Þekkir Kamölu Harris: „Ég held að hún eigi eftir að rassskella hann nokkrum sinnum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2024 18:46 Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna verður líklega forsetaefni Demókrataflokksins. EPA Margrét Hrafnsdóttir, mikil áhugakona um bandarísk stjórnmál, þekkir Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna og líklegt forsetaefni Demókrataflokksins. Hún hefur mikla trú á sinni konu í baráttunni við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og frambjóðanda Repúblikana. „Það eru mörg, mörg ár síðan. Þá hitti ég hana í fallegu húsi einhverstaðar í Bel Air, þar sem ég bjó, og kunni ofboðslega vel við hana,“ sagði Margrét í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag, aðspurð um það hvernig hún kynntist Harris. Harris var um þessar mundir dómsmálaráðherra Kaliforníuríkis og var nýkomin í það embætti. „Síðan tók hún það embætti í raun og veru lengra en nokkur hafði gert. Það gerðist í raun og veru í bankahruninu í Bandaríkjunum 2008 þegar hún varð helsti talsmaður húsnæðiseigenda með húsnæðislán. Hún tók bankastjóranna og bankana kverkataki mætti segja og skipaði þeim að greiða húsnæðislánaeigendum til baka það sem það hafði tapað,“ segir Margrét. „Fyrir þetta varð hún auðvitað þjóðhetja. Þannig kemur hún fram á sviðið.“ Að sögn Margrétar þorði enginn á móti Harris í kjölfarið þegar hún bauð sig fram til öldungardeildarinnar. „Hún átti mjög auðvelt með að fylla í skarð Barböru Boxer, vinkonu minnar.“ Frægðarsól Kamölu Harris reis því hratt segir Margrét, en það var vegna þess að hún tók hvern stórlaxinn fyrir einn af öðrum, og þeir enduðu á að hlýða henni. „Þannig allir sem halda að Kamala Harris eigi ekki séns í Trump, þeir í fyrsta lagi þekkja hana ekki, í öðru lagi skilja ekki hvernig hún er og vinnur, og í þriðja lagi átta sig ekki á því hvers konar kraftur fylgir því að Biden stígur til hliðar og hún inn,“ segir Margrét sem tekur fram að hún hafi aldrei séð jafn mikinn kraft innan Demókrataflokksins og á síðustu 24 tímum. Líklega verður Kamölu Harris hrókerað inn fyrir Joe Biden.EPA Harris hefur ekki formlega verið útnefnd sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins en mörg þungavigtarnöfn hafa þegar lýst yfir stuðningi við hana. Margrét telur ólíklegt að hún muni fá mótframboð frá stórum nöfnum úr flokknum. Þá heldur Margrét að Trump muni eiga í miklum vandræðum með Kamölu Harris og spáir stórsigri Demókrataflokksins. „Ég held að hún eigi eftir að rassskella hann nokkrum sinnum áður en kosningarnar fara fram.“ Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
„Það eru mörg, mörg ár síðan. Þá hitti ég hana í fallegu húsi einhverstaðar í Bel Air, þar sem ég bjó, og kunni ofboðslega vel við hana,“ sagði Margrét í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag, aðspurð um það hvernig hún kynntist Harris. Harris var um þessar mundir dómsmálaráðherra Kaliforníuríkis og var nýkomin í það embætti. „Síðan tók hún það embætti í raun og veru lengra en nokkur hafði gert. Það gerðist í raun og veru í bankahruninu í Bandaríkjunum 2008 þegar hún varð helsti talsmaður húsnæðiseigenda með húsnæðislán. Hún tók bankastjóranna og bankana kverkataki mætti segja og skipaði þeim að greiða húsnæðislánaeigendum til baka það sem það hafði tapað,“ segir Margrét. „Fyrir þetta varð hún auðvitað þjóðhetja. Þannig kemur hún fram á sviðið.“ Að sögn Margrétar þorði enginn á móti Harris í kjölfarið þegar hún bauð sig fram til öldungardeildarinnar. „Hún átti mjög auðvelt með að fylla í skarð Barböru Boxer, vinkonu minnar.“ Frægðarsól Kamölu Harris reis því hratt segir Margrét, en það var vegna þess að hún tók hvern stórlaxinn fyrir einn af öðrum, og þeir enduðu á að hlýða henni. „Þannig allir sem halda að Kamala Harris eigi ekki séns í Trump, þeir í fyrsta lagi þekkja hana ekki, í öðru lagi skilja ekki hvernig hún er og vinnur, og í þriðja lagi átta sig ekki á því hvers konar kraftur fylgir því að Biden stígur til hliðar og hún inn,“ segir Margrét sem tekur fram að hún hafi aldrei séð jafn mikinn kraft innan Demókrataflokksins og á síðustu 24 tímum. Líklega verður Kamölu Harris hrókerað inn fyrir Joe Biden.EPA Harris hefur ekki formlega verið útnefnd sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins en mörg þungavigtarnöfn hafa þegar lýst yfir stuðningi við hana. Margrét telur ólíklegt að hún muni fá mótframboð frá stórum nöfnum úr flokknum. Þá heldur Margrét að Trump muni eiga í miklum vandræðum með Kamölu Harris og spáir stórsigri Demókrataflokksins. „Ég held að hún eigi eftir að rassskella hann nokkrum sinnum áður en kosningarnar fara fram.“
Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira