Gríðarleg sprunga í Hagafelli vekur athygli Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2024 12:31 Sprungan í Hagafelli er innan rauða hringsins á myndinni. Í forgrunni er Grindavíkurbær og myndarlegur gígur rís í baksýn. Hafþór Skúlason Náttúruvársérfræðingur segir ekkert styðja kenningu eldfjallafræðings um goslok við Sundhnúka. Landris og aukin skjálfavirkni mælast áfram og líkur eru á eldgosi á næstu vikum. Veðurstofan er meðvituð um gríðarstóra sprungu í Hagafelli, sem vakið hefur athygli á samfélagsmiðlum. Sprungan er gömul en stækkaði umtalsvert í síðasta gosi. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur spáði því í gær á bloggsíðu sinni að eldsumbrotum á Sundhnúksgígaröðinni væri mögulega lokið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Haraldur spáir fyrir um slíkt og hefur hingað til ekki haft rétt fyrir sér. Kenningu sína byggði hann á GPS-mælingum, sem sýni að hægt hafi á landrisi 12. júlí. Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur segir hins vegar ekkert benda til gosloka eins og Haraldur spáir. „Það er áframhaldandi landris, það var allskonar veður núna undanfarna daga þannig það er meira frávik í GPS-gagnapunktunum sem hafa komið inn og þar af leiðandi er erfiðara að lesa úr þeim landris. Hins vegar kom inn ótrúlega fínn gagnapunktur í dag og í nótt, sem sýnir að það er áframhaldandi landris þó það gæti hugsanlega verið að hægjast aðeins á því.“ Enn gerir Veðurstofan ráð fyrir kvikuhlaupi eða eldgosi á svæðinu á næstu vikum. Rúmmál uppsafnaðrar kviku nálgist óðfluga sömu stöðu og fyrir síðasta gos. „Við erum að fá inn fleiri skjálfta núna dag frá degi og greinilega spenna að byggjast upp á svæðinu.“ Sprungan í Hagafélli séð ofan frá úr Umbrotasjá Landmælinga Íslands. Stækkaði umtalsvert í síðasta eldgosi Áhugamenn um jarðhræringar hafa í dag og í gær vakið athygli á gríðarlegri sprungu í Hagafelli við gosstöðvarnar í hópnum Jarðsöguvinir á Facebook. Jóhanna segir sprunguna ekki nýja en vissulega hafi orðið á henni nýleg umbreyting. „En í síðasta gosi [29. maí] stækkaði hún heilmikið og svo fór að flæða hraun ofan í hana og þetta er bara mjög stór og mikil sprunga. Hraunið sem fór ofan í hana komst í snertingu við grunnvatn og þá urðu þessar vatnssprengingar eins og sáust í síðasta gosi,“ segir Jóhanna. Sprungan teygir sig suður í átt til Grindavíkur og alveg að varnargörðum. „Við höfum fylgst með henni sérstaklega í síðasta gosi. Það má gera ráð fyrir að það sé ákveðin framlenging á þessari sprungu sem nái jafnvel enn lengra suður og þetta er dæmi um veikleikana í skorpunni sem er að finna þarna á yfirborðinu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. 21. júlí 2024 09:17 Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. 20. júlí 2024 22:04 Hefja viðgerðir þó það gæti gosið á næstu dögum eða vikum Formaður Grindavíkurnefndar telur það ekki gagnrýnisvert að hefja viðgerðir á vegum í bænum til að flýta fyrir því að Grindvíkingar geti snúið aftur í heimabæ sinn þrátt fyrir að eldgos gæti hafist á svæðinu á næstu dögum eða vikum 17. júlí 2024 22:01 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur spáði því í gær á bloggsíðu sinni að eldsumbrotum á Sundhnúksgígaröðinni væri mögulega lokið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Haraldur spáir fyrir um slíkt og hefur hingað til ekki haft rétt fyrir sér. Kenningu sína byggði hann á GPS-mælingum, sem sýni að hægt hafi á landrisi 12. júlí. Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur segir hins vegar ekkert benda til gosloka eins og Haraldur spáir. „Það er áframhaldandi landris, það var allskonar veður núna undanfarna daga þannig það er meira frávik í GPS-gagnapunktunum sem hafa komið inn og þar af leiðandi er erfiðara að lesa úr þeim landris. Hins vegar kom inn ótrúlega fínn gagnapunktur í dag og í nótt, sem sýnir að það er áframhaldandi landris þó það gæti hugsanlega verið að hægjast aðeins á því.“ Enn gerir Veðurstofan ráð fyrir kvikuhlaupi eða eldgosi á svæðinu á næstu vikum. Rúmmál uppsafnaðrar kviku nálgist óðfluga sömu stöðu og fyrir síðasta gos. „Við erum að fá inn fleiri skjálfta núna dag frá degi og greinilega spenna að byggjast upp á svæðinu.“ Sprungan í Hagafélli séð ofan frá úr Umbrotasjá Landmælinga Íslands. Stækkaði umtalsvert í síðasta eldgosi Áhugamenn um jarðhræringar hafa í dag og í gær vakið athygli á gríðarlegri sprungu í Hagafelli við gosstöðvarnar í hópnum Jarðsöguvinir á Facebook. Jóhanna segir sprunguna ekki nýja en vissulega hafi orðið á henni nýleg umbreyting. „En í síðasta gosi [29. maí] stækkaði hún heilmikið og svo fór að flæða hraun ofan í hana og þetta er bara mjög stór og mikil sprunga. Hraunið sem fór ofan í hana komst í snertingu við grunnvatn og þá urðu þessar vatnssprengingar eins og sáust í síðasta gosi,“ segir Jóhanna. Sprungan teygir sig suður í átt til Grindavíkur og alveg að varnargörðum. „Við höfum fylgst með henni sérstaklega í síðasta gosi. Það má gera ráð fyrir að það sé ákveðin framlenging á þessari sprungu sem nái jafnvel enn lengra suður og þetta er dæmi um veikleikana í skorpunni sem er að finna þarna á yfirborðinu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. 21. júlí 2024 09:17 Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. 20. júlí 2024 22:04 Hefja viðgerðir þó það gæti gosið á næstu dögum eða vikum Formaður Grindavíkurnefndar telur það ekki gagnrýnisvert að hefja viðgerðir á vegum í bænum til að flýta fyrir því að Grindvíkingar geti snúið aftur í heimabæ sinn þrátt fyrir að eldgos gæti hafist á svæðinu á næstu dögum eða vikum 17. júlí 2024 22:01 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira
Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. 21. júlí 2024 09:17
Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. 20. júlí 2024 22:04
Hefja viðgerðir þó það gæti gosið á næstu dögum eða vikum Formaður Grindavíkurnefndar telur það ekki gagnrýnisvert að hefja viðgerðir á vegum í bænum til að flýta fyrir því að Grindvíkingar geti snúið aftur í heimabæ sinn þrátt fyrir að eldgos gæti hafist á svæðinu á næstu dögum eða vikum 17. júlí 2024 22:01