Vaxandi áhrif hlýnunar á úrkomumynstur og fellibyli Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 11:48 Úrhellisrigning fylgdi fellibylnum Gaemi í Manila, höfuðborgar Filippseyja, á miðvikudag. Aukin úrkomuákefð er á meðal þess sem reikna má með á hlýnandi jörðu. AP/Joeal Capulitan Meirihluti landssvæðis á jörðinni hefur upplifað stærri sveiflur á milli úrkomu og þurrks en áður vegna hlýnunar lofthjúpsins. Þá eru merki um að loftslagsbreytingar hafi þau áhrif að fellibylir við Asíu verða fátíðari en öflugri en ella. Vísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar, þar á meðal ákafari úrkomu og verri þurrka. Hlýrra loft getur enda borið meiri vatnsgufu en svalara. Áætlað er að loftið geti borið sjö prósent meiri raka fyrir hverja gráðu hlýnunar sem á sér stað. Niðurstaða nýrrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna sem skoðuðu sögulegar veðurathuganir er að sveiflur í úrkomu hafi aukist á um 75 prósent lands á jörðinni síðustu öldina. Þeir rekja það til aukinnar getu andrúmsloftsins til þess að halda raka vegna hlýnunarinnar í grein sem birtist í vísindaritinu Science í gær. Úrkomusveiflan er sögð greinilegust í Evrópu, Ástralíu og austanverðri Norður-Ameríku. Þær eru sagðar áskorun fyrir veður- og loftslagsspár og aðlögun samfélaga manna og vistkerfa að þeim loftslagsbreytingum sem eiga sér nú stað. „Þetta á eftir að ágerast eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram og eykur líkurnar á þurrkum og flóðum,“ segir Steven Sherwood, vísindamaður við Loftslagsbreytingarannsóknarmiðstöð Háskólan í Nýju Suður-Wales í Ástralíu, við Reuters-fréttastofuna. Hann tók ekki þátt í rannsókninni. Óljóst er hvernig úrkoma þróast á Íslandi næstu öldina samkvæmt síðustu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem gefin var út í fyrra. Loftslagslíkönum beri illa saman um breytingar á úrkomu út öldina en þó sé útlit fyrir að hún aukist um rúmlega prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Ákefð úrkomu á landinu aukist og aftakaúrkoma gæti aukist á bilinu fimm til fimmtán prósent. Það samsvari á bilinu fjögra til fimmtán millímetra aukningu á sólarhring frá núverandi úrkomu á flestum svæðum. Færri en sterkari fellibylir Öflugasti fellibylur ársins til þess gekk yfir Taívan, Filippseyjar og Kína í vikunni. Hundruð þúsunda manna flúðu heimili sín áður en fellibylurinn Gaemi gekk á land þar í gær. Gaemi var jafnframt öflugasti fellibylurinn sem dunið hefur á Taívan í átta ár. Loftslagslíkön benda til þess að hlýnun jarðar auki styrk fellibylja enda sækja þeir kraft sinn í hlýjan sjó. Vísbendingar eru þó einnig um að fellibylir gætu orðið fátíðari á sama tíma og þær sækja í sig veðrið. Í skýrslu kínverskra yfirvalda sem var gefin út í þessum mánuði kom fram að fellibyljum á norðvestanverðu Kyrrahafi og Suður-Kínahafi hefur fækkað umtalsvert frá 10. áratug síðustu aldar en þeir hafi orðið öflugari. Loftslagsskýrsla sem var gefin út í Taívan í vor reiknaði með sambærilegri þróun við hlýnun loftslags. Feng Xiangbo, sérfræðingur í fellibyljum við Háskólann í Reading á Englandi, segir Reuters að fækkun fellibylja skýrist af ójafnri hlýnun hafsins þar sem vestanvert Kyrrahafið hlýnar hraðar en austurhluti þess. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Vísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar, þar á meðal ákafari úrkomu og verri þurrka. Hlýrra loft getur enda borið meiri vatnsgufu en svalara. Áætlað er að loftið geti borið sjö prósent meiri raka fyrir hverja gráðu hlýnunar sem á sér stað. Niðurstaða nýrrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna sem skoðuðu sögulegar veðurathuganir er að sveiflur í úrkomu hafi aukist á um 75 prósent lands á jörðinni síðustu öldina. Þeir rekja það til aukinnar getu andrúmsloftsins til þess að halda raka vegna hlýnunarinnar í grein sem birtist í vísindaritinu Science í gær. Úrkomusveiflan er sögð greinilegust í Evrópu, Ástralíu og austanverðri Norður-Ameríku. Þær eru sagðar áskorun fyrir veður- og loftslagsspár og aðlögun samfélaga manna og vistkerfa að þeim loftslagsbreytingum sem eiga sér nú stað. „Þetta á eftir að ágerast eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram og eykur líkurnar á þurrkum og flóðum,“ segir Steven Sherwood, vísindamaður við Loftslagsbreytingarannsóknarmiðstöð Háskólan í Nýju Suður-Wales í Ástralíu, við Reuters-fréttastofuna. Hann tók ekki þátt í rannsókninni. Óljóst er hvernig úrkoma þróast á Íslandi næstu öldina samkvæmt síðustu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem gefin var út í fyrra. Loftslagslíkönum beri illa saman um breytingar á úrkomu út öldina en þó sé útlit fyrir að hún aukist um rúmlega prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Ákefð úrkomu á landinu aukist og aftakaúrkoma gæti aukist á bilinu fimm til fimmtán prósent. Það samsvari á bilinu fjögra til fimmtán millímetra aukningu á sólarhring frá núverandi úrkomu á flestum svæðum. Færri en sterkari fellibylir Öflugasti fellibylur ársins til þess gekk yfir Taívan, Filippseyjar og Kína í vikunni. Hundruð þúsunda manna flúðu heimili sín áður en fellibylurinn Gaemi gekk á land þar í gær. Gaemi var jafnframt öflugasti fellibylurinn sem dunið hefur á Taívan í átta ár. Loftslagslíkön benda til þess að hlýnun jarðar auki styrk fellibylja enda sækja þeir kraft sinn í hlýjan sjó. Vísbendingar eru þó einnig um að fellibylir gætu orðið fátíðari á sama tíma og þær sækja í sig veðrið. Í skýrslu kínverskra yfirvalda sem var gefin út í þessum mánuði kom fram að fellibyljum á norðvestanverðu Kyrrahafi og Suður-Kínahafi hefur fækkað umtalsvert frá 10. áratug síðustu aldar en þeir hafi orðið öflugari. Loftslagsskýrsla sem var gefin út í Taívan í vor reiknaði með sambærilegri þróun við hlýnun loftslags. Feng Xiangbo, sérfræðingur í fellibyljum við Háskólann í Reading á Englandi, segir Reuters að fækkun fellibylja skýrist af ójafnri hlýnun hafsins þar sem vestanvert Kyrrahafið hlýnar hraðar en austurhluti þess.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira