Yndislestur og fyrirmyndir Vilhjálmur Þór Svansson skrifar 28. júlí 2024 15:30 Það eru 10 ár síðan sem ég fékk þá frábæru hugmynd frá fjölskyldumeðlimi að setja mér reglulegt bóklesturs-markmið. Til dæmis lesa 1-2 bækur á mánuði. Ég stökk á vagninn og held nú upp á 10 ára afmæli reglulegs yndislestrar. Þetta er eitt skemmtilegasta markmið sem ég hef sett mér. Enda krefjandi en vel raunhæft. Rétt eins og markmið eiga að vera. Ég hef þó ekki alltaf náð markmiðinu, en reynt, og sömuleiðis haldið úti grófu yfirliti yfir bókalesturinn. Sem á móti hvetur mann áfram í lestrinum. Ég held að þessi yndislestur, sem er orðinn ómissandi partur af rútínunni hafi haft gríðarlega góð og ánægjuleg áhrif á mitt líf síðastliðinn áratug. Af hverju? Fyrir mér eykur yndislestur sjálfstraust, þolinmæði og víðsýni og dregur jafnframt úr fordómum. Tilhlökkunin að taka upp þráðinn sem frá var horfið í bóklestrinum eða byrja á nýrri bók er ómetanleg og innileg. Ég fullyrði reyndar að yndislestur sé bráðhollur. Einhversstaðar las ég um rannsókn sem leiddi í ljós að fólk hefði fengið innblástur til að gera jákvæðar breytingar á lífi sínu eftir lestur bóka, aðrir uppgötvað nýtt áhugamál og enn aðrir töldu yndislestur eftirlætis aðferð þeirra til að takast á við streitu. Ekki amalegt. Þegar yndislestur er kominn í reglulega rútínu eykst áhuginn á bókum almennt í veldisvexti og sömuleiðis annarri bókatengdri afþreyingu eins bókaþáttum í sjónvarpi, hlaðvarpi og útvarpi eða nýjum bókaútgáfum. Ekki bara um jólin. Þá nefndi góður maður nýverið við mig þá framtíðarsýn að aðsókn í bækur og yndislestur muni aukast töluvert á næstu árum sem svar okkar við hraða samfélagsins og öráreitinu alls staðar í kringum okkur, og allir þekkja. Það eru a.m.k einhverjir þarna úti í samfélaginu sem eru þessu sammála. Ég sá til dæmis aðila um daginn djúpt sokkinn í bókalestur bíðandi eftir næsta strætisvagni í Hamraborginni og annan í sömu gjörðum bíðandi eftir afgreiðslu í apóteki. Ekki í símanum. Aðdáunarvert. Mínar bóklesturs-fyrirmyndir. Besta leiðin til að halda sig við bóklestur er að lesa þær bækur sem vekja hjá manni einhvern snefil af áhuga hvort sem það eru skáldsögur, ævisögur, bækur til að viðhalda og afla sér þekkingar, bækur með sagnfræðilegu ívafi eða rómantískar bækur. Góður ,,krimmi’’ klikkar svo seint. Svo er líka hægt að prófa bókaáskrift, t.d hjá Angústúru. Og ódýrasta leiðin er að kíkja á næsta bókasafn, fjárfesta í bókasafnskorti á rúmar 3.000 kr. og prófa sig áfram enda bókasöfnin dugleg að auglýsa spennandi og vinsælar bækur. Svo sakar ekki að skilafrestur er yfirleitt innan 30 daga og því er maður hálf þvingaður til að ljúka við lesturinn næsta mánuðinn. Sem er ágætt markmið út af fyrir sig eins og ég hef uppgötvað undanfarinn áratug. Höfundur er áhugamaður um yndislestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntir Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Það eru 10 ár síðan sem ég fékk þá frábæru hugmynd frá fjölskyldumeðlimi að setja mér reglulegt bóklesturs-markmið. Til dæmis lesa 1-2 bækur á mánuði. Ég stökk á vagninn og held nú upp á 10 ára afmæli reglulegs yndislestrar. Þetta er eitt skemmtilegasta markmið sem ég hef sett mér. Enda krefjandi en vel raunhæft. Rétt eins og markmið eiga að vera. Ég hef þó ekki alltaf náð markmiðinu, en reynt, og sömuleiðis haldið úti grófu yfirliti yfir bókalesturinn. Sem á móti hvetur mann áfram í lestrinum. Ég held að þessi yndislestur, sem er orðinn ómissandi partur af rútínunni hafi haft gríðarlega góð og ánægjuleg áhrif á mitt líf síðastliðinn áratug. Af hverju? Fyrir mér eykur yndislestur sjálfstraust, þolinmæði og víðsýni og dregur jafnframt úr fordómum. Tilhlökkunin að taka upp þráðinn sem frá var horfið í bóklestrinum eða byrja á nýrri bók er ómetanleg og innileg. Ég fullyrði reyndar að yndislestur sé bráðhollur. Einhversstaðar las ég um rannsókn sem leiddi í ljós að fólk hefði fengið innblástur til að gera jákvæðar breytingar á lífi sínu eftir lestur bóka, aðrir uppgötvað nýtt áhugamál og enn aðrir töldu yndislestur eftirlætis aðferð þeirra til að takast á við streitu. Ekki amalegt. Þegar yndislestur er kominn í reglulega rútínu eykst áhuginn á bókum almennt í veldisvexti og sömuleiðis annarri bókatengdri afþreyingu eins bókaþáttum í sjónvarpi, hlaðvarpi og útvarpi eða nýjum bókaútgáfum. Ekki bara um jólin. Þá nefndi góður maður nýverið við mig þá framtíðarsýn að aðsókn í bækur og yndislestur muni aukast töluvert á næstu árum sem svar okkar við hraða samfélagsins og öráreitinu alls staðar í kringum okkur, og allir þekkja. Það eru a.m.k einhverjir þarna úti í samfélaginu sem eru þessu sammála. Ég sá til dæmis aðila um daginn djúpt sokkinn í bókalestur bíðandi eftir næsta strætisvagni í Hamraborginni og annan í sömu gjörðum bíðandi eftir afgreiðslu í apóteki. Ekki í símanum. Aðdáunarvert. Mínar bóklesturs-fyrirmyndir. Besta leiðin til að halda sig við bóklestur er að lesa þær bækur sem vekja hjá manni einhvern snefil af áhuga hvort sem það eru skáldsögur, ævisögur, bækur til að viðhalda og afla sér þekkingar, bækur með sagnfræðilegu ívafi eða rómantískar bækur. Góður ,,krimmi’’ klikkar svo seint. Svo er líka hægt að prófa bókaáskrift, t.d hjá Angústúru. Og ódýrasta leiðin er að kíkja á næsta bókasafn, fjárfesta í bókasafnskorti á rúmar 3.000 kr. og prófa sig áfram enda bókasöfnin dugleg að auglýsa spennandi og vinsælar bækur. Svo sakar ekki að skilafrestur er yfirleitt innan 30 daga og því er maður hálf þvingaður til að ljúka við lesturinn næsta mánuðinn. Sem er ágætt markmið út af fyrir sig eins og ég hef uppgötvað undanfarinn áratug. Höfundur er áhugamaður um yndislestur.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun