Í tilkynningu frá flugmálayfirvöldum í Nepal segir að flugvélin hafi verið á vegum Saurya Airlines sem er nepalskt flugfélag sem sinnir innanlandsflugi. Vélin hafi farið í loftið, fljótlega tekið hægri beygju í stað vinstri beygju og hrapað til jarðar.
CCTV video of the Saurya Airlines CRJ-200 takeoff shows the aircraft descending in a right-wing low attitude until it struck the ground and burst into flames.pic.twitter.com/5ntlZasF3d
— Aviation Safety Network (ASN) (@AviationSafety) July 24, 2024
Flugvöllurinn í Kathmandu er aðalflugvöllurinn í Nepal. Hann liggur í dal sem er umkringdur fjöllum. Umferð um flugvöllinn var lokað í kjölfar slyssins á meðan rannsókn á orsökum slyssins fer fram.
Flugmaðurinn mun ekki vera í lífshættu en augu hans eru sköðuð.
Flugslys eru nokkuð tíð í Nepal eins og sjá má á fréttum undanfarinna ára hér að neðan.