Ná síður að hirða salernispappír vegna niðurskurðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. júlí 2024 13:19 Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis í Hofsstaðaskógi fyrr í sumar. Papprínn lá víða um skóginn. vísir/Vilhelm Klósettpappír, hægðir og sóðaskapur í Hofsstaðaskógi er ein birtingarmynd niðurskurðar til Skógræktarfélags Íslands. Framkvæmdastjóri segir félagið ekki hafa tök á að sinna hreinsunarstarfi líkt og áður. Sýndar voru myndir úr Hofastaðaskógi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni þar sem mátti sjá mátti salernispappír á víð og dreif. Pappírinn liggur innan um trén og á göngustígum og er sterk vísbending um að ferðamenn komi við í skóginum til þess að gera þarfir sínar. Brynjólfur Jónsson, skógfræðingur og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, segir þetta miður, þrátt fyrir að vandamálið sé ekki nýtt. Staðan sé þó ef til vill verri en oft áður vegna niðurskurðar hjá félaginu. „Á síðasta ári og á þessu ári fengum við ekki verkenfastyrki sem við höfum fengið í tuttugu ár. Þannig að við höfum sinnt þessu minna en árin áður og það eru bara fjárhagslegir hagsmunir sem knýja okkur til þess að minnka umhirðuna,“ segir Brynjólfur. Hofsstaðaskógur sé einn af sautján opnum skógum sem Skógræktarfélag Íslands hafi með að gera. Styrkurinn sem umhverfisráðuneytið hafi áður veitt félaginu hafi farið í að sinna þeim. „Þó það séu ekki háar upphæðir munar um það. Áður fyrr höfum við getað farið tvær ferðir í kringum landið en núna er það bara ein ferð.“ Hópur á vegum skógræktarfélagsins er nú Vestanlands og mun í vikunni taka til í Hofsstaðaskógi. Þar horfa málin því til betri vegar en Brynjólfur segir brottfall styrkveitingarinnar grátlegt og óútskýrt. Enn sé verk að vinna í uppbyggingu innviða og vandamálið hverfi því ekki, sérstaklega þar sem langt er á milli bensínstöðva og salernisaðstaðna. „Ferðamenn eru bara eins og allir aðir, þeir þurfa að sinna sínum þörfum og því miður er það gert á þessum stöðum.“ Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sýndar voru myndir úr Hofastaðaskógi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni þar sem mátti sjá mátti salernispappír á víð og dreif. Pappírinn liggur innan um trén og á göngustígum og er sterk vísbending um að ferðamenn komi við í skóginum til þess að gera þarfir sínar. Brynjólfur Jónsson, skógfræðingur og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, segir þetta miður, þrátt fyrir að vandamálið sé ekki nýtt. Staðan sé þó ef til vill verri en oft áður vegna niðurskurðar hjá félaginu. „Á síðasta ári og á þessu ári fengum við ekki verkenfastyrki sem við höfum fengið í tuttugu ár. Þannig að við höfum sinnt þessu minna en árin áður og það eru bara fjárhagslegir hagsmunir sem knýja okkur til þess að minnka umhirðuna,“ segir Brynjólfur. Hofsstaðaskógur sé einn af sautján opnum skógum sem Skógræktarfélag Íslands hafi með að gera. Styrkurinn sem umhverfisráðuneytið hafi áður veitt félaginu hafi farið í að sinna þeim. „Þó það séu ekki háar upphæðir munar um það. Áður fyrr höfum við getað farið tvær ferðir í kringum landið en núna er það bara ein ferð.“ Hópur á vegum skógræktarfélagsins er nú Vestanlands og mun í vikunni taka til í Hofsstaðaskógi. Þar horfa málin því til betri vegar en Brynjólfur segir brottfall styrkveitingarinnar grátlegt og óútskýrt. Enn sé verk að vinna í uppbyggingu innviða og vandamálið hverfi því ekki, sérstaklega þar sem langt er á milli bensínstöðva og salernisaðstaðna. „Ferðamenn eru bara eins og allir aðir, þeir þurfa að sinna sínum þörfum og því miður er það gert á þessum stöðum.“
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira