Kamala auðmjúk og allra augu á varaforsetaefnum Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2024 22:27 Joe Biden hefur óskað eftir því að Kamala Harris verði útnefnd eftirmaður hans. AP/Matt Kelley „Með þessu óeigingjarna og þjóðrækna verki gerir Biden forseti það sem hann hefur ætíð gert á ævi tileinkaðri þjónustu við aðra: Að setja bandarísku þjóðina og landið okkar ofar öllu öðru.“ Þetta segir Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna eftir að Joe Biden tilkynnti að hann hygðist draga framboð sitt til baka í komandi forsetakosningum og mælast til þess að Harris taki við keflinu í baráttunni við Donald Trump. Harris segist ætla að leggja sig fram við að sameina Demókrataflokkinn til að sigra Trump í nóvember. Það sé heiður að hljóta stuðning forsetans og hún hyggist tryggja sér tilnefninguna. „Fyrir hönd bandarísku þjóðarinnar þakka ég Joe Biden fyrir ótrúlega forystu hans sem forseti Bandaríkjanna og fyrir áratuga þjónustu hans við landið okkar. Merkileg arfleifð hans og afrek eiga engan sér líka í nútímasögu Bandaríkjanna, og er arfleið hans meiri en margra forseta sem hafa setið tvö kjörtímabil í embætti,“ segir varaforsetinn í yfirlýsingu. „Það eru 107 dagar til kjördags. Saman munum við berjast. Og saman munum við sigra.“ Obama ekki minnst á Harris Demókrataflokkurinn velur forsetaefni sitt með formlegum hætti á flokksþingi sínu sem hefst þann 19. ágúst næstkomandi. Ekki er öruggt að Harris hljóti tilnefninguna en frammáfólk í Demókrataflokknum hefur stigið fram í kvöld til stuðnings henni. Þeirra á meðal eru Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og utanríkisráðherra, Pramila Jayapal, þingkona frá Washington, Tammy Baldwin, öldungadeildarþingmaður sem býður sig fram til endurkjörs í sveifluríkinu Wisconsin, og Andy Kim, þingmaður sem býður sig nú fram til öldungadeildar fyrir New Jersey. Athygli vekur að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti birti yfirlýsingu þar sem hann mærði Biden en minntist ekki á Harris. Mörg koma til greina sem varaforsetaefni Auk Harris hafa Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan til að mynda verið nefnd á síðustu mánuðum sem mögulegir arftakar Joe Biden í forsetaembætti. New York Times segir að hvorugt þeirra ætli að bjóða sig fram á móti Harris og hefur Whitmer staðfest það í yfirlýsingu. Bæði hafa einnig verið nefnd til leiks sem mögulegt varaforsetaefni Harris en talið er vinna gegn Newsom að hann, líkt og Harris komi, komi frá Kaliforníuríki sem hafi lengi stutt demókrata. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er meðal þeirra sem hefur verið nefndur sem hugsanlegt varaforsetaefni.EPA/RICH PEDRONCELLI Í umfjöllun stjórnmálamiðlsins The Hill er til að mynda minnst á Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, Roy Cooper, ríkisstjóra í Norður-Karólínu, Josh Shapiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu, og JB Pritzker, ríkisstjóra Illinois, auk áðurnefndrar Whitmer. Öll eiga þau sameiginlegt að koma frá ríkjum sem báðir stjórnmálaflokkarnir telja sig geta unnið og þau þannig skipt sköpum í forsetakosningunum í nóvember. Harris var bæði fyrsta konan og litaða konan til að verða varaforseti Bandaríkjanna. Útlit er fyrir að hún eigi nú aftur möguleika á því að skrá nafn sitt í sögubækurnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Kamala Harris Tengdar fréttir „Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21. júlí 2024 20:50 Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Þetta segir Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna eftir að Joe Biden tilkynnti að hann hygðist draga framboð sitt til baka í komandi forsetakosningum og mælast til þess að Harris taki við keflinu í baráttunni við Donald Trump. Harris segist ætla að leggja sig fram við að sameina Demókrataflokkinn til að sigra Trump í nóvember. Það sé heiður að hljóta stuðning forsetans og hún hyggist tryggja sér tilnefninguna. „Fyrir hönd bandarísku þjóðarinnar þakka ég Joe Biden fyrir ótrúlega forystu hans sem forseti Bandaríkjanna og fyrir áratuga þjónustu hans við landið okkar. Merkileg arfleifð hans og afrek eiga engan sér líka í nútímasögu Bandaríkjanna, og er arfleið hans meiri en margra forseta sem hafa setið tvö kjörtímabil í embætti,“ segir varaforsetinn í yfirlýsingu. „Það eru 107 dagar til kjördags. Saman munum við berjast. Og saman munum við sigra.“ Obama ekki minnst á Harris Demókrataflokkurinn velur forsetaefni sitt með formlegum hætti á flokksþingi sínu sem hefst þann 19. ágúst næstkomandi. Ekki er öruggt að Harris hljóti tilnefninguna en frammáfólk í Demókrataflokknum hefur stigið fram í kvöld til stuðnings henni. Þeirra á meðal eru Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og utanríkisráðherra, Pramila Jayapal, þingkona frá Washington, Tammy Baldwin, öldungadeildarþingmaður sem býður sig fram til endurkjörs í sveifluríkinu Wisconsin, og Andy Kim, þingmaður sem býður sig nú fram til öldungadeildar fyrir New Jersey. Athygli vekur að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti birti yfirlýsingu þar sem hann mærði Biden en minntist ekki á Harris. Mörg koma til greina sem varaforsetaefni Auk Harris hafa Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan til að mynda verið nefnd á síðustu mánuðum sem mögulegir arftakar Joe Biden í forsetaembætti. New York Times segir að hvorugt þeirra ætli að bjóða sig fram á móti Harris og hefur Whitmer staðfest það í yfirlýsingu. Bæði hafa einnig verið nefnd til leiks sem mögulegt varaforsetaefni Harris en talið er vinna gegn Newsom að hann, líkt og Harris komi, komi frá Kaliforníuríki sem hafi lengi stutt demókrata. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er meðal þeirra sem hefur verið nefndur sem hugsanlegt varaforsetaefni.EPA/RICH PEDRONCELLI Í umfjöllun stjórnmálamiðlsins The Hill er til að mynda minnst á Andy Beshear, ríkisstjóra Kentucky, Roy Cooper, ríkisstjóra í Norður-Karólínu, Josh Shapiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu, og JB Pritzker, ríkisstjóra Illinois, auk áðurnefndrar Whitmer. Öll eiga þau sameiginlegt að koma frá ríkjum sem báðir stjórnmálaflokkarnir telja sig geta unnið og þau þannig skipt sköpum í forsetakosningunum í nóvember. Harris var bæði fyrsta konan og litaða konan til að verða varaforseti Bandaríkjanna. Útlit er fyrir að hún eigi nú aftur möguleika á því að skrá nafn sitt í sögubækurnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Kamala Harris Tengdar fréttir „Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21. júlí 2024 20:50 Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
„Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. 21. júlí 2024 20:50
Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53