Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Telma Tómasson skrifar 29. júlí 2024 11:47 Jökulhlaup varð til þess að vegurinn við Skálm fór í sundur. Vegagerðin Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. „Þetta lítur ekkert vel út, við höfum verið að gera fært, en það eru miklar skemmdir og mikil vinna að koma þessu saman aftur,“ segir Ágúst Freyr Bjartmarsson yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal. Allt kapp var lagt á það í gær að greiða fyrir umferðinni og tryggja samgöngur í báðar áttir, en í dag er horft til þeirra viðgerða sem framundan eru og verið að meta umfangið, en leggja þarf hliðarveg fyrir vinnuvélar og stór tæki. Björgunarsveitin stýrir umferð um þjóðveginn, sem er einbreiður um sinn, þar til nothæfri ljósastýringu verður komið á. Fjöldi ökumanna beið eftir að komast leiðar sinnar í gærkvöldi, en hringvegurinn við Skálmarbrú var opnaður á ellefta tímanum. „Þetta gekk vel eftir að við höfðum náð að loka öllum sárum og skemmdum en það var gríðarleg umferð frá átta til tólf. Einhverjum lá á, hóteleigendur biðu eftir sínu fólki og gestum. Það var mikill þrýstingur en það var líka reynt að gera allt sem hægt var. Í heildina gekk þetta mjög vel.“ Hann segir ekki liggja fyrir hve langan tíma taki að gera við veginn. Verið sé að taka saman hvað þurfi að gera og hvernig. Reikna megi með því að vinnan dagi í það minnsta nokkra daga. „Það er unnið stöðugt að því að koma þessu í lag.“ Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar meðan viðgerðir standa yfir. Vegagerð Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
„Þetta lítur ekkert vel út, við höfum verið að gera fært, en það eru miklar skemmdir og mikil vinna að koma þessu saman aftur,“ segir Ágúst Freyr Bjartmarsson yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal. Allt kapp var lagt á það í gær að greiða fyrir umferðinni og tryggja samgöngur í báðar áttir, en í dag er horft til þeirra viðgerða sem framundan eru og verið að meta umfangið, en leggja þarf hliðarveg fyrir vinnuvélar og stór tæki. Björgunarsveitin stýrir umferð um þjóðveginn, sem er einbreiður um sinn, þar til nothæfri ljósastýringu verður komið á. Fjöldi ökumanna beið eftir að komast leiðar sinnar í gærkvöldi, en hringvegurinn við Skálmarbrú var opnaður á ellefta tímanum. „Þetta gekk vel eftir að við höfðum náð að loka öllum sárum og skemmdum en það var gríðarleg umferð frá átta til tólf. Einhverjum lá á, hóteleigendur biðu eftir sínu fólki og gestum. Það var mikill þrýstingur en það var líka reynt að gera allt sem hægt var. Í heildina gekk þetta mjög vel.“ Hann segir ekki liggja fyrir hve langan tíma taki að gera við veginn. Verið sé að taka saman hvað þurfi að gera og hvernig. Reikna megi með því að vinnan dagi í það minnsta nokkra daga. „Það er unnið stöðugt að því að koma þessu í lag.“ Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar meðan viðgerðir standa yfir.
Vegagerð Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira