segir að búast megi við að jökulhlaupið marki upphaf á aukinni virkni í Kötlu. „Það hefur gert það áður, 2011 var einmitt svona stórt hlaup, reyndar í Múlakvísl. En í kjölfarið á því var mjög mikil virkni í Kötlu marga mánuði á eftir.“ Aðspurður segist hann ekki vita hvers vegna slík virkni á það til aukast eftir jökulhlaup. „Kannski farbreytingin sem verður við svona stórt hlaup gæti komið að stað einhverri meiri virkni. En það eru bara ágiskanir.“ Skjálftavirkni á svæðinu jókst eftir jökulhlaupið en síðan hefur dregið úr henni. Benedikt segir daginn hafa verið rólegan hvað varðar skjálftavirkni og skýr tengsl séu á milli hlaupsins og jarðskjálftavirkninnar. „Farbreytingarnar sem verða undir jöklinum þegar hlaupvatnið fer af stað, þær geta komið af stað skjálftavirkni og við sjáum það mjög oft. Það er í raun ein af aðferðunum sem við notum til að vara við yfirvofandi hlaupi, það er merki á skjálftamælum.“ Ætti að vera búið næstu helgi „Það er fljótt að sjatna í ánum, ég held að til að taka ákvörðun um ferðalög næstu helgi ætti að bíða þangað til líður nær helgi. Það segir okkur frekar hvernig ástandið verður þá,“ segir Benedikt aðspurður hvort fólk sem hyggst ferðast á hálendið næstu helgi ætti að horfa til vatnavaxtar í ám. Miklar rigningar á hálendinu settu strik í reikning einhverra ferðamanna um liðna helgi. „Þetta sem er í gangi núna ætti nú að vera búið þá.“ Mýrdalshreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
„Það er ennþá svolítið hlaupvatn í ánni, og það tekur einhverja daga fyrir hana að jafna sig alveg en það er eiginlega búið,“ segir Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Benedikt segir að búast megi við að jökulhlaupið marki upphaf á aukinni virkni í Kötlu. „Það hefur gert það áður, 2011 var einmitt svona stórt hlaup, reyndar í Múlakvísl. En í kjölfarið á því var mjög mikil virkni í Kötlu marga mánuði á eftir.“ Aðspurður segist hann ekki vita hvers vegna slík virkni á það til aukast eftir jökulhlaup. „Kannski farbreytingin sem verður við svona stórt hlaup gæti komið að stað einhverri meiri virkni. En það eru bara ágiskanir.“ Skjálftavirkni á svæðinu jókst eftir jökulhlaupið en síðan hefur dregið úr henni. Benedikt segir daginn hafa verið rólegan hvað varðar skjálftavirkni og skýr tengsl séu á milli hlaupsins og jarðskjálftavirkninnar. „Farbreytingarnar sem verða undir jöklinum þegar hlaupvatnið fer af stað, þær geta komið af stað skjálftavirkni og við sjáum það mjög oft. Það er í raun ein af aðferðunum sem við notum til að vara við yfirvofandi hlaupi, það er merki á skjálftamælum.“ Ætti að vera búið næstu helgi „Það er fljótt að sjatna í ánum, ég held að til að taka ákvörðun um ferðalög næstu helgi ætti að bíða þangað til líður nær helgi. Það segir okkur frekar hvernig ástandið verður þá,“ segir Benedikt aðspurður hvort fólk sem hyggst ferðast á hálendið næstu helgi ætti að horfa til vatnavaxtar í ám. Miklar rigningar á hálendinu settu strik í reikning einhverra ferðamanna um liðna helgi. „Þetta sem er í gangi núna ætti nú að vera búið þá.“
Mýrdalshreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira