Arnar: Get lofað ykkur því að við munum ekki gefast upp Dagur Lárusson skrifar 28. júlí 2024 22:43 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Vísir/Pawel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum hæstánægður með 5-1 sigur síns liðs á HK í Bestu-deild karla í kvöld. „Já þetta var gríðarlega öflug frammistaða hjá okkur. Þetta var smá erfitt fyrstu þrjátíu mínúturnar og það virkaði eins og það væri smá þreyta í okkur eftir leikinn á fimmtudaginn,“ byrjaði Arnar að segja eftir leik. „En við börðumst í gegnum það og það er það sem þú þarft að gera. Þú þarft að snúa augnablikinu þér í vil þannig ég er virkilega ánægður með strákana. Þetta eru mjög erfiðir leikir sem eru á milli Evrópuleikjanna og mikið álag,“ hélt Arnar áfram að segja. Annað mark Víkings var vendipunkturinn í leiknum en eftir það mark kviknaði á meisturunum. Arnar var spurður út í vendipunktinn. „Þetta var ákveðinn vendipunktur, það er rétt en ég verð eiginlega að minnast á frammistöðu Gísla Gottskálk í leiknum. Honum finnst svo gaman að spila fótbolta og það er svo gaman að sjá svona strák taka til sín leikinn þó hann sé kannski með mikla pressu á sér og hann var stórkostlegur, algjörlega stórkostlegur og mér fannst hann lyfta öðrum leikmönnum upp á hærra plan.“ Arnar talaði um það fyrir leikinn að hann vildi að liðið færi með gott veganesti til Albaníu í seinni leikinn í Sambandsdeildinni og vildi hann meina að þetta hafi verið fullkomið veganesti. „Já, svona sigur er það svo sannarlega og þetta einvígi er ekkert búið, ég get lofað ykkur því. Við munum ekki gefast upp úti þó svo það taki 90 mínútur eða 120 mínútur eða jafnvel vítaspyrnukeppni.“ Arnar var síðan spurður út í mögulegar breytingar á leikmannahópnum áður en félagsskiptaglugginn lokar. „Nei ég á ekki von á miklum breytingum en það getur vel verið að Sveinn Gísli fari á lán. Það var gaman að geta loksins gefið honum mínútur hér í kvöld þar sem hann hefur ekki fengið að vera í byrjunarliðinu áður. En annars þurfum við meira bara að fá menn til baka eins og Aron og Jón Guðna og Matta sem verður að vísu frá í átta vikur,“ endaði Arnar Gunnlaugsson að segja eftir leik. Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - HK 5-1 | Meistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
„Já þetta var gríðarlega öflug frammistaða hjá okkur. Þetta var smá erfitt fyrstu þrjátíu mínúturnar og það virkaði eins og það væri smá þreyta í okkur eftir leikinn á fimmtudaginn,“ byrjaði Arnar að segja eftir leik. „En við börðumst í gegnum það og það er það sem þú þarft að gera. Þú þarft að snúa augnablikinu þér í vil þannig ég er virkilega ánægður með strákana. Þetta eru mjög erfiðir leikir sem eru á milli Evrópuleikjanna og mikið álag,“ hélt Arnar áfram að segja. Annað mark Víkings var vendipunkturinn í leiknum en eftir það mark kviknaði á meisturunum. Arnar var spurður út í vendipunktinn. „Þetta var ákveðinn vendipunktur, það er rétt en ég verð eiginlega að minnast á frammistöðu Gísla Gottskálk í leiknum. Honum finnst svo gaman að spila fótbolta og það er svo gaman að sjá svona strák taka til sín leikinn þó hann sé kannski með mikla pressu á sér og hann var stórkostlegur, algjörlega stórkostlegur og mér fannst hann lyfta öðrum leikmönnum upp á hærra plan.“ Arnar talaði um það fyrir leikinn að hann vildi að liðið færi með gott veganesti til Albaníu í seinni leikinn í Sambandsdeildinni og vildi hann meina að þetta hafi verið fullkomið veganesti. „Já, svona sigur er það svo sannarlega og þetta einvígi er ekkert búið, ég get lofað ykkur því. Við munum ekki gefast upp úti þó svo það taki 90 mínútur eða 120 mínútur eða jafnvel vítaspyrnukeppni.“ Arnar var síðan spurður út í mögulegar breytingar á leikmannahópnum áður en félagsskiptaglugginn lokar. „Nei ég á ekki von á miklum breytingum en það getur vel verið að Sveinn Gísli fari á lán. Það var gaman að geta loksins gefið honum mínútur hér í kvöld þar sem hann hefur ekki fengið að vera í byrjunarliðinu áður. En annars þurfum við meira bara að fá menn til baka eins og Aron og Jón Guðna og Matta sem verður að vísu frá í átta vikur,“ endaði Arnar Gunnlaugsson að segja eftir leik.
Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - HK 5-1 | Meistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - HK 5-1 | Meistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó