Yndislestur og fyrirmyndir Vilhjálmur Þór Svansson skrifar 28. júlí 2024 15:30 Það eru 10 ár síðan sem ég fékk þá frábæru hugmynd frá fjölskyldumeðlimi að setja mér reglulegt bóklesturs-markmið. Til dæmis lesa 1-2 bækur á mánuði. Ég stökk á vagninn og held nú upp á 10 ára afmæli reglulegs yndislestrar. Þetta er eitt skemmtilegasta markmið sem ég hef sett mér. Enda krefjandi en vel raunhæft. Rétt eins og markmið eiga að vera. Ég hef þó ekki alltaf náð markmiðinu, en reynt, og sömuleiðis haldið úti grófu yfirliti yfir bókalesturinn. Sem á móti hvetur mann áfram í lestrinum. Ég held að þessi yndislestur, sem er orðinn ómissandi partur af rútínunni hafi haft gríðarlega góð og ánægjuleg áhrif á mitt líf síðastliðinn áratug. Af hverju? Fyrir mér eykur yndislestur sjálfstraust, þolinmæði og víðsýni og dregur jafnframt úr fordómum. Tilhlökkunin að taka upp þráðinn sem frá var horfið í bóklestrinum eða byrja á nýrri bók er ómetanleg og innileg. Ég fullyrði reyndar að yndislestur sé bráðhollur. Einhversstaðar las ég um rannsókn sem leiddi í ljós að fólk hefði fengið innblástur til að gera jákvæðar breytingar á lífi sínu eftir lestur bóka, aðrir uppgötvað nýtt áhugamál og enn aðrir töldu yndislestur eftirlætis aðferð þeirra til að takast á við streitu. Ekki amalegt. Þegar yndislestur er kominn í reglulega rútínu eykst áhuginn á bókum almennt í veldisvexti og sömuleiðis annarri bókatengdri afþreyingu eins bókaþáttum í sjónvarpi, hlaðvarpi og útvarpi eða nýjum bókaútgáfum. Ekki bara um jólin. Þá nefndi góður maður nýverið við mig þá framtíðarsýn að aðsókn í bækur og yndislestur muni aukast töluvert á næstu árum sem svar okkar við hraða samfélagsins og öráreitinu alls staðar í kringum okkur, og allir þekkja. Það eru a.m.k einhverjir þarna úti í samfélaginu sem eru þessu sammála. Ég sá til dæmis aðila um daginn djúpt sokkinn í bókalestur bíðandi eftir næsta strætisvagni í Hamraborginni og annan í sömu gjörðum bíðandi eftir afgreiðslu í apóteki. Ekki í símanum. Aðdáunarvert. Mínar bóklesturs-fyrirmyndir. Besta leiðin til að halda sig við bóklestur er að lesa þær bækur sem vekja hjá manni einhvern snefil af áhuga hvort sem það eru skáldsögur, ævisögur, bækur til að viðhalda og afla sér þekkingar, bækur með sagnfræðilegu ívafi eða rómantískar bækur. Góður ,,krimmi’’ klikkar svo seint. Svo er líka hægt að prófa bókaáskrift, t.d hjá Angústúru. Og ódýrasta leiðin er að kíkja á næsta bókasafn, fjárfesta í bókasafnskorti á rúmar 3.000 kr. og prófa sig áfram enda bókasöfnin dugleg að auglýsa spennandi og vinsælar bækur. Svo sakar ekki að skilafrestur er yfirleitt innan 30 daga og því er maður hálf þvingaður til að ljúka við lesturinn næsta mánuðinn. Sem er ágætt markmið út af fyrir sig eins og ég hef uppgötvað undanfarinn áratug. Höfundur er áhugamaður um yndislestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru 10 ár síðan sem ég fékk þá frábæru hugmynd frá fjölskyldumeðlimi að setja mér reglulegt bóklesturs-markmið. Til dæmis lesa 1-2 bækur á mánuði. Ég stökk á vagninn og held nú upp á 10 ára afmæli reglulegs yndislestrar. Þetta er eitt skemmtilegasta markmið sem ég hef sett mér. Enda krefjandi en vel raunhæft. Rétt eins og markmið eiga að vera. Ég hef þó ekki alltaf náð markmiðinu, en reynt, og sömuleiðis haldið úti grófu yfirliti yfir bókalesturinn. Sem á móti hvetur mann áfram í lestrinum. Ég held að þessi yndislestur, sem er orðinn ómissandi partur af rútínunni hafi haft gríðarlega góð og ánægjuleg áhrif á mitt líf síðastliðinn áratug. Af hverju? Fyrir mér eykur yndislestur sjálfstraust, þolinmæði og víðsýni og dregur jafnframt úr fordómum. Tilhlökkunin að taka upp þráðinn sem frá var horfið í bóklestrinum eða byrja á nýrri bók er ómetanleg og innileg. Ég fullyrði reyndar að yndislestur sé bráðhollur. Einhversstaðar las ég um rannsókn sem leiddi í ljós að fólk hefði fengið innblástur til að gera jákvæðar breytingar á lífi sínu eftir lestur bóka, aðrir uppgötvað nýtt áhugamál og enn aðrir töldu yndislestur eftirlætis aðferð þeirra til að takast á við streitu. Ekki amalegt. Þegar yndislestur er kominn í reglulega rútínu eykst áhuginn á bókum almennt í veldisvexti og sömuleiðis annarri bókatengdri afþreyingu eins bókaþáttum í sjónvarpi, hlaðvarpi og útvarpi eða nýjum bókaútgáfum. Ekki bara um jólin. Þá nefndi góður maður nýverið við mig þá framtíðarsýn að aðsókn í bækur og yndislestur muni aukast töluvert á næstu árum sem svar okkar við hraða samfélagsins og öráreitinu alls staðar í kringum okkur, og allir þekkja. Það eru a.m.k einhverjir þarna úti í samfélaginu sem eru þessu sammála. Ég sá til dæmis aðila um daginn djúpt sokkinn í bókalestur bíðandi eftir næsta strætisvagni í Hamraborginni og annan í sömu gjörðum bíðandi eftir afgreiðslu í apóteki. Ekki í símanum. Aðdáunarvert. Mínar bóklesturs-fyrirmyndir. Besta leiðin til að halda sig við bóklestur er að lesa þær bækur sem vekja hjá manni einhvern snefil af áhuga hvort sem það eru skáldsögur, ævisögur, bækur til að viðhalda og afla sér þekkingar, bækur með sagnfræðilegu ívafi eða rómantískar bækur. Góður ,,krimmi’’ klikkar svo seint. Svo er líka hægt að prófa bókaáskrift, t.d hjá Angústúru. Og ódýrasta leiðin er að kíkja á næsta bókasafn, fjárfesta í bókasafnskorti á rúmar 3.000 kr. og prófa sig áfram enda bókasöfnin dugleg að auglýsa spennandi og vinsælar bækur. Svo sakar ekki að skilafrestur er yfirleitt innan 30 daga og því er maður hálf þvingaður til að ljúka við lesturinn næsta mánuðinn. Sem er ágætt markmið út af fyrir sig eins og ég hef uppgötvað undanfarinn áratug. Höfundur er áhugamaður um yndislestur.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun