Útkallið reyndist vera tóm vitleysa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2024 14:27 Frá vettvangi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í gærkvöldi. Vísir Lögregla lítur mjög alvarlegum augum útkall á höfuðborgarsvæðinu í gær þar sem átökum með eggvopni og eldsvoða var lýst. Lögreglubíll á leið í verkefnið lenti í harkalegum árekstri á fjölförnustu gatnamótum landsins. Það var á áttunda tímanum í gær sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk útkall þar sem tilkynnt var um átök með eggvopni og eld í sama húsnæði. Lögreglubíll með tvo innanborðs var sendur í verkefnið en komst ekki lengra en gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þar varð harkalegur árekstur við almennann borgara. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu hafa verið í forgangsakstri en ekki á mikilli ferð. Það sé ekki heimilt yfir gatnamót. „Það vildi svo óheppilega til að ökutæki hins almenna borgara lenti í hlið lögreglubílsins.“ Líðan eftir atvikum Hann segir viðbragð hafa verið mikið enda allt bent til þess að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Beita þurfti klippum til að ná öðrum lögreglumanninum út úr bílnum. Almenni borgarinn og annar lögregluþjónninn hlutu minniháttar áverka en hinn minniháttar beinbrot. Unnar Már segir líðan allra þokkalega miðað við aðstæður en þeir voru allir útskrifaðir í gærkvöldi af Landspítalanum. Fyrir það megi þakka og sem betur fer séu slys á borð við þetta mjög fátíð. „En stundum eru frávik, í þessu eins og lífinu almennt.“ Líta málið alvarlegum augum Annar lögreglubíll var sendur í útkallið þar sem átökum með hnífum og eldsvoða hafði verið lýst. Unnar segir að þegar komið var á svæðið reyndist enginn fótur fyrir slíku. „Við erum að taka það til rannsóknar og skoða mjög alvarlega,“ segir Unnar Már. Gagnaöflun sé hafin og hann telur ekki verða flókið að hafa upp á því hver hafi tilkynnt málið. En málið þurfi að vinna eftir réttum ferlum svo lögregla geti nálgast viðkomandi einstakling með lögmætum hætti. Hann segir göbb á borð við þetta ekki algeng en komi þó fyrir. Hann nefnir að forgangsakstur lögreglu sé eitt það hættulegasta sem lögregla geri. Fólk flýti sér hægt „Við gerum allt til að koma í veg fyrir svona slys og okkar þjálfun snýst mikið um það.“ Hann hvetur alla til að fara varlega í umferðinni nú þegar helgin sé handan við hornið. Fólk eigi að njóta ferðarinnar frekar en að keppast við að komast á áfangastað. „Það skiptir máli. Það hafa margir slasast í umferðinni í sumar og margir látið lífið líka. Það er ástæða til að staldra við og hugsa hvert við ætlum að fara með okkar daglega líf, og njóta.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Það var á áttunda tímanum í gær sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk útkall þar sem tilkynnt var um átök með eggvopni og eld í sama húsnæði. Lögreglubíll með tvo innanborðs var sendur í verkefnið en komst ekki lengra en gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þar varð harkalegur árekstur við almennann borgara. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu hafa verið í forgangsakstri en ekki á mikilli ferð. Það sé ekki heimilt yfir gatnamót. „Það vildi svo óheppilega til að ökutæki hins almenna borgara lenti í hlið lögreglubílsins.“ Líðan eftir atvikum Hann segir viðbragð hafa verið mikið enda allt bent til þess að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Beita þurfti klippum til að ná öðrum lögreglumanninum út úr bílnum. Almenni borgarinn og annar lögregluþjónninn hlutu minniháttar áverka en hinn minniháttar beinbrot. Unnar Már segir líðan allra þokkalega miðað við aðstæður en þeir voru allir útskrifaðir í gærkvöldi af Landspítalanum. Fyrir það megi þakka og sem betur fer séu slys á borð við þetta mjög fátíð. „En stundum eru frávik, í þessu eins og lífinu almennt.“ Líta málið alvarlegum augum Annar lögreglubíll var sendur í útkallið þar sem átökum með hnífum og eldsvoða hafði verið lýst. Unnar segir að þegar komið var á svæðið reyndist enginn fótur fyrir slíku. „Við erum að taka það til rannsóknar og skoða mjög alvarlega,“ segir Unnar Már. Gagnaöflun sé hafin og hann telur ekki verða flókið að hafa upp á því hver hafi tilkynnt málið. En málið þurfi að vinna eftir réttum ferlum svo lögregla geti nálgast viðkomandi einstakling með lögmætum hætti. Hann segir göbb á borð við þetta ekki algeng en komi þó fyrir. Hann nefnir að forgangsakstur lögreglu sé eitt það hættulegasta sem lögregla geri. Fólk flýti sér hægt „Við gerum allt til að koma í veg fyrir svona slys og okkar þjálfun snýst mikið um það.“ Hann hvetur alla til að fara varlega í umferðinni nú þegar helgin sé handan við hornið. Fólk eigi að njóta ferðarinnar frekar en að keppast við að komast á áfangastað. „Það skiptir máli. Það hafa margir slasast í umferðinni í sumar og margir látið lífið líka. Það er ástæða til að staldra við og hugsa hvert við ætlum að fara með okkar daglega líf, og njóta.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent