Auðvitað á að treysta fólki sjálfu fyrir því hvert það beinir viðskiptum sínum Sigurður G. Guðjónsson skrifar 29. júlí 2024 09:00 Kröftug umræða hefur verið í sumar um viðskiptahætti fyrirtækja sem bjóða áhættuspil á netinu. Einsog áður hefur verið bent á í greinum hér á Vísi er mikilvægt að gera skýran greinarmun á fyrirtækjum sem vanda til verka og hinna sem gera það ekki. Morgan Stanley gefur Betsson AAA í einkunn Skjólstæðingur minn, Betsson, sem skráð er í sænsku kauphöllinni, er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa um árabil lagt mikla áherslu á að gefa engan afslátt af góðum viðskiptaháttum. Þann 12. júlí gaf til dæmis matsfyrirtæki Morgan Stanley Capital International (MSCI) Betsson hæstu mögulegu einkunn, AAA, þegar kemur að viðmiðinu um ,,Umhverfislega og félagslega þætti og stjórnarhætti” (Environmental, Social and Governance - ESG). Þetta er viðmið sem fjárfestar styðjast við til að meta mögulegar fjárfestingar sínar út frá aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga, þar á meðal hvernig fyrirtæki kemur fram við starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið sem það starfar í. Óvandaður málflutningur Í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi sunnudaginn 21. júlí sl. lét Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), aðaleiganda stærsta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, gamminn geysa um starfsemi þessa. Bauð hann upp á fjölda staðreyndavillana og bar sakir um ólögmæta starfsemi á öll erlend fyrirtæki sem bjóða fjárhættuspil á netinu. Lárus má fullyrti þannig að tuttugu til þrjátíu milljarðar króna fari úr landi vegna starfsemi erlendra veðmálasíðna. Lárus nefndi engar heimildir til stuðnings þessari fullyrðingu sagði bara „menn segja“. Lárus á hins vegar að að vita betur því hann sat í starfshópi á vegum dómsmálaráðherra, sem ætlað var að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála, og aflaði starfshópurinn sér upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum um mögulegt umfang fjárhættuspila á erlendum veðmálasíðum. Samkvæmt þeim gögnum var umfangið metið á bilinu 10,5 til 12 milljarðar króna á ári. Um þetta má lesa á blaðsíðu 22 í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra. Þar er nefnt að Íslendingar „eyði“ þessari tölu á erlendum veðmálasíðum en ekki lagt mat á hvað þeir hafi fengið til baka. Þá mátti skilja á Lárusi að stjórnvöld um alla Evrópu stæðu í stórræðum við að loka fjárhættuspilasíðum á netinu og að þar væru aðeins starfandi einokunarfyrirtæki á borð við þau sem hann kemur að hér á landi fyrir hönd ÍSÍ. Þetta er rangt, eins og hefur nú verið útskýrt kurteisislega fyrir Lárusi og öðrum áhugasömum lesendum í aðsendri grein. Ísland og Noregur eru nánast einu rikin eftir innan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa ekki uppfært löggjöf sína um fjárhættuspil með tilliti til nútímans þar sem verslun og þjónusta á netinu er hluti af daglegu lífi. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð eru meðal þjóða sem hafa afnumið einokunarmódel sín og innleitt leyfiskerfi opið öllum ábyrgum rekstraraðilum. Í grunninn hafa stjórnvöld víðast um álfuna ákveðið að treysta fólki sjálfu fyrir því við hverja það kýs að eiga viðskipti. Eðilega, myndu örugglega flestir segja. Engin veðmál á leiki yngri flokka hjá Betsson Hjá Betsson er ekki í boði að veðja á leiki yngri flokka (sem er því miður raunin hjá ýmsum öðrum síðum). Þá leggur fyrirtækið blátt bann við því að fólk undir 18 ára aldri opni reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reikningum þangað til viðeigandi gögn hafa borist. Er þetta hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins, sem hvergi er hvikað frá. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Kröftug umræða hefur verið í sumar um viðskiptahætti fyrirtækja sem bjóða áhættuspil á netinu. Einsog áður hefur verið bent á í greinum hér á Vísi er mikilvægt að gera skýran greinarmun á fyrirtækjum sem vanda til verka og hinna sem gera það ekki. Morgan Stanley gefur Betsson AAA í einkunn Skjólstæðingur minn, Betsson, sem skráð er í sænsku kauphöllinni, er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa um árabil lagt mikla áherslu á að gefa engan afslátt af góðum viðskiptaháttum. Þann 12. júlí gaf til dæmis matsfyrirtæki Morgan Stanley Capital International (MSCI) Betsson hæstu mögulegu einkunn, AAA, þegar kemur að viðmiðinu um ,,Umhverfislega og félagslega þætti og stjórnarhætti” (Environmental, Social and Governance - ESG). Þetta er viðmið sem fjárfestar styðjast við til að meta mögulegar fjárfestingar sínar út frá aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga, þar á meðal hvernig fyrirtæki kemur fram við starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið sem það starfar í. Óvandaður málflutningur Í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi sunnudaginn 21. júlí sl. lét Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), aðaleiganda stærsta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, gamminn geysa um starfsemi þessa. Bauð hann upp á fjölda staðreyndavillana og bar sakir um ólögmæta starfsemi á öll erlend fyrirtæki sem bjóða fjárhættuspil á netinu. Lárus má fullyrti þannig að tuttugu til þrjátíu milljarðar króna fari úr landi vegna starfsemi erlendra veðmálasíðna. Lárus nefndi engar heimildir til stuðnings þessari fullyrðingu sagði bara „menn segja“. Lárus á hins vegar að að vita betur því hann sat í starfshópi á vegum dómsmálaráðherra, sem ætlað var að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála, og aflaði starfshópurinn sér upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum um mögulegt umfang fjárhættuspila á erlendum veðmálasíðum. Samkvæmt þeim gögnum var umfangið metið á bilinu 10,5 til 12 milljarðar króna á ári. Um þetta má lesa á blaðsíðu 22 í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra. Þar er nefnt að Íslendingar „eyði“ þessari tölu á erlendum veðmálasíðum en ekki lagt mat á hvað þeir hafi fengið til baka. Þá mátti skilja á Lárusi að stjórnvöld um alla Evrópu stæðu í stórræðum við að loka fjárhættuspilasíðum á netinu og að þar væru aðeins starfandi einokunarfyrirtæki á borð við þau sem hann kemur að hér á landi fyrir hönd ÍSÍ. Þetta er rangt, eins og hefur nú verið útskýrt kurteisislega fyrir Lárusi og öðrum áhugasömum lesendum í aðsendri grein. Ísland og Noregur eru nánast einu rikin eftir innan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa ekki uppfært löggjöf sína um fjárhættuspil með tilliti til nútímans þar sem verslun og þjónusta á netinu er hluti af daglegu lífi. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð eru meðal þjóða sem hafa afnumið einokunarmódel sín og innleitt leyfiskerfi opið öllum ábyrgum rekstraraðilum. Í grunninn hafa stjórnvöld víðast um álfuna ákveðið að treysta fólki sjálfu fyrir því við hverja það kýs að eiga viðskipti. Eðilega, myndu örugglega flestir segja. Engin veðmál á leiki yngri flokka hjá Betsson Hjá Betsson er ekki í boði að veðja á leiki yngri flokka (sem er því miður raunin hjá ýmsum öðrum síðum). Þá leggur fyrirtækið blátt bann við því að fólk undir 18 ára aldri opni reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reikningum þangað til viðeigandi gögn hafa borist. Er þetta hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins, sem hvergi er hvikað frá. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun