Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Telma Tómasson skrifar 29. júlí 2024 11:47 Jökulhlaup varð til þess að vegurinn við Skálm fór í sundur. Vegagerðin Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. „Þetta lítur ekkert vel út, við höfum verið að gera fært, en það eru miklar skemmdir og mikil vinna að koma þessu saman aftur,“ segir Ágúst Freyr Bjartmarsson yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal. Allt kapp var lagt á það í gær að greiða fyrir umferðinni og tryggja samgöngur í báðar áttir, en í dag er horft til þeirra viðgerða sem framundan eru og verið að meta umfangið, en leggja þarf hliðarveg fyrir vinnuvélar og stór tæki. Björgunarsveitin stýrir umferð um þjóðveginn, sem er einbreiður um sinn, þar til nothæfri ljósastýringu verður komið á. Fjöldi ökumanna beið eftir að komast leiðar sinnar í gærkvöldi, en hringvegurinn við Skálmarbrú var opnaður á ellefta tímanum. „Þetta gekk vel eftir að við höfðum náð að loka öllum sárum og skemmdum en það var gríðarleg umferð frá átta til tólf. Einhverjum lá á, hóteleigendur biðu eftir sínu fólki og gestum. Það var mikill þrýstingur en það var líka reynt að gera allt sem hægt var. Í heildina gekk þetta mjög vel.“ Hann segir ekki liggja fyrir hve langan tíma taki að gera við veginn. Verið sé að taka saman hvað þurfi að gera og hvernig. Reikna megi með því að vinnan dagi í það minnsta nokkra daga. „Það er unnið stöðugt að því að koma þessu í lag.“ Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar meðan viðgerðir standa yfir. Vegagerð Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Þetta lítur ekkert vel út, við höfum verið að gera fært, en það eru miklar skemmdir og mikil vinna að koma þessu saman aftur,“ segir Ágúst Freyr Bjartmarsson yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal. Allt kapp var lagt á það í gær að greiða fyrir umferðinni og tryggja samgöngur í báðar áttir, en í dag er horft til þeirra viðgerða sem framundan eru og verið að meta umfangið, en leggja þarf hliðarveg fyrir vinnuvélar og stór tæki. Björgunarsveitin stýrir umferð um þjóðveginn, sem er einbreiður um sinn, þar til nothæfri ljósastýringu verður komið á. Fjöldi ökumanna beið eftir að komast leiðar sinnar í gærkvöldi, en hringvegurinn við Skálmarbrú var opnaður á ellefta tímanum. „Þetta gekk vel eftir að við höfðum náð að loka öllum sárum og skemmdum en það var gríðarleg umferð frá átta til tólf. Einhverjum lá á, hóteleigendur biðu eftir sínu fólki og gestum. Það var mikill þrýstingur en það var líka reynt að gera allt sem hægt var. Í heildina gekk þetta mjög vel.“ Hann segir ekki liggja fyrir hve langan tíma taki að gera við veginn. Verið sé að taka saman hvað þurfi að gera og hvernig. Reikna megi með því að vinnan dagi í það minnsta nokkra daga. „Það er unnið stöðugt að því að koma þessu í lag.“ Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar meðan viðgerðir standa yfir.
Vegagerð Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira