Breskur Ólympíumeistari drýgir tekjurnar á OnlyFans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2024 12:31 Jack Laugher er vinsæll á OnlyFans. instagram-síða jack laugher Jack Laugher, sem varð fyrsti Ólympíumeistari Breta í dýfingum, setur inn efni á OnlyFans til að afla fjár. Hann segir ekki mjög arðbært að vera afreksmaður í dýfingum. Þrátt fyrir að hafa unnið til þriggja verðlauna á Ólympíuleikum og vera einn fremsti dýfingamaður heims er Laugher ekkert sérstaklega fjáður, allavega ekki miðað við margt annað íþróttafólk. Hann hefur því hugsað út fyrir boxið til að afla sér aukinna tekna. Og það hefur hann gert með því að selja aðgang að myndum og myndböndum af sér fáklæddum á OnlyFans. „Það er ekki mikill peningur í dýfingum svo ég geri hvað sem er fyrir auka pening. Ég hef svolítið sem fólk vill og ég sel það glaður. Þetta er mjög, mjög góð leið fyrir mig til að græða smá auka pening,“ sagði Laugher sem er kominn til Parísar þar sem hann keppir á Ólympíuleikunum. Laugher segist þéna 28 þúsund pund á ári, eða um fimm milljónir íslenskra króna. Hann segir að það sé ágætt og hann hafi það gott á þeim launum en þau séu ekki há miðað við það sem íþróttafólk í öðrum greinum þénar. Til að mynda fær keppandi sem fellur út í 1. umferð á Wimbledon-mótinu í tennis sextíu þúsund pund, eða um 10,7 milljónir króna. Pabbinn átti hugmyndina Að sögn Laughers stakk faðir hans upp á því að hann myndi rukka fólk fyrir efni með sér. „Pabbi sagði: Þú setur efni á Instagram en þegar efnið er frítt, eins og Instagram, ert þú efnið,“ sagði Laugher sem tók pabba sinn á orðinu og skráði sig á OnlyFans fyrir þremur árum, skömmu eftir Ólympíuleikana í Tókýó. Laugher og Chris Mears unnu gull á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir átta árum.getty/Adam Pretty Síðan þá hefur Laugher birt 570 ljósbláar myndir af sér og 54 myndbönd. Og það hefur skilað honum þúsundum punda. Mánaðaráskrift af OnlyFans kostar tæplega fjórtán hundruð krónur og þá geta áskrifendur gefið eins konar þjórfé fyrir einstaka færslur. Laugher fékk til að mynda tæplega 61 þúsund krónur í þjórfé fyrir myndband af sér í sturtu á nærfötunum í apríl. Engin nekt Laugher er ekki beint spéhræddur enda myndi það flækja málin fyrir OnlyFans-fyrirsætu. En hann passar sig á að fara ekki yfir strikið og vera siðsamlegur. „Ég skil hvernig er litið á þetta og ef fólk horfir neikvæðum augum á þetta. En ég veit hvað ég er að gera og líður vel með það,“ sagði Laugher. Laugher á æfingu í París.getty/Clive Rose „Það kemur skýrt fram að á síðunni minni að það er engin nekt. Ég færi fólki eitthvað mjög svipað því sem ég gerði áður en ég rukka bara smá áskriftargjald fyrir það. Mér finnst gaman að sýna mig og það er það sem ég er að gera. Svona get ég bara grætt smá pening og komið mér í betri stöðu fyrir framtíðina.“ Laugher er ekki eini breski dýfingakappinn sem situr fyrir á OnlyFans því Noah Williams skráði sig inn á síðuna í fyrra. Hann er mjög virkur og hefur birt 134 myndir og 129 myndbönd á rúmu ári á OnlyFans. Ólympíuleikar 2024 í París OnlyFans Dýfingar Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa unnið til þriggja verðlauna á Ólympíuleikum og vera einn fremsti dýfingamaður heims er Laugher ekkert sérstaklega fjáður, allavega ekki miðað við margt annað íþróttafólk. Hann hefur því hugsað út fyrir boxið til að afla sér aukinna tekna. Og það hefur hann gert með því að selja aðgang að myndum og myndböndum af sér fáklæddum á OnlyFans. „Það er ekki mikill peningur í dýfingum svo ég geri hvað sem er fyrir auka pening. Ég hef svolítið sem fólk vill og ég sel það glaður. Þetta er mjög, mjög góð leið fyrir mig til að græða smá auka pening,“ sagði Laugher sem er kominn til Parísar þar sem hann keppir á Ólympíuleikunum. Laugher segist þéna 28 þúsund pund á ári, eða um fimm milljónir íslenskra króna. Hann segir að það sé ágætt og hann hafi það gott á þeim launum en þau séu ekki há miðað við það sem íþróttafólk í öðrum greinum þénar. Til að mynda fær keppandi sem fellur út í 1. umferð á Wimbledon-mótinu í tennis sextíu þúsund pund, eða um 10,7 milljónir króna. Pabbinn átti hugmyndina Að sögn Laughers stakk faðir hans upp á því að hann myndi rukka fólk fyrir efni með sér. „Pabbi sagði: Þú setur efni á Instagram en þegar efnið er frítt, eins og Instagram, ert þú efnið,“ sagði Laugher sem tók pabba sinn á orðinu og skráði sig á OnlyFans fyrir þremur árum, skömmu eftir Ólympíuleikana í Tókýó. Laugher og Chris Mears unnu gull á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir átta árum.getty/Adam Pretty Síðan þá hefur Laugher birt 570 ljósbláar myndir af sér og 54 myndbönd. Og það hefur skilað honum þúsundum punda. Mánaðaráskrift af OnlyFans kostar tæplega fjórtán hundruð krónur og þá geta áskrifendur gefið eins konar þjórfé fyrir einstaka færslur. Laugher fékk til að mynda tæplega 61 þúsund krónur í þjórfé fyrir myndband af sér í sturtu á nærfötunum í apríl. Engin nekt Laugher er ekki beint spéhræddur enda myndi það flækja málin fyrir OnlyFans-fyrirsætu. En hann passar sig á að fara ekki yfir strikið og vera siðsamlegur. „Ég skil hvernig er litið á þetta og ef fólk horfir neikvæðum augum á þetta. En ég veit hvað ég er að gera og líður vel með það,“ sagði Laugher. Laugher á æfingu í París.getty/Clive Rose „Það kemur skýrt fram að á síðunni minni að það er engin nekt. Ég færi fólki eitthvað mjög svipað því sem ég gerði áður en ég rukka bara smá áskriftargjald fyrir það. Mér finnst gaman að sýna mig og það er það sem ég er að gera. Svona get ég bara grætt smá pening og komið mér í betri stöðu fyrir framtíðina.“ Laugher er ekki eini breski dýfingakappinn sem situr fyrir á OnlyFans því Noah Williams skráði sig inn á síðuna í fyrra. Hann er mjög virkur og hefur birt 134 myndir og 129 myndbönd á rúmu ári á OnlyFans.
Ólympíuleikar 2024 í París OnlyFans Dýfingar Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Sjá meira