Stærstu fyrirtækin orðið af 747 milljörðum Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2024 08:38 Blá villuboð blöstu við farþegum á LaGuardia-flugvelli í New York þegar kerfishrunið þann 19. júlí hafði áhrif á starfsemi flugvallarins. AP/Yuki Iwamura Ein umfangsmesta kerfisbilun sögunnar er talin hafa kostað Fortune 500 fyrirtæki minnst 5,4 milljarða bandaríkjadali, eða um 747 milljarða íslenskra króna. Þetta er mat bandarísks vátryggingafélags. Alvarleg villa í útbreiddum hugbúnaði netöryggisfyrirtækisins CrowdStrike varð til þess að ótal tölvur og netþjónar hættu að virka þann 19. júlí með þeim afleiðingum að rekstur fyrirtækja truflaðist, flugferðum var aflýst og starfsemi sjúkrahúsa fór úr skorðum. Fortune 500 listinn samanstendur af 500 stærstu fyrirtækjunum í Bandaríkjunum samkvæmt útreikningum Forbes-tímaritsins. Niðurstaða vátryggingafélagsins Parametrix er því einungis til marks um brot af því fjárhagslega tjóni sem bilunin kann að hafa valdið á heimsvísu. Fyrirtæki innan bandaríska heilbrigðis- og bankageirans urðu einna verst fyrir barðinu á hugbúnaðarvillunni. Tap heilbrigðisstofnana er metið 1,94 milljarðar bandaríkjadalir og 1,15 milljarðar í tilfelli fjármálastofnana, samkvæmt útreikningum Parametrix. CNN greinir frá þessu. Einungis lítill hluti tjónsins fæst bættur Bandarísk flugfélög á borð við United urðu fyrir næstmestum fjárhagslegum áhrifum og félögin sögð hafa tapað samanlagt 860 milljónum bandaríkjadala. Tölur Parametrix miðast einungis við tapaðar tekjur og hagnað af völdum tölvuhrunsins en tekur ekki til áhrifa minni framleiðni eða þann orðsporsskaða sem rekstrartruflun kann að hafa valdið. Telur vátryggingafélagið að einungis 10 til 20 prósent af tjóni Fortune 500 fyrirtækja falli undir bótavernd netöryggistrygginga. Glíma enn við áhrif hrunsins Fjölmörg fyrirtæki nota Falcon, netöryggishugbúnað CrowdStrike til að greina og koma í veg tölvuinnbrot. Þegar CrowdStrike uppfærði hugbúnaðinn í síðustu viku hrundu milljónir tölva um allan heim sem notuðu forritið með Windows-stýrikerfi Microsoft. Beint fjárhagslegt tjón Microsoft er ekki talið með í heildartölu Parametrix þrátt fyrir að það tilheyri Fortune 500-listanum. Dæmi eru um að fyrirtæki reyni enn að koma rekstri sínum í samt horf eftir kerfisbilunina. Þeirra á meðal er bandaríska flugfélagið Delta Air Lines sem glímir áfram við keðjuverkandi áhrif þess að aflýsa þúsundum flugferða. Bilunin hafði meðal annars áhrif á starfsemi Landsbankans og allra bókasafna hér á landi. Bandaríkin Netöryggi Tengdar fréttir Segja mörg kerfi komin í lag eftir bilunina á föstudag Öryggisfyrirtækið CrowdStrike segir umtalsverðan fjölda tækja sem varð fyrir bilun á föstudag vegna gallaðrar hugbúnaðaruppfærslu á föstudag vera kominn í lag. 22. júlí 2024 07:25 „Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. 19. júlí 2024 19:01 Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Alvarleg villa í útbreiddum hugbúnaði netöryggisfyrirtækisins CrowdStrike varð til þess að ótal tölvur og netþjónar hættu að virka þann 19. júlí með þeim afleiðingum að rekstur fyrirtækja truflaðist, flugferðum var aflýst og starfsemi sjúkrahúsa fór úr skorðum. Fortune 500 listinn samanstendur af 500 stærstu fyrirtækjunum í Bandaríkjunum samkvæmt útreikningum Forbes-tímaritsins. Niðurstaða vátryggingafélagsins Parametrix er því einungis til marks um brot af því fjárhagslega tjóni sem bilunin kann að hafa valdið á heimsvísu. Fyrirtæki innan bandaríska heilbrigðis- og bankageirans urðu einna verst fyrir barðinu á hugbúnaðarvillunni. Tap heilbrigðisstofnana er metið 1,94 milljarðar bandaríkjadalir og 1,15 milljarðar í tilfelli fjármálastofnana, samkvæmt útreikningum Parametrix. CNN greinir frá þessu. Einungis lítill hluti tjónsins fæst bættur Bandarísk flugfélög á borð við United urðu fyrir næstmestum fjárhagslegum áhrifum og félögin sögð hafa tapað samanlagt 860 milljónum bandaríkjadala. Tölur Parametrix miðast einungis við tapaðar tekjur og hagnað af völdum tölvuhrunsins en tekur ekki til áhrifa minni framleiðni eða þann orðsporsskaða sem rekstrartruflun kann að hafa valdið. Telur vátryggingafélagið að einungis 10 til 20 prósent af tjóni Fortune 500 fyrirtækja falli undir bótavernd netöryggistrygginga. Glíma enn við áhrif hrunsins Fjölmörg fyrirtæki nota Falcon, netöryggishugbúnað CrowdStrike til að greina og koma í veg tölvuinnbrot. Þegar CrowdStrike uppfærði hugbúnaðinn í síðustu viku hrundu milljónir tölva um allan heim sem notuðu forritið með Windows-stýrikerfi Microsoft. Beint fjárhagslegt tjón Microsoft er ekki talið með í heildartölu Parametrix þrátt fyrir að það tilheyri Fortune 500-listanum. Dæmi eru um að fyrirtæki reyni enn að koma rekstri sínum í samt horf eftir kerfisbilunina. Þeirra á meðal er bandaríska flugfélagið Delta Air Lines sem glímir áfram við keðjuverkandi áhrif þess að aflýsa þúsundum flugferða. Bilunin hafði meðal annars áhrif á starfsemi Landsbankans og allra bókasafna hér á landi.
Bandaríkin Netöryggi Tengdar fréttir Segja mörg kerfi komin í lag eftir bilunina á föstudag Öryggisfyrirtækið CrowdStrike segir umtalsverðan fjölda tækja sem varð fyrir bilun á föstudag vegna gallaðrar hugbúnaðaruppfærslu á föstudag vera kominn í lag. 22. júlí 2024 07:25 „Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. 19. júlí 2024 19:01 Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Segja mörg kerfi komin í lag eftir bilunina á föstudag Öryggisfyrirtækið CrowdStrike segir umtalsverðan fjölda tækja sem varð fyrir bilun á föstudag vegna gallaðrar hugbúnaðaruppfærslu á föstudag vera kominn í lag. 22. júlí 2024 07:25
„Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. 19. júlí 2024 19:01
Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56