Málið óheppilegt og mjög klaufalegt Eiður Þór Árnason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 26. júlí 2024 20:36 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að fólk eigi ekki að vera of hart við verðandi forseta. Vísir/Arnar Stjórnsýslufræðingur segir bílamál Höllu Tómasdóttur vera óheppilegt og mjög klaufalegt fyrir verðandi forseta. Lykilmáli skipti að hjónin hafi ekki fengið nýjan Volvo-rafbíl á betri kjörum en almenningi býðst. Bifreiðakaup Höllu og Björns Skúlasonar, eiginmanns hennar hafa verið til umfjöllunar eftir að bílaumboðið Brimborg greindi frá kaupunum í Facebook-færslu þar sem kostir bílsins voru auglýstir. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar sagði forsetahjónin verðandi hafa notið sérkjara líkt og aðrir langtímaviðskiptavinir án þess að skýra það nánar. Halla segir hjónin einungis hafa notið staðgreiðsluafsláttar sem standi öllum öðrum viðskiptavinum til boða. Í yfirlýsingu sagði verðandi forseti að ljósmynd af þeim hafi verið birt án þeirra vitundar og samþykkis. Egill sagði í samtali við RÚV að óskað hafi verið eftir leyfi fyrir myndbirtingunni. Hvorugt þeirra hefur veitt fréttastofu viðtal vegna málsins. „Gengur náttúrlega ekki“ „Það hefur verið núna síðustu tvö kjörtímabil þannig að forsetinn hefur fyrst og fremst látið mynda sig út í þjóðfélaginu hjá hjálparstofnunum, menningarstofnunum, rithöfundum, listamönnum og svo framvegis,“ sagði Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 og vísar til forsetatíðar Guðna Th. Jóhannessonar. „Sú hefð sem var kannski að einhverju leyti mynduð hjá Ólafi Ragnari Grímssyni að styðja við atvinnulífið, jafnvel á erlendum vettvangi, hefur ekki verið enda er ekki nein útrás í gangi. Það að forsetinn sé sýndur á auglýsingu hjá markaðsfyrirtæki, það gengur náttúrlega ekki.“ Óheppilegt ef hún gaf leyfi fyrir birtingunni Haukur sagði ekkert hægt að fullyrða um það hvort leyfi hafi verið veitt fyrir birtingu umræddar Facebook-færslu þar sem orð standi nú gegn orði. Það væri mjög óheppilegt ef Halla hafi gefið heimild fyrir slíku. Halla áréttaði síðar í Facebook-færslu á stuðningsmannasíðu að hjónin hafi ekki gefið leyfi fyrir birtingunni. „Hins vegar segir hún líka að hún hafi ekki ætlast til þess að þessi bílakaup yrðu opinber og það er spurning hvað hún á við með því. Síðan segir hún að hún hafi fengið bílinn á sömu kjörum og allur almenningur sem gengur af götunni inn í bílaumboðið bara með staðgreiðsluafslætti. Það skiptir lykilmáli að hún geti ekki gengið inn í fyrirtæki og fengið vöru á einhverju allt öðru verði en við hin,“ bætir Haukur við. Vissar óskrifaðar siðareglur við lýði Haukur segir það breyta litlu að Halla hafi ekki formlega tekið við embætti. Um tveir mánuðir eru frá kjöri hennar en hún tekur formlega við embætti þann 1. ágúst næstkomandi. „Þó við getum sagt að hún sé undanþegin ákvæðum um forsetaembættið í fimm daga í viðbót þá er hún náttúrlega að ganga inn í það að verða fulltrúi þjóðarinnar.“ Haukur bendir á að viss hefð sé fyrir því að gefa nýjum þjóðhöfðingjum 100 daga í embætti áður en farið sé að dæma verk þeirra. „Svo það er kannski ekki óskaplega sanngjarnt fimm dögum fyrir að dæma verk hennar en þetta er mjög klaufalegt. Það er alveg ljóst að það gilda ákveðnar óskrifaðar siðareglur um hæst settu opinberu starfsmennina og þó þær séu óskrifaðar þá eru þær til staðar.“ Klaufaskapur að Egill sé á gestalista Höllu Sú nýbreytni verður við innsetningarathöfn Höllu að hún verður með rúmlega 100 boðsgesti í hliðarsal til viðbótar við þingmenn og hefðbundna gesti í þingsal. Egill, forstjóri Brimborgar er meðal fólks á sérstökum boðslista Höllu. „Það er venjan að forseti bjóði kannski 20 til 30 manns, nánustu fjölskyldu og vinum og núna er þetta eitthvað stærri hópur, kannski 100 manns og hann kemst ekki fyrir í Alþingishúsinu þannig að þessi hópur er úti í Smiðju, nýju húsi Alþingis og er þar með skjá. Það er hluti af þessum klaufaskap að akkúrat Egill er á þessum lista. Ef þetta mál hafði ekki komið upp hjá Brimborg þá hefði enginn tekið eftir því.“ Þrátt fyrir þetta leggur Haukur til að fólk seti sig ekki í of mikið dómarasæti yfir forseta sem er ekki enn tekinn við. „Við dæmum hana bara seinna í haust eða vetur og segjum bara fall er fararheill og gangi henni sem allra best,“ segir hann að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð og því bætt við að Halla hafi síðar áréttað að hún hafi ekki gefið leyfi fyrir myndbirtingunni. Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Ekki verið ætlun þeirra að gera bílakaupin opinber Halla Tómasdóttir segir að ljósmynd af henni og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar að taka við nýjum Volvo-rafbíl hafi verið birt á Facebook-síðu Brimborgar án þeirra vitundar. Ekki hafi verið ætlunin að gera bílakaupin opinber og þau ekki farið fram á nein sérkjör. 26. júlí 2024 18:09 Forstjóri Brimborgar á athyglisverðum gestalista Höllu Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Þá verður mikið um dýrðir. Sérlegur gestalisti Höllu vekur sérstaka athygli en á hundrað og tíu manna lista eru sjötíu og fimm konur. Á meðal karlmanna á listanum er forstjóri Brimborgar en forsetahjónin verðandi keyptu nýjan bíl hjá fyrirtækinu á dögunum. 26. júlí 2024 16:26 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Bifreiðakaup Höllu og Björns Skúlasonar, eiginmanns hennar hafa verið til umfjöllunar eftir að bílaumboðið Brimborg greindi frá kaupunum í Facebook-færslu þar sem kostir bílsins voru auglýstir. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar sagði forsetahjónin verðandi hafa notið sérkjara líkt og aðrir langtímaviðskiptavinir án þess að skýra það nánar. Halla segir hjónin einungis hafa notið staðgreiðsluafsláttar sem standi öllum öðrum viðskiptavinum til boða. Í yfirlýsingu sagði verðandi forseti að ljósmynd af þeim hafi verið birt án þeirra vitundar og samþykkis. Egill sagði í samtali við RÚV að óskað hafi verið eftir leyfi fyrir myndbirtingunni. Hvorugt þeirra hefur veitt fréttastofu viðtal vegna málsins. „Gengur náttúrlega ekki“ „Það hefur verið núna síðustu tvö kjörtímabil þannig að forsetinn hefur fyrst og fremst látið mynda sig út í þjóðfélaginu hjá hjálparstofnunum, menningarstofnunum, rithöfundum, listamönnum og svo framvegis,“ sagði Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 og vísar til forsetatíðar Guðna Th. Jóhannessonar. „Sú hefð sem var kannski að einhverju leyti mynduð hjá Ólafi Ragnari Grímssyni að styðja við atvinnulífið, jafnvel á erlendum vettvangi, hefur ekki verið enda er ekki nein útrás í gangi. Það að forsetinn sé sýndur á auglýsingu hjá markaðsfyrirtæki, það gengur náttúrlega ekki.“ Óheppilegt ef hún gaf leyfi fyrir birtingunni Haukur sagði ekkert hægt að fullyrða um það hvort leyfi hafi verið veitt fyrir birtingu umræddar Facebook-færslu þar sem orð standi nú gegn orði. Það væri mjög óheppilegt ef Halla hafi gefið heimild fyrir slíku. Halla áréttaði síðar í Facebook-færslu á stuðningsmannasíðu að hjónin hafi ekki gefið leyfi fyrir birtingunni. „Hins vegar segir hún líka að hún hafi ekki ætlast til þess að þessi bílakaup yrðu opinber og það er spurning hvað hún á við með því. Síðan segir hún að hún hafi fengið bílinn á sömu kjörum og allur almenningur sem gengur af götunni inn í bílaumboðið bara með staðgreiðsluafslætti. Það skiptir lykilmáli að hún geti ekki gengið inn í fyrirtæki og fengið vöru á einhverju allt öðru verði en við hin,“ bætir Haukur við. Vissar óskrifaðar siðareglur við lýði Haukur segir það breyta litlu að Halla hafi ekki formlega tekið við embætti. Um tveir mánuðir eru frá kjöri hennar en hún tekur formlega við embætti þann 1. ágúst næstkomandi. „Þó við getum sagt að hún sé undanþegin ákvæðum um forsetaembættið í fimm daga í viðbót þá er hún náttúrlega að ganga inn í það að verða fulltrúi þjóðarinnar.“ Haukur bendir á að viss hefð sé fyrir því að gefa nýjum þjóðhöfðingjum 100 daga í embætti áður en farið sé að dæma verk þeirra. „Svo það er kannski ekki óskaplega sanngjarnt fimm dögum fyrir að dæma verk hennar en þetta er mjög klaufalegt. Það er alveg ljóst að það gilda ákveðnar óskrifaðar siðareglur um hæst settu opinberu starfsmennina og þó þær séu óskrifaðar þá eru þær til staðar.“ Klaufaskapur að Egill sé á gestalista Höllu Sú nýbreytni verður við innsetningarathöfn Höllu að hún verður með rúmlega 100 boðsgesti í hliðarsal til viðbótar við þingmenn og hefðbundna gesti í þingsal. Egill, forstjóri Brimborgar er meðal fólks á sérstökum boðslista Höllu. „Það er venjan að forseti bjóði kannski 20 til 30 manns, nánustu fjölskyldu og vinum og núna er þetta eitthvað stærri hópur, kannski 100 manns og hann kemst ekki fyrir í Alþingishúsinu þannig að þessi hópur er úti í Smiðju, nýju húsi Alþingis og er þar með skjá. Það er hluti af þessum klaufaskap að akkúrat Egill er á þessum lista. Ef þetta mál hafði ekki komið upp hjá Brimborg þá hefði enginn tekið eftir því.“ Þrátt fyrir þetta leggur Haukur til að fólk seti sig ekki í of mikið dómarasæti yfir forseta sem er ekki enn tekinn við. „Við dæmum hana bara seinna í haust eða vetur og segjum bara fall er fararheill og gangi henni sem allra best,“ segir hann að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð og því bætt við að Halla hafi síðar áréttað að hún hafi ekki gefið leyfi fyrir myndbirtingunni.
Forsetakosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Ekki verið ætlun þeirra að gera bílakaupin opinber Halla Tómasdóttir segir að ljósmynd af henni og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar að taka við nýjum Volvo-rafbíl hafi verið birt á Facebook-síðu Brimborgar án þeirra vitundar. Ekki hafi verið ætlunin að gera bílakaupin opinber og þau ekki farið fram á nein sérkjör. 26. júlí 2024 18:09 Forstjóri Brimborgar á athyglisverðum gestalista Höllu Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Þá verður mikið um dýrðir. Sérlegur gestalisti Höllu vekur sérstaka athygli en á hundrað og tíu manna lista eru sjötíu og fimm konur. Á meðal karlmanna á listanum er forstjóri Brimborgar en forsetahjónin verðandi keyptu nýjan bíl hjá fyrirtækinu á dögunum. 26. júlí 2024 16:26 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Ekki verið ætlun þeirra að gera bílakaupin opinber Halla Tómasdóttir segir að ljósmynd af henni og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar að taka við nýjum Volvo-rafbíl hafi verið birt á Facebook-síðu Brimborgar án þeirra vitundar. Ekki hafi verið ætlunin að gera bílakaupin opinber og þau ekki farið fram á nein sérkjör. 26. júlí 2024 18:09
Forstjóri Brimborgar á athyglisverðum gestalista Höllu Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst eða eftir tæpa viku. Þá verður mikið um dýrðir. Sérlegur gestalisti Höllu vekur sérstaka athygli en á hundrað og tíu manna lista eru sjötíu og fimm konur. Á meðal karlmanna á listanum er forstjóri Brimborgar en forsetahjónin verðandi keyptu nýjan bíl hjá fyrirtækinu á dögunum. 26. júlí 2024 16:26