Málflutningur Viðskiptaráðs óásættanlegur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2024 12:00 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra er ekki sérlega sáttur við málflutning Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir málflutning Viðskiptaráðs, um starfsfólk menntakerfisins óásættanlegan og hjákátlegan. Ráðið segir Kennarasamband Íslands hafa leitt málaflokkinn í öngstræti og hvetur stjórnvöld til að taka fyrir frekari afskipti sambandsins. Um helgina var greint frá sjónarmiðum Viðskiptaráðs Íslands um fyrirhugaðar breytingar á lögum um grunnskóla. Ráðið vill fá samræmd próf tekin upp að nýju og láta þau gilda inn í framhaldsskóla. Menntamálaráðherra segir innleiðingu nýs samræmds matsækis þegar hafna. „Sem heitir matsferill, og er miklu faglegra og er hugsað sem miklu betra verkfæri til að nýta dag frá degi í skólakerfinu. Vegna þess að gömlu samræmdu prófin voru ekki að nýtast nægilega vel með gagnvirkum hætti og voru þess vegna að einhverju leyti orðin úrelt,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Næg tækifæri til aðkomu Viðskiptaráðs Matsferlinum sé ætlað að vera verkfærakista til samræmdrar mælingar þannig að breiðari mynd fáist á stöðu nemenda, í stað þess að beita aðeins punktmælingum með samræmdu prófi. „Svo er markmiðið að tengja þetta saman, þannig að þú fáir líka mynd bæði af einstaka skólum og sveitarfélögum.“ Þessi breyting, og fleiri sem væntanlegar eru, hafi verið unnar í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Vegna þess að það er þannig að allir eiga að hafa aðgengi að því að móta íslenskt menntakerfi. Þar hefur Viðskiptaráð sannarlega haft tækifæri til þess að mæta á opna fundi, ráðstefnur og fleira.“ Í besta falli hjákátlegt Þá kom fram í umsögn ráðsins að aðkoma Kennarasambands Íslands að stefnumótun í menntamálum hefði leitt málaflokkinn í öngstræti, og lagt til að stjórnvöld taki fyrir frekari afskipti sambandsins af slíkum málum. Ásmundur segir breytingarnar hafa verið unnar þétt með fólki sem vinni með börnum dag frá degi, sem séu lykilaðilar í að breyta menntakerfinu til betri vegar. „Og þess vegna er það í raun óásættanlegt að Viðskiptaráð skuli tala um kennara og annað starfsfólk menntakerfisins eins og þeir hafa leyft sér, og ásaka fólk sem hefur tileinkað vinnu sinni í þágu barna að hafa eyðilagt menntakerfið, þá er það í besta falli hjákátlegt.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Um helgina var greint frá sjónarmiðum Viðskiptaráðs Íslands um fyrirhugaðar breytingar á lögum um grunnskóla. Ráðið vill fá samræmd próf tekin upp að nýju og láta þau gilda inn í framhaldsskóla. Menntamálaráðherra segir innleiðingu nýs samræmds matsækis þegar hafna. „Sem heitir matsferill, og er miklu faglegra og er hugsað sem miklu betra verkfæri til að nýta dag frá degi í skólakerfinu. Vegna þess að gömlu samræmdu prófin voru ekki að nýtast nægilega vel með gagnvirkum hætti og voru þess vegna að einhverju leyti orðin úrelt,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Næg tækifæri til aðkomu Viðskiptaráðs Matsferlinum sé ætlað að vera verkfærakista til samræmdrar mælingar þannig að breiðari mynd fáist á stöðu nemenda, í stað þess að beita aðeins punktmælingum með samræmdu prófi. „Svo er markmiðið að tengja þetta saman, þannig að þú fáir líka mynd bæði af einstaka skólum og sveitarfélögum.“ Þessi breyting, og fleiri sem væntanlegar eru, hafi verið unnar í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Vegna þess að það er þannig að allir eiga að hafa aðgengi að því að móta íslenskt menntakerfi. Þar hefur Viðskiptaráð sannarlega haft tækifæri til þess að mæta á opna fundi, ráðstefnur og fleira.“ Í besta falli hjákátlegt Þá kom fram í umsögn ráðsins að aðkoma Kennarasambands Íslands að stefnumótun í menntamálum hefði leitt málaflokkinn í öngstræti, og lagt til að stjórnvöld taki fyrir frekari afskipti sambandsins af slíkum málum. Ásmundur segir breytingarnar hafa verið unnar þétt með fólki sem vinni með börnum dag frá degi, sem séu lykilaðilar í að breyta menntakerfinu til betri vegar. „Og þess vegna er það í raun óásættanlegt að Viðskiptaráð skuli tala um kennara og annað starfsfólk menntakerfisins eins og þeir hafa leyft sér, og ásaka fólk sem hefur tileinkað vinnu sinni í þágu barna að hafa eyðilagt menntakerfið, þá er það í besta falli hjákátlegt.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira